Víkurfréttir - 07.11.2019, Síða 15
Lystauki
Rjúpusúpa
Nýbakað brauð
Forréttaplatti
Létt grafin klaustursbleikja
Reyktur Ólafsfjarðar lax
Jólasíld og rúgbrauð
Grafin gæs
Tvíreykt hangikjöts tartar
Jóla pate
Aðalréttur
Reykt lambafilé
Sviðakjamma rillete
Heilsteikt nautalund
Hægelduð kalkúnabringa
Eftirréttahlaðborð
Créme brulée kókos ganach
Skyr-ostakaka með piparkökum
Mangó-ástaraldinmús
Karamellubúðingur og vanillurjómi
Lakkrís pannacotta
Sarah Bernhard
Riz a la mandle
Dagsetningar
Föstudagur 29. nóv - FULLT
Laugardagur 30. nóv
Föstudagur 6. des
Laugardagur 7. des
Föstudagur 13. des
Laugardagur 14. des
Sitjandi hlaðborð
Borðapantanir í síma 426 8650
eða á max@nli.is
Verð 8.950 kr.
Max Veitingastaður • Northern Light Inn • Norðurljósavegi 1 • Grindavík
Jólahlaðborð á Max Veitingastað
Njóttu aðventunar í góðum félagsskap
Grófin 19, Keflavík
Símar: 456-7600 & 861-7600
bilathjonustan@bilathjonustan.is
Þjónustuskoðanir
OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FIMMTUDAGA FRÁ 8 TIL 17
FÖSTUDAG FRÁ 8 TIL 16
smurþjónusta og almennar viðgerðir fyrir
Skoda, Audi, WV og Mitsubishi
Viljum einnig fá skóla í heim-
sókn yfir vetrartímann
„Sérstaða okkar er rannsóknaað-
staðan og staðsetningin. Við erum
staðsett alveg niðri við sjó. Við
erum með borholu fyrir utan húsið
og dælum tandurhreinum sjó beint
inn í hús sem hentar einstaklega vel
til rannsókna á sjúkdómum í fiski
og í eiturefnarannsóknum okkar.
Þetta heillar erlenda vísindamenn
og þykir einstakt á heimsmælikvarða.
Við fáum oft erlenda vísindamenn
til okkar í tvær til sex vikur og erum
með gistiaðstöðu fyrir þessa vísinda-
menn og háskólahópa sem eru að
vinna á svæðinu. Nú erum við með
einn vísindamann hjá okkur frá Spáni
sem er mikill sérfræðingur í bursta-
ormum, sem hann er að rannsaka
meðal annars. Svo vorum við nýlega
með erlenda og íslenska tónlistar-
nemendur sem gistu hér og unnu í
háskólaverkefni sínu. Við fáum einn-
ig almenna skólahópa, flestir koma
að vori og höfum við verið að taka á
móti ríflega 1200 nemum á ári. Flestir
eru grunnskólanemendur, en einnig
elstu krakkar í leikskólum og einstaka
hópar koma úr framhaldsskólum. Þá
fara nemendur fyrst út á Garðskaga í
fjöruna og safna lífverum. Svo koma
þeir til okkar með lífverurnar og fá að
skoða í víðsjá og greina það sem þeir
fundu. Krakkarnir fá einnig að vinna
skemmtileg verkefni hér hjá okkur.
Við viljum endilega efla þetta sam-
starf við skóla og skemmtilegast væri
auðvitað að fá fleiri skóla yfir veturinn
og á öðrum tímum ársins, ekki bara
á vorin. Gaman væri ef skólar sæju
hag sinn í því að nýta heimsóknirnar
betur til vettvangsnáms og útikennslu
því hér er aðstaðan tilvalin í slíkt,“
segir Hanna María.
Sýningar fyrir almenning
„Við erum með fjórar sýningar í hús-
inu sem eru allar fastar sýningar. Þær
eru í eigu Suðurnesjabæjar en við
rekum þessar sýningar fyrir sveitar-
félagið. Þetta er náttúrugripasýning
og þar eru lifandi sjávardýr sem
krökkum finnst sérlega gaman að
skoða. Síðan er glæsileg sýning sem
heitir Heimskautin heilla, sem fjallar
um ævi heimskautafarans Jean Bapt-
iste Charcot en rannsóknarskipið
hans fórst við Íslandsstrendur. Sýn-
ingin er í tveimur sölum þar sem líkt
er eftir brú og káetu í skipi frá tíma
heimskautafarans.
Síðan er listasýning á neðri hæð húss-
ins sem heitir Huldir heimar hafsins
- ljós þangálfanna. Ótrúlega falleg og
skemmtileg sýning sem fjallar um
hafið og þær hættur sem steðja að
því. Síðast en ekki síst er ljósmynda-
sýning sem segir sögu hússins, sem
er merkileg, því þetta hús sem hýsir
Þekkingarsetur Suðurnesja, á Garð-
vegi 1 í Sandgerði, var byggt sem
frystihús og þjónaði þeim tilgangi í
áratugi áður en rannsóknarstöðin og
rannsóknastarfið fór að byggjast upp
hérna,“ segir Hanna María að lokum
og hvetur alla til að koma í heimsókn
sem vilja fræðast meira.
Þekkingarsetrið er einnig aðili að alþjóðlegu neti rann-
sóknastöðva á arktískum og fjalllendum svæðum á
norðurhveli jarðar sem kallast INTERACT (International
Network for Terrestrial Research and Monitoring in the
Arctic). Meginhlutverk INTERACT er að byggja upp að-
stöðu og þekkingu til að skilgreina og bregðast við um-
hverfisbreytingum á norðlægum slóðum og hefur starf-
semin verið fjármögnuð með styrkjum úr rammaáætl-
unum Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun.
Þekkingarsetur Suðurnesja er aðili að Reykjanes UNESCO
Global Geopark. UNESCO, Menningarmálastofnun Sam-
einuðu þjóðanna viðurkenndi Reykjanes sem UNESCO
Global Geopark árið 2015. UNESCO Global Geoparks eru
svæði þar sem minjum og landslagi sem eru jarðfræðilega
mikilvægar á heimsvísu er stýrt eftir heildrænni stefnu
um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun.
Sölvi Rúnar Vignisson,
líffræðingur, Þekkingarsetri Suðurnesja.
Aron Alexander Þorvarðarson, líffræðingur
Náttúrustofu Suðvesturlands.
Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja.
Mar ta Eiríksdóttir
marta@vf.is
VIÐTAL
15MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.