Víkurfréttir - 07.11.2019, Síða 16
Hvatningin:
UMSJÓN Ásta Rún Arnmundsdóttirog Birgitta Rós Jónsdóttir
Uppáhalds:
-kennari: Rósa.
-skólafag: Lýðheilsa.
-sjónvarpsþættir: How I
Met Your Mother.
-kvikmynd: Divergent.
-hljómsveit: One Direc-
tion.
-leikari: Post Malone.
Helsti kostur FS er Rósa
dönskukennari, segir Halldór
Már Jónsson sem er FSingur
vikunnar að þessu sinni. Hall-
dór Már er 16 ára nemandi
við skólann sem stefnir á að
verða forseti.
Hvað heitir þú á fullu nafni?
Halldór Már Jónsson
Á hvaða braut ertu?
Almennri braut.
Hvaðan ertu og hvað ertu gamall?
16 ára fæddist í Keflavík en bý í Njarðvík.
Hver er helsti kostur við FS?
Rósa dönskukennari.
Hver eru áhugamálin þín?
Vera með vinum.
Hvað hræðistu mest?
Ég myndi segja köngulær og trúðar.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og
hvers vegna?
Steini því hann er svo duglegur að búa til
tónlist.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Jónas Dagur og Rúnar Smári.
Hvað sástu síðast í bíó?
The Joker.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Orkudrykki og súkkulaðistykki.
Hver er helsti gallinn þinn?
Get verið dónalegur.
Hver er helsti kostur þinn?
Vinalegur
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum?
Snapchat, Instagram og Safari.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Aðeins lengra vetrarfrí.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Heiðarleiki.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Alveg nóg fyrir mig.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Forsetinn.
Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum?
Maður þekkir flesta.
Stefnir á forsetann
FS-ingurinn:
Við veljum ekki hvaða verkefni lífið færir okkur. En þannig er nú lífið. Hins
vegar hefur maður val um hvernig mann langar til þess að takast á við þau
lífsverkefni. Í flestum tilfellum er lífið skemmtilegt og við fáum jákvæð
verkefni til að takast á við. Flestir fá tækifæri til að mennta sig og útskrifast,
gifta sig, eignast börn, ferðast og mér hefur borið gæfa til að gera allt þetta.
Einnig fáum við sum þau erfiðu verkefni eins og að lenda í veikindum, fá
krabbamein, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Það hefur verið lífssýn mín
og eiginleiki að vera jákvæð og alltaf full bjartsýni. Kannski hjálpar það við
að lækna krabbann, það alla vega hjálpar mér að takast á við hann. Það er
val með hvaða hugarfari maður tekst á við verkefnin. Þess vegna segi ég að
betra er að vera með glasið hálf-fullt frekar en hálf-tómt því það gerir lífið
svo miklu jákvæðara og skemmtilegra.
Eigið góðan dag.
Kveðja,
Steina Þórey Ragnarsdóttir,
ljósmóðir.
Jákvætt viðhorf hjálpar í
öllum aðstæðum
Í maí 2019 var Jazzfjelag Suður-
nesjabæjar formlega stofnað. Til-
gangur félagsins er að efla menn-
ingu í Suðurnesjabæ og á Suður-
nesjum öllum með því að standa
fyrir tónleikum í bænum.
Þegar hafa þrennir tónleikar farið
fram á bókasafni Sandgerðis; Gola tríó
í maí 2019, Kvartett Andrésar Þórs
gítarleikara í september 2019, tríó
Jazz í október 2019 og n.k. fimmtudag
7. nóvember mun kvintett Sigurðar
Flosasonar og sænska gítarleikarans
Hans Olding koma fram á bókasafni
Sandgerðis. Kvintettinn skipa þeir
Sigurður Flosason - saxófónn, Hans
Olding - gítar, Nils Janson - tromp-
et (einnig frá Svíþjóð), Þorgrímur
Jónsson - kontrabassi, Einar Schev-
ing - trommur. Tónleikarnir hefjast
stundvíslega kl.20:00 og er aðgangur
ókeypis. Heitt verður á könnunni.
Stefnan er að næstu tónleikar verði
í janúar 2020 í sal tónlistarskólans í
Garði. Ef allt gengur að óskum verða
tónleikar mánaðarlega út árið 2020
ýmist í Garði eða Sandgerði og von-
andi um ókomna framtíð. Jazzfjelagið
stefnir á að ávallt verði aðgangur
ókeypis.
Tónleikar Jazzfjelags Suðurnesja-
bæjar eru einnig hugsaðir til að gera
nemendum tónlistarskólanna kleift
að stunda tónleika í heimabyggð og fá
tækifæri til að hlusta á tónlistarfólk
á heimsmælikvarða. Efling menn-
ingarlífs og stuðningur við tónlistarlíf
á Suðurnesjum er tilgangur félags-
ins sem er óhagnaðardrifið áhuga-
mannafélag.
Nýstofnað Jazzfjelag Suðurnesjabæjar
með tónleika á fimmtudagskvöld
7. nóvember mun kvint-
ett Sigurðar Flosasonar
og sænska gítarleikarans
Hans Olding koma fram á
bókasafni Sandgerðis.
Efling menningarlífs og stuðningur við tónlistarlíf á Suðurnesjum er tilgangur félagsins
Síðastliðið sunnudagskvöld var Allra
heilagra messa í Keflavíkurkirkju
en messan er haldin í samstarfi við
HSS og hefur verið undanfarin ár. Í
messunni voru lesin upp, af hjúkr-
unarfræðingum D álmu, nöfn allra
þeirra 70 sem létust á sjúkrahúsinu
í Keflavík frá 1. nóvember í fyrra og
líka þeim 47 sem skráðir voru í prest-
þjónustubækur kirkjunnar á þessu
tímabili, nöfn sem séra Erla las upp.
Þetta var mikill fjöldi látinna, þegar
maður heyrði öll nöfnin lesin upp í
einu. Það mátti heyra tilfinningaleg
viðbrögð sumra kirkjugesta þegar
nöfn nákominna voru lesin upp og
óskar maður þeim öllum alls hins
besta og guðsblessunar.
Kór Keflavíkurkirkju söng undir
stjórn Arnórs organista. Systurnar
Elíza Geirsdóttir Newman og Hulda
Geirsdóttir Newman tóku þátt í at-
höfninni. Elíza söng frumsamið lag
um móður sína sem lést snögglega á
jólanótt fyrir þrettán árum og Hulda
var með hugvekju um hvernig hún
tókst á við skyndilegan móðurmissi.
Fróðlegt erindi. Fallegt kvöld, falleg
messa, falleg tónlist, fallegt veður
og frábært bakkelsi sem starfsfólk
D álmu deildar útbjó ásamt Sigurjóni
bakara og móður séra Erlu.
Hafið öll þökk fyrir, þið sem stuðlið
að því að svona fallegar kvöldstundir
geti orðið að veruleika á hverju ári.
Án ykkar er samfélagið fátækara.
Með kveðju,
Sigurbjörn Arnar Jónsson.
Falleg kirkjustund sem
heiðrar minningu látinna
Er ég var á leið inn í kirkjuna blasti við þessi skemmtilega sýn af fallegri kisu sem beið hin
rólegasta fyrir utan bleiklitaða kirkjuna. Kannski viðeigandi í ljósi þess að kettir eru sagðir
eiga níu líf, sagði Sigurbjörn í pistli sínum.
Sigurbjörn Arnar Jónsson.
16 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.