Víkurfréttir - 05.12.2019, Side 14
Ný þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga var vígð við formlega athöfn á
fullveldisdaginn sl. sunnudag. Þjónustumiðstöðin er tæplega 436 fermetra
stálgrindarhús með 126 fermetra millilofti. Húsið stendur við Iðndal 4 í
Vogum, í næsta húsi við bæjarskrifstofurnar. Lóðin undir þjónustumið-
stöðina hafði lengi staðið auð en þar var fyrir sökkull sem aldrei hafði
verið byggt á. Aðalverktaki við bygginguna var Sparri ehf. í Reykjanesbæ
en Tækniþjónusta SÁ ehf. í Reykjanesbæ hannaði mannvirkið og hafði
eftirlit með framkvæmdinni. Húsið mun uppfylla þarfir umhverfisdeildar
sveitarfélagsins með öllum þeim tólum, tækjum og búnaði sem þeirri
starfsemi fylgir.
SÉRHÖNNUÐ BYGGING
FYRIR UMHVERFISDEILD
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum,
segir að nýja þjónustumiðstöðin sé
gjörbylting fyrir sveitarfélagið en
byggingin sé sérhönnuð fyrir um-
hverfisdeildina. Í húsinu eru þrír
salir. Einn er hugsaður fyrir það
sem almennt er kallað áhaldahús
sveitarfélags. Einn salur er hugsaður
til viðhalds og þrifa á tækjum og þá
er þriðji salurinn slökkvistöð fyrir
Brunavarnir Suðurnesja. Þar er nú
varanlega staðsettur léttur slökkvibíll
sem áður þjónaði á slökkvistöðinni
í Reykjanesbæ. Staðsetning bílsins í
Vogum mun stytta til muna viðbragð
slökkviliðs í Vogum og á Vatnsleysu-
strönd. Nú er verið að fá inn mann-
skap í Vogum til að sjá um fyrstu við-
brögð ef brunaútkall berst úr Vogum
eða af Vatnsleysuströnd. Stefnt er
að því að fá inn átta einstaklinga úr
sveitarfélaginu sem munu hljóta við-
eigandi þjálfun í slökkvistörfum.
Í nýju þjónustumiðstöðinni er einn-
ig góð starfsmannaaðstaða fyrir þá
fjóra starfsmenn umhverfisdeildar
sveitarfélagsins. Þá er einnig aðstaða
vinnuskóla sveitarfélagsins í hús-
inu. Á millilofti er svo góð aðstaða til
Ný þjónustumiðstöð í Vogum er
gjörbylting fyrir sveitarfélagið
n Þjónustumiðstöðin og nánasta umhverfi hennar séð úr flygildi Víkurfrétta. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragin Séð yfir stærsta salinn í húsinu þar sem hið eiginlega áhaldahús verður.
n Gestir við opnun þjónustumiðstöðvarinnar.
n Fulltrúar Brunavarna Suðurnesja við slökkvibílinn
sem verður varanlega staðsettur í Vogum.
n Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri,
Vignir Friðbjörnsson forstöðumaður
þjónustumiðstöðvarinnar og Arnar Jónsson
aðalverktaki frá Sparra ehf. við vígslu hússins.
Íbúar í Vogum fengu sitt bæjar-
jólatré úr Skorradal. Jólaljósin
á því voru tendruð í Aragerði
á fyrsta sunnudegi í aðventu,
síðastliðinn sunnudag.
Þrátt fyrir slagveðursrigningu þá
létu yngstu bæjarbúarnir sig ekki
vanta á svæðið þegar ljósin voru
kveikt, því jólasveinn hafði boðað
komu sína á svæðið. Hann mætti
með fullan poka af mandarínum
og fengu allir sem vildu.
Dagskráin við tréð var stutt.
Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju
söng jólalög og flutt var stutt jóla-
saga. Þá sáu tvær ungar hnátur,
Máney Kamilla og Hulda Ieva, um
það að kveikja ljósin á jólatrénu
sem tekur sig vel út baðað jóla-
ljósum.
Ljósmyndari Víkurfrétta smellti
af meðfylgjandi myndum við
þetta tækifæri.
Jólatré úr Skorradal
baðað jólaljósum í
Aragerði í Vogum
n Fallega skreytt jólatré í Aragerði. Leikskólabörn tóku þátt í að skreyta tréð.
n Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju söng jólalög.
n Máney Kamilla og Hulda Ieva kveiktu ljósin á trénu.
14 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM