Víkurfréttir - 05.12.2019, Side 27
Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni
- leiðiskrossar - skreyttar greinar
Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála
Jólatréssala
Jólatrésalan opnar í porti Húsasmiðjunnar á Fitjum 7. desember
Opið laugardaga kl. 11–20
sunnudaga kl. 14–20
virka daga kl. 17–20
Gott golfsumar að baki í Leirunni
Golfklúbbur Suðurnesja hélt aðal-
fund sinn á sunnudag. Viðsnúningur
varð á rekstri klúbbsins frá fyrra
ári sem var mjög erfitt og skilaði
GS ágætis hagnaði í ár.
Um 15% fjölgun félaga varð á árinu
og aðsókn að golfvellinum hin fín-
asta, þátttaka í mótum og leiknum
hringum fjölgaði einnig frá fyrra
ári. Fundurinn var snarpur og fór
vel fram.
Formannsskipti
í Leirunni
Á fundinum var nýr for-
maður kjörinn en Jóhann
Páll Kristbjörnsson lét af
embætti eftir fimm ár í
formannssætinu. Hann
sagði við það tilefni að
hann muni áfram taka
þátt í sjálfboðaliðastarfi klúbbsins
enda næg vinna framundan.
Nýr formaður Golfklúbbs Suðurnesja
er Ólöf Kristín Sveins-
dóttir sem hefur verið ötul
í kvennastarfi klúbbsins.
Ólöf er jafnframt fyrsta
konan til að gegna stöðu
formanns í 55 ára sögu
Golfklúbbs Suðurnesja.
Hún sagðist hlakka til að
takast á við þetta verkefni
og myndi leggja sig fram við að halda
áfram því góða starfi sem hefur verið
unnið að undanförnu.
Fjögur gull í Svíþjóð
– Langbesti árangur Njarðvíkinga á erlendri grund
Um þarsíðustu helgi fór fram Södra Judo Open í Haninge í Stokkhólmi. Alls
tóku 49 lið frá fjórum löndum þátt í og voru keppendur tæplega 400. Mótið
er liður í sænskri mótaröð sem er ætluð börnum, unglingum og fullorðnum.
Njarðvíkingar sendu sex júdókappa
en Njarðvíkingurinn Heiðrún Fjóla
Pálsdóttir fór á vegum landsliðs Júdó-
sambands Íslands. Krakkarnir stóðu
sig frábærlega og höluðu inn góð-
málmum. Ingólfur Rögnvaldsson varð
annar í -66 kg flokki 15–17 og 18–20
ára, Mariam Elsayd sigraði sinn flokk,
Daníel Dagur Árnason sigraði í -55kg
flokki 18–20 ára og varð þriðji í sama
þyngdarflokki 15–17 ára, Jóhannes
Pálsson sigraði í +66kg flokki 14–15
ára en varð svo annar í -90 kg flokki
15–17 ára. Systir hans, Heiðrún Fjóla
Pálsdóttir, varð önnur í +78 kg flokki
18–20 ára og gerði sér lítið fyrir og
sigraði +78 kg flokk kvenna.
Njarðvík endaði í fimmta sæti í keppni
liða og er þetta langbesti árangur
júdódeildarinnar á erlendri grundu
til þessa.
Fráfarandi og nýkjör-
inn formaður Golf-
klúbbs Suðurnesja.
27ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.