Mosfellingur - 19.12.2019, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 19.12.2019, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald um jól og áramót 22. desember Kl. 11:00. Bæna- og kyrrðarstund í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn. 24. desember - aðfangadagur jóla Kl. 13:00. Jólaguðsþjónusta barnanna í Lágafellskirkju. Kl. 18:00. Aftansöngur í Lágafellskirkju - Sr. Arndís Linn þjónar fyrir altari. Kl. 23:30. Miðnæturguðsþjónusta í Lága- fellskirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. 25. desember - jóladagur Kl. 14:00. Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kl. 16:00. Hátíðarguðsþjónusta í Mosfellskirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagur 29. desember Kl. 11:00. Bæna- og kyrrðarstund í Lágafellskirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. 31. desember - gamlársdagur Kl. 17:00. Aftansöngur í Lágafellskirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari. - Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós4 Bæjarbúar geta kosið Mosfelling ársins Val á Mosfellingi ársins 2019 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Þetta er í fimmtánda sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt og senda inn tilnefningar. Gjarnan má fylgja með stuttur rökstuðningur fyrir tilnefningunni og hvað viðkomandi hefur lagt til samfélagsins. Áður hafa þessi hlotið nafnbótina: Sigsteinn Pálsson, Hjalti Úrsus Árnason, Jóhann Ingi Guðbergsson, Albert Rútsson, Embla Ágústsdóttir, Steindi Jr., Hanna Símonardóttir, Greta Salóme, Kaleo, Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir, Sigrún Þ. Geirs- dóttir, Guðni Valur Guðnason, Jón Kalman Stefánsson og Óskar Vídalín Kristjánsson. Útnefningin verður kunngjörð í fyrsta blaði ársins 2019, fimmtudaginn 9. janúar. Stofnaður hefur verið minningarsjóður um Pál Helgason, tónlistarmann. Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Páls Helgasonar og er stofnaður af börnum Páls og eftirlifandi eiginkonu. Stofnframlag sjóðsins kemur frá eiginkonu Páls, Bjarneyju Einarsdóttur, auk innkomu af styrktartónleikum sem haldnir voru í Langholtskirkju 23. október. Páll var afkastamikill í tónlistarlífi lands- ins, þó mest í Mosfellsbæ og kom að stofn- un fjölda kóra. Þar má nefna Álafosskórinn, Mosfellskórinn, Vorboða – kór eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Landsvirkjunarkórinn og Karlakór Kjalnesinga auk endurvakningu kóra eins og Karlakórsins Svana á Akranesi og Karlakórsins Stefnis í Mosfellsbæ. Stofnaður á 75 ára afmæli Páls Páls er minnst með hlýju og virðingu. Það er börnum og ekkju Páls mikils virði að sjóður helgaður minningu hans skuli stofnaður nú, á 75 ára afmæli Páls. Stjórn sjóðsins skipa fjórir einstaklingar. Tveir stjórnarmanna eru börn Páls Helga- sonar og fer annað þeirra með formennsku í sjóðnum, þriðji stjórnarmaður er ekkja Páls Helgasonar en formaður Karlakórs Kjalnesinga er fjórði. Verkefni sem lúta að námi í kórstjórnun Í reglum sjóðsins segir meðal annars: „Tilgangur og markmið sjóðsins er að styrkja verkefni sem lúta að námi í kórstjórnun. Einnig er sjóðnum heimilt að veita styrki til þeirra sem fjalla vilja um líf og starf Páls Helgasonar tónlistarmanns og stuðla að því að halda nafni hans á lofti. Þar getur verið um að ræða hvers konar nýja úrvinnslu eða nálgun á útsetningum, útgáfu, rannsóknir, kynningar og skrif eða önnur þau verkefni sem gera lífi hans og starfi skil.“ Í undirbúningi er að setja upp heimasíðu um Pál Helgason og verk og útsetningar hans. Búið er að stofna síðu á facebook þar sem hægt er að finna nánari upplýsingar þangað til. Börn og eftirlifandi eiginkona Páls Helgasonar tónlistarmanns og kórstjóra stofna sjóð Minningarsjóður Páls Helgasonar páll helgason bæjarlista- maður mosfellsbæjar 2012 Brennur yfir hátíðar - tímasetningar Á gamlárskvöld verður áramóta- brenna haldin neðan Holtahverfis við Leirvoginn þar sem þrettánda- brennan er árlega. Mosfellsbær stendur fyrir brennunni í samstarfi við handknattleiksdeild Aftureld- ingar og Björgunarsveitina Kyndil. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Hin árlega þrettándabrenna fer fram mánudaginn 6. janúar 2020. Blysför verður frá Miðbæjartorgi kl. 17:30. Skólahljómsveitin, Storm- sveitin, Grýla og Leppalúði og fleiri verða á svæðinu og flugeldasýning Kyndils verður glæsileg að vanda. w w w. l a g a fe l l s k i r k j a . i s Leikskólinn Reykjakot afhenti á dögunum Rauða krossinum fata- og peningagjöf. Foreldrar barna á Reykjakoti söfnuðu saman fatnaði til þess að gefa þeim sem á þurfa að halda. Eins og flestir þekkja hefur veturinn gengið í garð í öllu sínu veldi og er mikil þörf fyrir hlýjan fatnað fyrir skjólstæð- inga Rauða krossins.Að sama skapi ákvað starfsfólk Reykjakots að safna peningum í stað þess að vera með gjafaleik sín á milli. Peningurinn kemur sér ekki síður vel og rennur beint í jólaúthlutun til einstaklinga í Mosfellsbæ. Leikskólinn Reykjakot fann hinn sanna jólaanda í hugsjónum Rauða krossins sem byggjast á mannúð og opnu hugarfari. Rauði krossinn kann starfsfólki Reykja- kots, börnum og foreldrum þeirra bestu þakkir fyrir gjafirnar og óskar þeim og Mosfellingum öllum gleðilegrar hátíðar. Útgáfu Mosfells- heiðarleiða fagnað Í haust kom út bókin Mosfellsheið- arleiðir hjá Ferðafélagi Íslands. Höfundar eru Margrét Sveinbjörns- dóttir, Jón Svanþórsson og Bjarki Bjarnason. Í bókinni er lýst 23 leið- um á Mosfellsheiði sem henta vel fyrir göngufólk, hestafólk og margar einnig fyrir hjólreiðafólk. Haldið var mikið útgáfuhóf á Bókasafni Mosfells- bæjar þann 12. desember. Á myndinni afhendir Bjarki Bjarnason Gígju Magnúsdótt- ur, fulltrúa Hestamannafélagsins Harðar, eintak af bókinni. Einnig fengu Ævar Aðalsteinsson og Arnar Sigurbjörnsson afhent eintök af ritinu. Ævar hefur stýrt merkingum á stígum og slóðum hér í Mosfellsbæ og Arnar er formaður hjóladeildar Aftureldingar. Sigurjón Pétursson tók myndirnar að ofan en hann og Þóra Hrönn Njálsdóttir tóku allar nýju myndirnar í bókinni. Vetrarfatnaður fyrir skjólstæðinga • Hinn sanni jólaandi reykjakot færir rauða krossinum hlýjar gjafir margrét hjá rkí tekur við gjöfum úr höndum tótu leikskólastjóra

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.