Mosfellingur - 19.12.2019, Side 36

Mosfellingur - 19.12.2019, Side 36
 - Aðsent efni36 Nú þegar hátíð ljóss og friðar er að ganga í garð er ekki úr vegi að staldra aðeins við, líta yfir árið og velta því fyrir sér hvernig það var og af hverju. Leið mér vel? Lagði ég rækt við sjálfa/-n mig og aðra? Var ég meðvituð/-aður um gerðir mínar og viðbrögð í hinu dag- lega amstri? Þetta eru aðeins örfáar af þeim spurningum sem koma upp í hug- ann því það er nefnilega svo ótal margt sem við getum gert til að efla vellíðan okkar og leggja rækt við okkur sjálf og aðra í kringum okkur. Jákvæðni er val Eins og segir í fyrsta geðorðinu þá er einfaldlega léttara að hugsa jákvætt og slíkt er í raun val hvers og eins. Það er sama hversu krefjandi verkefnin okkar eru, það er alltaf hægt að finna jákvæðar hliðar á þeim og þó okkur takist jafnvel ekki að leysa þau eins og við vildum þá erum við að minnsta kosti alltaf reynsl- unni ríkari. Mundu að reynslan og viðhorf okkar til hlutanna skapa okkur sem manneskj- ur og þau gildi sem við stöndum fyrir. Áskoranir lífsins eiga nefnilega ekki að hafa lamandi áhrif á okkur, þær eiga að hjálpa okkur að uppgötva hver við erum í raun. Þakklæti bætir heilsuna Þakklæti er göfug og góð tilfinning. Sálfræðingurinn Robert A. Emmons hefur meðal annarra rannsakað áhrif þakklætis á samskipti, hamingju og heilsu fólks. Niðurstöður hans sýna m.a. að það einfalda atriði að þakka markvisst og meðvitað einu sinni í viku leiðir til betri heilsu, meiri gleði og hamingju, betri svefns og samskipta, meiri ákafa og bjartsýni, meiri styrks og ákveðni, meiri ástundunar líkamsræktar, meiri lífsánægju og er þá einungis talinn upp hluti þeirra góðu áhrifa sem þakklæti hefur á líf okkar og heilsu. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um Rannsóknir hafa einnig sýnt að þeim sem gengur vel í lífinu og líður vel eiga það sameiginlegt að hlúa að því sem þeim þykir vænt um. Með því að koma vel fram við og gleðja aðra þá stuðlum við að vellíðan þeirra auk okkar eigin. Settu þér það markmið að gleðja og/ eða tjá einhverjum væntumþykju þína reglulega og hlúðu þannig að þeim sem þér þykir vænt um og skipta þig máli í lífinu. Vellíðan Það er löngu vísindalega sannað að holl, góð og fjölbreytt næring hefur já- kvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan okkar og hið sama gildir um hreyfingu. Ef okkur líður vel andlega og líkam- lega þá eru yfirgnæfandi líkur á því að félagslegi þátturinn fylgi með sem einkennist af góðum og kærleiksríkum samskiptum við aðra. Temjum okkur að þakka fyrir góðu hlutina í lífi okkar, hvort sem þeir eru stórir eða smáir, og virkjum fólkið í kringum okkur með í þessari vegferð til þakklætis, hamingju og heilbrigðis. Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ færir ykkur hjartans þakkir fyrir sam- fylgdina á árinu sem er að líða, óskar ykkur gleði og friðar um hátíðirnar og að sjálfsögðu heilbrigðis og hamingju á nýju ári. Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsu- fræðingur og verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heils vin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálss n, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfa gið jo @ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf heilsuvin í mosfellsbæ Vegferð til vellíðunar H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ e r h l u t a f é l a g í e i g u f y r i r t æ k j a o g e i n s t a k l i n g a í h e i l s u þ j ó n u s t u í M o s f e l l s b æ . S t a r f f r a m k v æ m d a s t j ó r a f e l u r í s é r a l m e n n t u t a n u m h a l d u m s t a r f k l a s a n s , k y n n i n g a r - o g m a r k a ð s s t a r f , ö f l u n n ý r r a h l u t h a f a f y r i r k l a s a n n , u m s j ó n m e ð u m s ó k n u m u m s t y r k i , b ó k h a l d o g f l e i r a . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m H e i l s u v i n e r a ð f i n n a á s l ó ð i n n i w w w . h e i l s u v i n . c o m . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m s t a r f i ð v e i t i r J ó n P á l s s o n , s t j ó r n a r f o r m a ð u r H e i l s u v i n j a r g e g n u m n e t f a n g i ð j o n @ a n s . i s . U m s ó k n i r s k u l u s e n d a r á n e t f a n g i ð h e i l s u v i n @ h e i l s u v i n . c o m f y r i r 3 . m a r s n æ s t k o m a n d i . H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ ó s k a r e f t i r a ð r á ð a f r a m - k v æ m d a s t j ó r a í a l l t a ð 5 0 % s t a r f heilsu hornið Aðventan er yndislegur tími, skammdegið er upplýst með fallegum ljósum og fólk er að undirbúa jólin. Margir eru aðeins byrj- aðir að hugsa hvað þá langar að gera þegar nýtt ár gengur í garð. Og það er tilvalið að hafa það aðeins á bakvið eyrað og vera til- búinn þegar janúar hefst. Í haust hefur Powertalk deildin Korpa í Mosfellsbæ verið með fundi fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði eins og undanfarin ár. Fundirnir hafa verið fjölbreyttir og áhugaverðir. Þangað kemur fólk til að efla sjálft sig og styrkja í mannlegum samskipt- um, framkomu í ræðustól, ræðuskrifum, viðburðastjórnun og fundarsköpum. Það eru alls staðar tækifæri til að láta ljós sitt skína. Vinnufundir, brúðkaup, afmæli, jafnvel þegar fólk ber fram spurningu fyrir framan hóp af fólki. Margir skella sér á stutt námskeið til að ná sér í þekkingu og er það vel. Það er tilvalið að koma í Korpu og halda áfram að fá þjálfun og halda við þekkingu sinni eftir að slíkum námskeiðum lýkur. Eða koma beint í Korpu og taka þátt í starfinu. Æfing- in skapar meistarann og á fundum Korpu nýta félagar deildarinnar sér það óspart að æfa sig. Það er að mörgu að huga ef fólk vill að það komist til skila sem það hefur að segja. Ýmislegt sem maður tekur ekki eftir sjálfur, hikorð, kækir eða fikt í penna verður til þess að áheyrendur taka ekki eftir því sem sagt er. Fyrir utan óöryggi og almenna vanlíðan sem margir finna fyrir og verður til þess að fólk kemur erindi sínu ekki eins vel til skila og það hefði viljað. Hjá Korpu færðu tækifæri til að þjálfa framkomu, ræðuflutning og almennt að tjá þig í hóp. Þar viðheldur fólk bæði þekkingu og þjálfun með því að mæta á fundi allan veturinn og bætir í reynslubankann með þátttöku í skemmtilegu starfi. Ef þú hefur verið að velta fyrir þér mögu- leikum til að styrkja þig á þessu sviði þá er tilvalið að hefja nýtt ár með því að stíga skrefið til fulls. Fundir deildarinnar hefjast aftur í janúar og verður starfið metnaðar- fullt og skemmtilegt. Gestir eru ávallt vel- komnir á fundi og kynna sér starfið. Fundir Korpu eru fyrsta og þriðja mið- vikudag í hverjum mánuði klukkan 20:00, í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3 á 2. hæð. Sendu okkur póst ef þú vilt frekari upplýsingar um starfið á korpa@ powertalk.is Við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og hlökkum til að fá góða gesti á nýju ári. Stjórn Korpu Vertu til staðar fyrir aðra, en ekki gleyma sjálfum þér jólafundur korpu

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.