Mosfellingur - 19.12.2019, Qupperneq 42

Mosfellingur - 19.12.2019, Qupperneq 42
Samvinna Ég er ekki pólitískur. Ég veit ekki hvort ég myndi passa inn í neinn flokk þar sem ég er annars vegar á þeirri skoðun að við sem einstakl- ingar berum mikla ábyrgð á okkur sjálfum og hins vegar á þeirri skoðun að við sem samfélag eigum að hlúa á þeim sem þurfa á því að halda. Mér finnst þetta eigi að haldast í hendur. Ég vil sjá sterka og sjálfstæða einstaklinga hugsa um heildina, samfélagið. Hegða sér þannig að þeir séu fyrst og fremst að gera hluti sem gagnist öðrum. Ekki bara þeim sjálfum. Svona eins og Hanna Sím hugsar fyrst og fremst um fótboltann í Aftureldingu og kemur hlutum í framkvæmd sem gagnast félaginu og fjöldanum. Á sama hátt vil ég að samfélagið gefi einstaklingnum frelsi til þess að blómstra og hvetji hann til dáða um leið og það passar upp á okkur öll, sérstaklega þá sem minna mega sín. Ef þessar forsendur eru til staðar eru okkur allar leiðir færar. Opinn hugur og vitund um að við erum sterkari saman er annað sem mér finnst mikilvægt. Ég elska verkefni, sjálfboðaliða eða launuð, sem ganga út á að tengja fólk og samfélög saman. Búa til eitthvað stærra og sterkara saman en við gætum í sitt hvoru lagi. Akkúrat núna, í þessari viku eru íþróttafélögin Afturelding og Liverpool F.C. saman í því verkefni að styrkja ungan Mosfelling sem þarf á stuðningi að halda. Félögin eru búin að vinna saman í 10 ár og þrátt fyrir að vera afar ólík í stærð og uppbyggingu þá ná þau vel saman – eða öllu heldur einstaklingarnir sem eiga í samskiptum fyrir hönd félaganna. Eitt af því sem ég er að vinna með núna er að tengja saman aðila í Mosfellsbæ sem vita lítið hver af öðrum, en gætu gert magnaða hluti saman. Gleðileg jól! HeilSumolar Gaua - Heilsufréttir og aðsendar greinar42 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is www.fastmos.is Sími: 586 8080 Þverholti 2 Mosfellsprestakall - Mosfellsbæ Helgihald yfir jól og áramót Helgihald í Mosfellsprestakalli, Mosfellsbæ um jól og áramót 22. desember -síðasti sunnudagur í aðventu Kl. 11:00 Bæna- og kyrrðarstund í Lágafellskirkju Sr. Arndís Linn 24. desember - aðfangadagur jóla Kl. 13:00 Jólaguðsþjónusta barnanna í Lágafellskirkju Umsjón hafa: Sr. Arndís Linn, Berglind Hönnudóttir og Þórður Sigurðarson Kl. 18:00 Aftansöngur í Lágafellskirkju - Sr. Arndís Linn þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista Bergþóra Ægisdóttir syngur einsöng og Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu. Kl. 23:30 Miðnæturguðsþjónusta í Lágafellskirkju Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar. Hallveig Rúnarsdóttir syngur einsöng og Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu, 25. desember - Jóladagur Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng og Rósborg Halldórsdóttir leikur á trompet Kl. 16:00 Hátíðarguðsþjónusta í Mosfellskirkju Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng og Rósborg Halldórsdóttir leikur á trompet 29. desember - sunnudagur milli jóla og nýjárs Kl. 11:00 Bæna- og kyrrðarstund í Lágafellskirkju Sr. Ragnheiður Jónsdóttir 31. desember - Gamlársdagur - Kl. 17:00 Aftansöngur í Lágafellskirkju Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Atli Guðlaugsson leikur á trompet. Enn líður að jólum og komið að því að gera upp árið. Árið 2019 hefur verið lifandi og skemmtilegt hjá Aftureldingu, en það eru orð að sönnu að það er aldrei dauð stund í lífinu þegar kemur að því að hlúa að og halda utan um þetta flotta félag sem við erum. Stór skref hafa verið tekin í að- stöðumálum á árinu og má þar helst nefna endurnýjun gólfa í sölum Varmár og fjöl- nota knatthús. Í framhaldi af því má nefna að samráðshópur á vegum Mosfellsbæjar og Aftureldingar hefur klárað þarfagrein- ingu og framtíðarsýn á aðstöðumálum félagsins til næstu 15 ára. Næstu skref eru að vinna þetta áfram með arkitektum og teikna upp sviðsmynd sem allir geta verið sáttir við. Afurð af þessari vinnu ætti að vera tilbúin í lok næsta sumars. Mér finnst þessi samvinna frábært skref fram á við og gríðarlega mikilvægt að fram- tíðarsýn í aðstöðumálum sé til staðar. En eins og góður maður sagði þá klárast þessi vinna aldrei, það er okkar að vera endalaust á vaktinni yfir því að viðhalda góðri uppbyggingu. Með bættri aðstöðu má búast við auknum fjölda iðkenda og kröfu um góðan árangur. Talandi um góðan árangur þá verður tilkynnt um val á íþróttakarli og -konu ársins hjá okkur í Aftureld- ingu 27. desember nk. í Hlégarði, þetta er uppáhaldsviðburðurinn minn á árinu og það er alltaf jafn gaman að taka saman árangur ársins og sjá hversu mikinn félagsauð við eigum og flotta fulltrúa sem gera okkur stolt á hverjum degi. Auðvitað snýst ekki allt um árangur en við gerum okkar besta við að sinna öllum hvort sem iðkendur eru að stunda sína íþrótt til þess að ná afreksárangri eða hrein- lega til þess að vera í góðum félagsskap og hafa gaman. Best er þegar þetta fer saman því það er svo dýrmætt að geta sinnt báðum hópum saman. Sjálfboðaliðinn er eitt af því mikilvægara sem við eigum í félaginu og auðvitað styrkt- araðilarnir okkar líka en báða hópa viljum við halda fast í vegna þess að án ykkar kæmust við ekki langt. Rekstrarumhverfi íþróttafélaga hefur verið mikið rætt und- anfarið og það er staðreynd að það verður erfiðara og erfiðara að halda úti öflugu starfi meistaraflokka og vera réttum meg- in við núllið. Eitthvað er um að fyrirtæki hafi dregið saman í styrkjum til íþróttafé- laga sem gerir starf sjálfboðaliðanna enn erfiðara. Það er erfitt til þess að hugsa að forsvarsmenn sumra ráða séu hálfandvaka yfir því hvernig kljúfa eigi reksturinn, en margar hendur létta róðurinn og við meg- um alls ekki gefast upp. Kæru iðkendur, foreldrar og aðrir stuðn- ingsmenn, ég vona að þið eigið eftir að eiga gleðileg jól og ég hlakka til að sjá ykkur sem flest í Hlégarði 27. desember þar sem íþróttafólkið okkar verður valið. Ég fer stolt og full tilhlökkunar með Aftureldingu inn í árið 2020 og hlakka til þess að sjá ykkur sem flest á viðburðum félagsins. Jólakveðja, Birna Kristín Jónsdóttir, formaður Aftureldingar Jólakveðja frá Aftureldingu

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.