Fréttablaðið - 12.01.2016, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 12.01.2016, Blaðsíða 41
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Arnfríður Jónsdóttir Hrafnistu, Reykjavík, áður búsett á Selfossi, lést föstudaginn 8. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Sigurður G. Sigurðsson Tryggvi Sigurðsson Kristbjörg Einarsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Henry Þór Gränz Elín María Sigurðardóttir Richard Ö. Richardsson og afkomendur. Hjartkær sonur okkar og bróðir, Sæmundur Kjartan stærðfræðingur, lést þann 24. desember síðastliðinn. Útför hans hefur þegar farið fram í kyrrþey að viðstöddum hans nánustu. Þökkum sýnda samúð og hlýhug. Ingibjörg Sæmundsdóttir Óttar Karlsson og Áslaug Óttarsdóttir Okkar ástkæra yndislega móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Þórunn Soffía Pálsdóttir lést á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut 23. desember síðastliðinn. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jónína Sigurbjörnsdóttir Gunnar Rúnar Magnússon Bjarki Gunnarsson Eva María Guðmundsdóttir Andri Gunnarsson Christine Pepke Pedersen Sólfríður Lilja og Matthías Þór Eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, Ólöf Magnúsdóttir Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 2. janúar síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórarinn Ívar Haraldsson Halldór Þórarinsson Ágústa Gunnarsdóttir Ásgerður Þórarinsdóttir Árni Gunnarsson Eyjólfur Þórarinsson Karen Steindórsdóttir Dóra Þórarinsdóttir ömmu- og langömmubörn. Okkar ástkæri faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Helgi Kolbeinsson bifvélavirki, Lindargötu 61, lést föstudaginn 8. janúar á Landspítalanum. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Marta Helgadóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Ágúst Sveinsson Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili Akranesi, lést 5. janúar. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 15. janúar kl. 14. Erla Auður Stefánsdóttir, Sigurgeir Sveinsson Dröfn Viðarsdóttir og afabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðmundur Kristjánsson viðskiptafræðingur, lést á Landspítalanum 9. janúar síðastliðinn. Helga Zoëga Alexander K. Guðmundsson Hildur R. Kristjánsdóttir Kristín Edda Guðmundsdóttir Halldór Halldórsson Guðrún H. Guðmundsdóttir Halldór Torfi Pedersen og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Eyjólfur Gestsson frá Hveragerði, lést 6. janúar á dvalarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 19. janúar kl. 14. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir Sigurður Nordal Guðrún Rut Eyjólfsdóttir Lýður Guðmundsson Gestur Eyjólfsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Aðalbjargar Sigurðardóttur sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann 10. desember síðastliðinn. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sóltúns fyrir einstaka vinsemd og umönnun. Ómar Örn Þorbjörnsson Sigríður Sturlaugsdóttir Hrefna Þorbjarnardóttir Guðbjörg Þorbjarnardóttir Tómas Filippusson Valborg Bjarnadóttir Karl Óskarsson Ísleifur Þorbjörnsson Hafdís Sigurðardóttir Sigurður Þorbjörnsson Björg Lárusdóttir Hallbjörn Þorbjörnsson Sigríður Einarsdóttir Þráinn Þorbjörnsson Kristjana Óladóttir Heiðdís Þorbjörnsdóttir Kristjana Þorbjörnsdóttir Kristján Ásmundsson Heiðrún Þorbjörnsdóttir Þröstur Þorbjörnsson Ingunn Hauksdóttir Sonný Lísa Þorbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jakob Kristjánsson húsasmíðameistari, Háteigi 1, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 8. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 14. janúar kl. 13.00. Vilhjálmur K. Jakobsson Edda Stefánsson Gunnar Már Jakobsson Arnar Jakobsson Sylvía Sigurbjörg Sigurðardóttir og barnabörn. „Við viljum skapa umræðu og veita fólki innblástur til þess að þora að hrinda hugmyndunum sínum í framkvæmd,“ segir Edda Konráðsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups. Í hádeginu í dag verður haldið svokallað nýsköpunarhá- degi í Bíói Paradís. Icelandic Startups sem hefur umsjón með Gullegginu stendur fyrir viðburðinum í samstarfi við Nýherja og Stjórnvísi. Hugmyndin að fundinum kviknaði út frá tölfræðiniðurstöðum fyrir keppnina sem sýna ójafnt kynjahlutfall keppenda í Gullegginu en þar hallar verulega á konur. „Við viljum skoða af hverju færri konur taka þátt en við erum ekki endilega að einblína á það á fundinum. Við viljum vera hvetjandi fyrir fólk af báðum kynjum. Við erum að velta því upp hvað það er sem stoppar fólk í því að hrinda góðum hug- myndum í framkvæmd.“ Markmið fundarins er að veita fólki inn- blástur og sýna fram á að það eru engar hindranir ef fólk veit hvað það vill og hvert það stefnir. Elínrós Líndal stýrir fundinum og í panel sitja þau Ragnheiður H. Magnús- dóttir, framkvæmdastjóri hjá Hugsmiðj- unni, Erla Björnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Betri svefni, Sigurður Arnljótsson hjá SA Framtaki og Bergur Finnbogason, Creat ive Producer hjá CCP, auk þess sem Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköp- unarsjóðs atvinnulífsins, verður með hvatningarorð í upphafi fundar. Þetta er í níunda sinn sem Gull- eggið er haldið en hægt er að skila inn umsóknum í keppnina til og með 20. janúar. „Markmiðið með keppninni er að skapa vettvang þar sem ungt fólk getur mótað nýjar viðskiptahugmyndir. Þetta er tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndunum áfram og gera eitt- hvað,“ segir Edda. Áhorfendur í sal geta tekið þátt í fund- inum með því að setja inn spurningar undir myllumerkinu #EngarHindranir á Twitter. Fundurinn hefst klukkan 12 og aðgangur er ókeypis. Viðburðurinn verður einnig í beinni útsendingu og tenglinum á streymið verður deilt á við- burðinn á Facebook. viktoria@frettabladid.is Vettvangur fyrir hugmyndir Nýsköpunarhádegi verður haldið í Bíói Paradís í dag. Skipuleggjendur vilja velta upp af hverju hallar á konur í nýsköpunarkeppni Gulleggsins. Markmiðið er þó fyrst og fremst að hvetja alla til þess að vera ekki hræddir við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Edda Konráðsdóttir, lengst til vinstri, ásamt þeim Sunnu Mjöll Sverrisdóttur og Svövu Björk Ólafsdóttur en þær eru allar verkefnastjórar hjá Icelandic Startups sem stendur fyrir Nýsköpunarhádegi í dag. FréttaBlaðIð/aNtoNBrINK t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ð 21Þ R i ð J U D a G U R 1 2 . J a n ú a R 2 0 1 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.