Fréttablaðið - 12.01.2016, Blaðsíða 6
Viðskipti Árið 2015 voru sextán
prósent meiri viðskipti á fasteigna-
markaði en meðalfjöldi viðskipta á
ári síðustu þrettán árin. Tæplega sjö
þúsund kaupsamningum íbúðar-
húsnæðis var þinglýst á höfuð-
borgarsvæðinu, sem var 17,5 prósent
fjölgun milli ára. Fjölgunin í fyrra
er mun meiri en síðustu þrjú árin á
undan. Þetta kemur fram í nýrri
Hagsjá Landsbankans.
Ásgeir Jónsson hagfræðingur telur
að þessa miklu fjölgun megi rekja
bæði til launahækkana og minnk-
andi atvinnuleysis. „Fólk tekur stórar
ákvarðanir eins og um fasteignakaup
bæði út frá kaupmætti launa sinna
sem og atvinnuöryggi, og ef atvinnu-
leysi minnkar hvetur það fasteigna-
markaðinn áfram.“
Viðskipti með fjölbýli voru rúm-
lega 80 prósent viðskiptanna og
jukust um 17 prósent. Viðskipti með
sérbýli hafa aukist meira en viðskipti
með fjölbýli á síðustu þremur árum og
jukust um 19,6 prósent í fyrra.
Þróunin á höfuðborgarsvæðinu og
í fjórum bæjum utan þess hefur alls
staðar verið upp á við. Viðskiptum
fjölgaði langmest í Reykjavík, þar
voru einungis seldar um 1.000 eignir á
árinu 2009 en þær voru nálægt 4.000
á árinu 2015.
„Með batnandi hag heimilanna og á
fimmta ári í efnahagsuppsveiflu þá er
ekkert óeðlilegt við það að fasteigna-
markaðurinn bregðist við. Það liggur
fyrir að verð á sérbýli er langt fyrir
neðan byggingarkostnað og það má
raunar segja um flestar eignir að verð
sé rétt við eða undir byggingarkostn-
aði. Fram til þessa hefur verðið helst
hækkað á litlu fjölbýli nærri miðju
Reykjavíkur,“ segir Ásgeir.
Ásgeir bendir á að ákveðin þörf
Stóraukin fasteignasala
í uppsveiflu síðasta árs
Fasteignaviðskiptum fjölgaði um 17,5 prósent á síðasta ári. Fleiri sérbýli seldust
en áður. Tæplega fjórum sinnum fleiri íbúðir seldust í Reykjavík árið 2015 en
árið 2009. Ásgeir Jónsson segir eðlilegt að markaðurinn bregðist við uppsveiflu.
✿ sala á íbúðarhúsnæði í Reykjavík
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
0
500
1000
1500
2000
2500
3000
3500
4000 Fjöldi Viðskipta
Heimild: Þjóðfræðiskrá, Hagfræðideild
17,5%
fleiri kaupsamningum var
þinglýst árið 2015 en 2014
4
sinnum fleiri kaupsamn-
ingar voru gerðir í Reykjavík
árið 2015 en 2009
Það sem ég hef
áhyggjur af er að
það lítur út fyrir að það verði
tiltölulega lítið nýtt framboð
á þessu ári.
Ásgeir Jónsson
hagfræðingurr
hafi safnast upp á undanförnum sjö
árum, því sé ekki óeðlilegt að við
sjáum svona mikið af viðskiptum.
„Það sem ég hef áhyggjur af er að
það lítur út fyrir að það verði tiltölu-
lega lítið nýtt framboð á þessu ári.
Byggingariðnaðurinn hefur verið
seinn til að bregðast við aukinni
eftirspurn og það virðist taka lengri
tíma að koma sér af stað eftir áfallið
mikla 2008 og það gæti skapað veru-
legan skort á þessu ári.“ segir Ásgeir
Jónsson. saeunn@frettabladid.is
Illviðráðanlegir skógareldar Slökkvilið Höfðaborgar í Suður-Afríku nýtir þyrlu til að berjast við skógarelda. Illa hefur gengið undanfarið að ráða
niðurlögum mikilla elda við rætur fjallanna í nágrenni borgarinnar og vinna nú um tvö hundruð slökkviliðsmenn með 25 slökkvibíla og fimm
þyrlur við það. Fréttablaðið/EPa
Slökkvistarf við erfiðar aðstæður
spánn Kristín Spánarprinsessa,
systir konungsins Filippusar sjötta,
varð í gær fyrsti meðlimur konungs-
fjölskyldunnar til að þurfa að mæta
fyrir dómstóla.
Prinsessan er ákærð fyrir fjársvik,
ásamt eiginmanni sínum og sextán
öðrum. Verði hún fundin sek gæti
hún átt yfir höfði sér allt að átta ára
fangelsisdóm.
Átjánmenningarnir eru grun-
aðir um að hafa nýtt sér félag í eigu
eiginmanns prinsessunnar, Iñaki
Urdangarin, til að bjóða sveitarfé-
lögum krafta sína á uppsprengdu
verði og stinga ágóðanum í eigin
vasa.
Þau sveitarfélög sem eiga að hafa
orðið verst úti eru á Baleareyjum og
í Valenciahéraði.
Kristín var um skeið stjórnar-
maður í félaginu og er henni gefið
að sök að hafa notað hið illa fengna
fé til að kaupa fatnað fyrir börn
þeirra hjóna. – þea
Spánarprinsessa
dregin fyrir rétt
FRakkland Frakkar hyggjast opna
nýjar flóttamannabúðir í Norður-
Frakklandi til að bregðast við hrak-
andi ástandi þeirra sem nú þegar
eru til staðar á svæðinu. Mikið hefur
rignt undanfarið við Ermarsund og
er ástandið í flóttamannabúðunum
í Dunkerque, sem hýsa þúsundir
flóttamanna, sagt ómannúðlegt.
Fyrirhugað er að reisa nýjar
búðir í Grande-Synthe í nágrenni
Dun kerque. Þær eiga að vera búnar
sturtum, hreinlætisvörum í meiri
mæli en í Dunkerque sem og betri
aðbúnaði ef frysta skyldi. Búðunum
er ætlað að hýsa um 2.500 flótta-
menn. Einnig ætla Frakkar að opna
aðrar 1.500 manna búðir í Calais.
– þea
Frakkar opna
nýjar búðir
fyrir flóttamenn
Mexíkó Framsal kókaínbarónsins
Joaqúins Guzmán, oft kallaður El
Chapo, frá Mexíkó til Bandaríkjanna
gæti tekið ár hið minnsta. Frá þessu
greindi skrifstofa ríkissaksóknara
Mexíkó í gær.
Talsmaður embættisins, Jose Manu-
el Merino, benti á að El Chapo hefði
rétt á að áfrýja framsalinu ef hann
vildi eins og mexíkósk lög kveða á
um. Einn lögmanna El Chapo sagði í
gær skjólstæðing sinn mundu áfrýja
málinu alla leið í hæstarétt ef þyrfti.
Framsalsferlið hófst formlega á
sunnudag þegar Bandaríkjamenn
óskuðu eftir framsali hans svo hægt
væri að rétta yfir honum fyrir hin
ýmsu fíkniefnabrot.
El Chapo var handtekinn á föstu-
daginn í Norðvestur-Mexíkó en hann
flúði úr fangelsi í júlí á síðasta ári eftir
að hafa skriðið í gegnum 1,5 km löng
göng. – þea
Framsalið frá
Mexíkó gæti
tekið heilt ár
Ástandið í Dunkirque eftir miklar
rigningar. NorDicPhotos/aFP
1 2 . j a n ú a R 2 0 1 6 Þ R i ð j U d a G U R6 F R é t t i R ∙ F R é t t a B l a ð i ð