Fréttablaðið - 12.01.2016, Blaðsíða 4
Náðu lengra með
Tækniþróunarsjóði
tths.is Tækniþróunarsjóður
NEYTENDUR „Það eru engin paraben
efni í vörum frá L’Occitane. Það er hins
vegar rétt að örfáar vörur frá L’Occit
ane innihalda PHMBefnið sem var
flokkað í Evrópu þann 1. janúar 2015
sem Carcinogenic 2, það er efni sem
gæti hugsanlega leitt til krabbameins
í fólki. Í þeirri vöru frá okkur sem
inniheldur mest magn þessa efnis er
samt þrisvar sinnum minna magn en
leyfilegt viðmiðunarmagn,“ segir Sig
rún Ásgeirsdóttir, rekstrarstjóri hjá
L’Occitane.
Stjórn félags lyfsala í Danmörku
hvetur öll apótek í landinu til að fjar
lægja strax úr hillum snyrtivörur sem
innihalda PHMBrotvarnarefnið. Það
tilheyrir ekki bönnuðum parabenum
eins og skilja mátti af frétt Fréttablaðs
ins sl. laugardag.
Sigrún segir að innihaldsefni
með fyrrgreindri flokkun séu leyfð
í snyrtivörum hafi þau fengið
jákvætt álit hjá vísindanefnd
inni SCCS, Scientific Committee
on Consumer Safety. „Samkvæmt
síðasta áliti hennar má magn
PHMB ekki vera yfir 0,3 pró
sentum af innihaldinu. Töluvert
minna magn er notað af þessu efni í
vörunum frá L’Occitane. Fyrir
tækið bætir ekki sjálft þessu efni
í formúlurnar, heldur er það til staðar
í hrávöru sem notuð er í þær.“ Að sögn
Sigrúnar bíður snyrtivöruiðnaðurinn
eftir nýju áliti frá SCCS varðandi inni
haldsmagn.
Gunnlaug H. Einarsdóttir, sviðs
stjóri hjá Umhverfisstofnun,
segir magn PHMB undir 0,3 pró
sentum leyfilegt á Íslandi. „Þetta
efni er leyft í magni upp að 0,3 pró
sentum samkvæmt okkar túlkun.
Við höfum ekki túlkað það þannig
að það sé bannað, eins og Danir
hafa gert samkvæmt greininni
í Politiken.“ – ibs
Bannað efni undir viðmiðunarmörkum
PHMB er leyfilegt í snyrtivörum hér á
landi sé magnið undir 0,3 prósentum af
innihaldinu. NORDICPHOTOS/GETTY
Í þeirri vöru frá
okkur sem inni-
heldur mest magn þessa efnis
er samt þrisvar sinnum
minna magn en leyfilegt
viðmiðunarmagn.
Sigrún Árnadóttir,
rekstrarstjóri hjá L’Occitane
viðskipTi Eggert Þór Kristófersson,
forstjóri N1, telur að Páll Gunnar
Pálsson, forstjóri Samkeppniseftir
litsins, hafi, án nokkurra raka, vænt
N1 um ólögmæta viðskiptahætti í
forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær.
Málið varðar tvö útboð á elds
neyti til allmargra útgerðarfyrir
tækja og smábátaútgerða í fyrra
– en samtals voru boðin út 27.500
tonn af eldsneyti. N1 tók ekki þátt
í öðru útboðinu, sem Landssam
band smábátaeigenda stóð fyrir í
lok árs.
Um það sagði Páll Gunnar í frétt
inni:
„Í ljósi þeirrar niðurstöðu skýrsl
unnar að samkeppni sé virkust í
stærri viðskiptum kemur það Sam
keppniseftirlitinu verulega á óvart
að aðeins eitt af stóru olíufélög
unum hafi sóst eftir viðskiptum
sem eru nokkuð umfangsmikil.
Hafi átt sér stað einhver samskipti,
milli olíufélaganna sem ekki buðu,
sem með beinum eða óbeinum
hætti varða umrætt útboð væri
um alvarlegt mál að ræða. Sam
keppniseftirlitið hefur hins vegar
engar upplýsingar um að svo hafi
verið,“ sagði Páll Gunnar.
Í erindi sem Eggert Þór Krist
ófersson, forstjóri N1, sendi blað
inu í gær segir:
„Vegna ummæla forstjóra Sam
keppniseftirlitsins á forsíðu Frétta
blaðsins í dag [mánudag] vill N1
taka eftirfarandi fram: N1 áskilur
sér rétt til að taka eigin ákvarð
anir í málum sem varða viðskipti
og rekstur félagsins. Félagið tók
einfaldlega ákvörðun um að taka
ekki þátt í umræddu útboði, og
byggði þá niðurstöðu á sínum for
sendum, sinni viðskiptastefnu sem
félagið gerði grein fyrir skriflega til
útboðsgjafa,“ segir í erindi Eggerts
Þórs. Öllum sé að sjálfsögðu frjálst
að hafa sína skoðun á því hvort sú
ákvörðun hafi verið rétt eða ekki.
„N1 harmar hins vegar að forstjóri
Samkeppniseftirlitsins sjái ástæðu
til að væna félagið opinberlega
um ólögmæta viðskiptahætti fyrir
vikið. Það er bæði órökstutt, og
ósanngjarnt.“ – shá
Forstjóri N1 harmar ummæli forstjóra Samkeppniseftirlitsins
N1 harmar hins
vegar að forstjóri
Samkeppniseftirlitsins sjái
ástæðu til að væna félagið
opinberlega um ólögmæta
viðskipta-
hætti fyrir
vikið.
Eggert Þór
Kristófersson
forstjóri N1
viðskipTi Á síðasta ári voru 1.360
hross flutt út frá Íslandi. Um er að
ræða mesta fjölda útfluttra hrossa
um árabil.
Þ o r v a l d u r K r i s t j á n s s o n ,
ábyrgðar maður hrossaræktar hjá
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins,
segir batamerki að markaðir séu að
glæðast en betur megi ef duga skuli.
„Hrossabændur þurfa að selja
fleiri hross. Markaðir erlendis
þurfa að taka enn betur við sér
til að hrossabændur séu ánægðir
með stöðuna. Hins vegar er gott að
markaðir séu að glæðast og þetta
stefnir í rétta átt,“ segir Þorvaldur.
„Markaðir erlendis fyrir íslenska
hestinn eru tiltölulega afmark
aðir um nokkur svæði. Einnig eru
aðeins ákveðnar hestgerðir að
seljast, sem eru vel tamin keppnis
hross. Gallinn er sá að fyrir reið
hross og ferðahesta, sem ekki eru
líklegir keppnishestar, fæst lágt
verð þar sem lítill markaður er fyrir
þannig hesta.“
Lárus Ástmar Hannesson, for
maður Landssambands hesta
mannafélaga, gleðst yfir því að
markaðir séu farnir að taka við sér.
„Það er jákvætt að við séum
komnir á rekspöl aftur með
útflutning á hrossum. Þó verður
alltaf að taka með í reikninginn
að útlendingar eiga hér hross sem
þeir eru kannski að flytja heim til
sín en aftur á móti hafa íslenskir
hrossabændur tekjur af umhirðu
og tamningu hrossa fyrir útlend
inga,“ segir Lárus.
„Einnig erum við að fara af stað
með Íslandsverkefni, nýtt átaks
verkefni um að stækka markaðinn
með íslensk hross og vonandi mun
það leiða til eflingar í útflutningi á
hrossum.“
Fram undan er landsmót hesta
manna í sumar sem haldið verður
á Hólum í Hjaltadal.
Lárus segir fjölda útlendinga
sækja mótið þegar þau eru haldin
þar sem þeir skoði hross og salan
taki oft kipp eftir landsmót.
„Nú höfum við selt um 3.000
miða í forsölu á landsmót og eru
útlendingar um fimmtungur
þeirra sem hafa tryggt sér miða.
Síðustu ár hefur íslenski hesturinn
verið að skila um 15 milljörðum
króna í gjaldeyristekjur til þjóðar
búsins þegar allt er tekið saman
og því er þetta mjög mikilvæg
atvinnugrein sem þarf að hlúa að.“
sveinn@frettabladid.is
Landsmót á Hólum 2016 kemur til með að draga að sér fjölda útlendinga. Unnendur íslenska hestsins eru búsettir um allan
heim. Hér að ofan má sjá stemninguna á Gaddstaðaflötum árið 2014. FRéTTaBLaðIð/BjaRNI ÞóR SIGURðSSON
Hrossasala til útlanda hefur
ekki verið meiri í fimm ár
Alls voru 1.360 hross seld utan á síðasta ári. Landsmót dregur þúsundir útlendinga til landsins. Fimmt
ungur þeirra sem eiga miða er útlendingar. „Betur má ef duga skal,“ segir ábyrgðarmaður hrossaræktar.
Það er jákvætt að
við séum komnir á
rekspöl aftur með útflutning
á hrossum.
Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH
0,3%
mega vera af PHMB
samfélag Stjórn Kvenréttindafélags
Íslands telur aðkallandi að bregðast
við lægri fæðingartíðni og skorar á
Alþingi og félags og húsnæðismála
ráðherra að bregðast við með því að
styrkja fæðingarorlofskerfi, auka
framlög til foreldra og lengja fæð
ingarorlof. „Núverandi fæðingaror
lofskerfi skapar foreldrum ungra
barna ekki það fjárhagslega öryggi
sem þarf að vera til staðar þegar fólk
tekur á sig jafn stóra skuldbindingu
og að eignast barn. Framfærsla er
bæði of lág og fæðingarorlof of
stutt,“ segir í áskorun félagsins. – kbg
Skora á Alþingi
Lægri fæðingartíðni veldur áhyggjum.
Kvenréttindafélag Íslands vill viðbrögð.
FRéTTaBLaðIð/VILHELM
sUðURNEs Þefvísir lögreglumenn
á Suðurnesjum runnu á lyktina
þegar þeir voru kallaðir að hús
næði í umdæminu vegna hávaða um
helgina. Megn kannabislykt varð
þeim tilefni til leitar í íbúðinni með
leyfi húsráðanda. Lögreglumenn
irnir fundu poka með kannabis í
koddaveri og var tekin skýrsla um
málið á vettvangi. – kbg
Kannabis fannst
í koddaverinu
Hefðbundið útkall vegna hávaða leiddi
til fíkniefnafundar.
1 2 . j a N ú a R 2 0 1 6 Þ R i ð j U D a g U R4 f R é T T i R ∙ f R é T T a B l a ð i ð