Fréttablaðið - 12.01.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.01.2016, Blaðsíða 30
S tjórn Jaguar Land Rover hefur tilkynnt um umtalsverðar fjár­ festingar í framleiðslu­ málum fyrirtækisins fyrir sem nemur tveim­ ur milljörðum sterl­ ingspunda. Annars vegar staðfesti fyrir tækið að reist verði ný bíla­ verksmiðja í Slóvakíu fyrir um einn milljarð sterlingspunda, þar sem ál mun gegna lykilhlutverki, og hins vegar var tilkynnt um ný­ fjárfestingar í Bretlandi fyrir nálega sömu upphæð. Þetta sam­ svarar tæpum 400 milljörðum ís­ lenskra króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi sl. föstudag í Brati slava, höfuðborg Slóvakíu, að viðstöddum forstjóra fyrirtækis­ ins og forsætisráðherra Slóvakíu. Völdu Slóvakíu fremur en Mexíkó eða Bandaríkin Nýja verksmiðjan verður reist í borginni Nitra, skammt austan höfuðborgarinnar og kemur stað­ festingin í kjölfar viljayfirlýsing­ ar sem undirrituð var við stjórn­ völd í ágúst. Áður hafi fyrir tækið skoðað kosti í öðrum Evrópulönd­ um auk Bandaríkjanna og Mexíkó. Bílasmiðjan í Nitra mun skapa um 2.800 ný störf og verða þar fram­ leiddar bílgerðir af næstu kynslóð­ um Jaguar Land Rover þar sem megináhersla verður lögð á ál sem smíðamálm í samræmi við sjálf­ bærnistefnu fyrirtækisins. Auk nýfjárfestingar í Nitra verður ráð­ ist í umfangsmiklar fjárfesting­ ar í Bretlandi fyrir tæpan millj­ arð punda sem er mesta innspýt­ ing í breskan bílaiðnað í áratugi. Þær fjárfestingar koma til með að skapa nokkur hundruð ný störf. Umfangsmikill bílaiðnaður í Slóvakíu Auk nokkurra bílaverksmiðja í Bretlandi starfrækir Jaguar Land Rover nú þegar verksmiðjur í Brasilíu, Kína og á Indlandi. Í Sló­ vakíu er rótgróinn og umfangs­ mikill bílaiðnaður, enda tengjast 43% þarlends iðnaðar bílgreininni, að meðtöldum hundruðum birgja sem framleiða margvíslega íhluti fyrir bílaframleiðendur. Þessir og aðrir nauðsynlegir og traustir inn­ viðir í Slóvakíu gera það að verk­ um að ákjósanlegt er að framleiða bíla þar sagði Ralf Speth, forstjóri Jaguar Land Rover, þegar tilkynnt var um fjárfestingarnar þar sem forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, var viðstaddur. Hann sagði jafnframt að hjarta fyrirtækis­ ins yrði þó hér eftir sem hingað til í Bretlandi þar sem hugmynda­ smiðir og hönnuðir fyrirtækisins eru staðsettir ásamt tækniþróun­ ardeildinni og helstu verksmiðj­ unum. Létta bíla sína með áli Jaguar Land Rover hefur á undan­ förnum árum m.a. lagt aukna áherslu á að létta bifreiðar sínar og auka eldsneytisnýtingu í sam­ ræmi við umhverfissjónarmið. Nýja bílaverksmiðjan í Nitra verð­ ur byggð sérstaklega með þessi markmið í huga. Framleiðsluget­ an í Nitra verður 150 þúsund bílar á ári. Framkvæmdir hefjast strax á næsta ári og er gert ráð fyrir að fyrsti bíllinn renni af færibandinu síðari hluta árs 2018. Jaguar Land Rover hefur á undanförnum árum fjárfest umtalsvert í rekstri sínum í Castle Bromwich, Halewood og Solihull í Bretlandi til að styðja við þau markmið sín sem einkenna allar nýjar kynslóðir bílgerða framleiðandans, svo sem Jaguar XE, XF og F­PACE, Range Rover Evoque Convertible og Land Rover Discovery Sport. Fjölgun um 13.000 starfsmenn Auk þessa er fyrirhugað að stækka tækniþróunar­ og hönnun­ ardeildirnar í Whitley og Cov entry og fjárfesta í Nýsköp unarmiðstöð bílgreina í Bretlandi sem starf­ rækt er við háskólann í War­ wick. Á undanförnum árum hefur starfsmönnum Jaguar Land Rover fjölgað um meira en 13 þúsund og eru þeir nú alls rúmlega 37 þús­ und. Á sama tíma hefur fyrirtæk­ ið fjárfest á ýmsum sviðum fyrir meira en 11 milljarða sterlings­ punda. JLR með mikLaR fJáRfestingaR í pípunum Ný bílaverksmiðja í Slóvakíu og nýfjárfestingar í Bretlandi. Úr smiðju Jaguar. Á tilvonandi bílasýningu í Detroit ætlar Henrik Fisker að kynna nýjan bíl frá þessum undurreista hollenska sportbílaframleiðanda. Hann fær nafnið Force 1 og bara nafnið bendir til að þar fari öfl­ ugur bíll. Það á hann svo sannar­ lega að vera því Fisker segir að bíll­ inn verði með öflugustu brunavél sem í boði er sem ekki nýtur for­ þjappa eða keflablásara. Það þýðir einfaldlega að hún verður öflugri en 7,0 lítra V12 vélin sem finna má í Aston Martin Vulcan, en hún skilar 800 hestöflum. Þessi drifrás er ekki beint skyld þeirri sem var í Fisk­ er Karma bílnum sem Fisker smíð­ aði fyrir örfáum árum, en hann var eingöngu drifinn rafmagni. Yfir­ bygging bílsins er að mestu leyti smíðuð úr koltrefjum og hann stendur á 21 tommu felgum. Þessi bíll á að vera jafn fær um að aka um hefðbundna vegi og keppn­ isbrautir og á að vera þægilegur í umgengni og fara vel með farþega. Hann verður sannkallaður lúxus­ bíll sem mikið er lagt í, enda mun hann kosta langleiðina í 300.000 dollara, eða 39 milljónir króna. Bíllinn verður smíðaður í Michig­ an í Bandaríkjunum og framleiðsla hefst í apríl á næsta ári. Aðeins 50 eintök verða smíðuð af þessum bíl. Fisker með nýjan ofurbíl Samgöngustofa áætlar að tjón þjóðarbúsins vegna umferð­ aróhappa sé allt að 40 til 50 milljarðar á ári. Þetta er ótrú­ lega há upphæð og og spyrja má hvort hagsmunaaðilar geri það sem í þeirra valdi stend­ ur til að fækka megi umferðar­ óhöppum. Margar ástæður geta leitt til umferðaóhapps, marg­ ar þeirra eru illviðráðanleg­ ar meðan aðrar eru þess eðlis að með fræðslu og samstilltu átaki hagsmunaaðila mætti af­ stýra fjölda árekstra. Sýnt hefur verið fram á að ökumenn á slitnum hjólbörðum valda miklu fleiri árekstrum en fjöldi þeirra í umferðinni segir til um. Ný lög um mynsturdýpt hjólbarða Á síðasta ári tóku gildi ný lög um mynsturdýpt hjólbarða, hert var á eldri reglugerð og skal mynsturdýpt frá 1. nóv. til 15. apríl vera a.m.k. 3 mm og yfir sumartímann yfir 1,6 mm. Hver eru viðurlögin og hvern­ ig er þeim framfylgt? Þrátt fyrir þessar hertu reglur er ljóst samkvæmt nýlegri athug­ un VÍS að allt of margir leyfa sér að aka um á of slitnum hjól­ börðum. Áætlað er að rekja megi allt að 20­30% umferða­ óhappa til bifreiða á of slitn­ um dekkjum. Miðað við tölur frá Samgöngustofu er kostnað­ ur þjóðarbúsins vegna lélegra hjólbarða 8 til 12 milljarðar króna. Því má spyrja hvort ekki sé tímabært að allir leggist á eitt svo lækka megi þessa upp­ hæð til muna. Ættu tryggingafélögin að niðurgreiða góð dekk? Hvað er til ráða? Eru góðir vetrarhjólbarðar of dýrir? Ættu hagsmunaaðilar eins og vá­ tryggingafélögin ekki að skoða það betur að niðurgreiða góð dekk til að sinna viðskiptavin­ um. Væri það ekki beinn hagn­ aður fyrir tryggingafélögin, sem birtast myndi í færri tjón­ um sem er eðli málsins sam­ kvæmt langstærsti kostnaðar­ liður hvers vátryggingafélags. Samkvæmt samtölum við tryggingafélögin þá eru það að­ eins Sjóvá og Vörður sem bjóða viðskiptavinum sínum að kaupa dekk með góðum afslætti. Sjóvá og Vörður veita afslátt af nýjum dekkjum „Hjólbarðar gegna veigamiklu hlutverki enda eru þeir eru einn mikilvægasti öryggisbún­ aður hverrar bifreiðar. Það skiptir því miklu máli að öku­ tæki séu útbúin góðum hjól­ börðum sem henta fyrir að­ stæður hverju sinni. Allt of margir draga það of lengi að kaupa ný dekk og stefna öryggi sínu og annarra í umferðinni í hættu með því að aka um á of slitnum dekkjum. Okkur hjá Verði er umhugað um öryggi viðskiptavina okkar og bjóðum í samstarfi við Harðkornadekk ehf. góðan afslátt af Green Diamond harðkornadekkjum til viðskiptavina í Grunni,“ segir Ingvar Örn Einarsson, mark­ aðsstjóri Varðar. Tjón vegna umferðaróhappa 40-50 milljarðar á ári Fulltrúar vátrygg ingafélagsins Varðar og Harðkornadekkja ehf., umboðsaðila Green Diamond, handsala samninginn. BíLaR Fréttablaðið 8 12. janúar 2016 ÞRIÐJUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.