Fréttablaðið - 12.01.2016, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.01.2016, Blaðsíða 26
W Motors í Dubai er nú með til sýnis nýjustu afurð sína, Fenyr SuperSport bíl með 900 hestafla vél sem er 2,7 sekúndur í hundraðið og með 400 km há- markshraða. Það eru svipaðar tölur og Bugatti Veyron er skráður fyrir. W Motors var einmitt með Lykan HyperSport bíl sinn í myndinni Fast and the Furious 7, en þessi nýi bíll er öflugri en hann. Kraftinn fær hann úr 4,0 lítra 6 strokka vél og tveimur RUF risaforþjöppum. Hann er með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Bíllinn er bara 1.200 kíló og skýrir það ef til vill best hversu snöggur hann er, en yfirbygging hans er smíðuð úr kol trefjum. Það er þó óskandi að W Motors færi sönnur á getu bílsins með myndskeiði eða prófunum óháðra einstaklinga svo allir geti tekið þessar tölur trúanlegar. Fram- leiðsla á Fenyr SuperSport verður takmörkuð við 25 bíla og fyrirtækið segir að framleiðsla hans sé í samstarfi við austurríska bílasmiðinn Magna Steyr og að bíllinn hafi verið teiknaður af StudioTorino í Ítalíu. Ekki kemur fram hvað hann á að kosta, en það er örugglega til nóg af kaupendum í löndunum kringum Dubai. Fenyr SuperSport er jafnoki Bugatti Veyron Fenyr SuperSport er engin venjuleg kerra. F orstjóri Fiat-Chrysler hefur óþreyttur talað fyrir sameiningu fyrir- tækisins við Gene- ral Motors og að gera fyrir tækin þannig arð- samari. Þessari tillögu hans hafa forsvarsmenn GM tekið fálega og geta hreint ekki hugsað sér sameiningu. Sumir hafa þó bent á það að fyrirtæk- in tvö gætu sameinast um þróun véla í bíla sína, sparað með því gríðar legar upphæðir og gert með því bílana samkeppnishæf- ari við japanska og þýska bíla. Einnig mætti fá Ford í svona samstarf. Sumir hafa bent á að margar af vélum fyrirtækjanna séu þekktar sem hjarta þeirra og afar tengdar bílgerðum, en mót- rökin við því eru þau að lang- flestum bíleigendum sé slétt- sama um hvaða vél sé í bílum þeirra, svo framar lega sem þær eru áreiðanlegar og aflmiklar. Sama eigi við skiptingar í bílum þeirra. Hörðum bílaáhugamönnum stendur alls ekki á sama um hvaða vélbúnaður er í bílum þeirra og það sama á líklega við eigendur Hybrid og Plug-In- Hybrid bíla, en sá hópur telur aðeins um 15% bíleigenda. Það þýði að fyrir 85% markaðarins skipti það hreinlega engu máli hvaðan vélbúnaðurinn kemur og á það eigi framleiðendur að hlusta. Samtals 20 milljónir véla og skiptinga GM, Fiat-Chrysler og Ford smíða um 20 milljónir véla og skiptinga í ár. Um 90% þeirra eru meira og minna sams konar vélar, sem þýðir að þeir eru hver í sínu horni að gera sama hlutinn og þróa nýjar vélar af sömu gerð og hinir með ærnum þróunarkostnaði. Ef þessir þrír aðilar sameinuðust um þróun og smíði þessara tuttugu millj- óna véla og skiptinga myndi það gefa þeim algjöra sérstöðu í heiminum. Ekki veitir þeim heldur af frekari þróun þeirra þar sem bandarískar vélar eyða enn talsvert meira eldsneyti en japanskar og þýskar vélar. Kostnaður við smíði þeirra myndi lækka gríðarlega mikið, því hafa verður í huga hve stór þáttur í endanlegu verði bíls er fólginn í vélinni og skipting- unni. Það er til dæmis þekkt staðreynd að þróun nýrrar vélar kostar bílaframleiðanda um 65 milljarða króna. Mætti lækka þróunarkostnað um tvo þriðju Þann kostnað mætti lækka um tvo þriðju ef þessir þrír bíla- framleiðendur sameinuðust um þróun. Sama á við um þróun skiptinga. Bílaframleiðendurn- ir gætu enn haldið sérstöðu sinni með viðbótum við vélarnar, t.d. með notkun forþjappa og kefla- blásara, þótt í grunninn væri um sömu vélar að ræða. Fylgjendur þess að samein- ast um vélarþróun og fram- leiðslu eru á því að best sé að stofna um slíkt nýtt félag í eigu þeirra allra, það sé eina leiðin til að koma í veg fyrir árekstra. Það sem ýtir undir umræðu sem þessa um sameiginlega smíði véla er ekki síst sá litli og minnkandi hagnaður sem er af framleiðslu bíla og hafa sumir áhyggjur af því að fjárfestar velji fremur annars konar starf- semi en bílaframleiðslu til að fá meiri ávöxtun fjár síns. Hvort það dugar til að bandarísku bíla- framleiðendurnir taki einhver skref í þessa átt á næstunni skal ósagt látið, en þetta er komið í umræðuna. sameinuð vélasmíði? Munu bandarískir bílaframleiðendur taka saman höndum um smíði véla og spara með því gríðarlegar upphæðir. Vélasmíði í bandarískri verksmiðju. Nú þegar Land Rover er að hætta að framleiða Defender, hinn eiginlega Land Rover, stóð það næstum á sléttu að verksmiðjur Land Rover í Solihull verksmiðjunni í Bretlandi framleiddu alls tvær milljónir slíkra bíla. Sá sem var með framleiðslunúmerið 2.000.000 var síðan boðinn upp hjá Bonhams- uppboðsfyrirtækinu og mun afraksturinn renna til góðgerðarmála. Bílinn keypti ónefndur auðmaður í Katar og með kaupum hans er þessi bíll líklega dýrasti Land Rover sem seldur hefur verið. Það eru Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn sem njóta góðs af kaupverðinu og verður fénu varið til að berjast gegn náttúruvá í SA-Nepal og til verndunar villtu dýralífi í Meru-þjóðgarð- inum í Kenýa. Bíllinn sem Katarinn keypti er reyndar engin venjuleg útgáfa af Land Rover Defender, en hann er með óvenju ríkulegri innréttingu, með ágröfnu korti af Red Wharf Bay, þar sem hugmyndin að smíði hans á víst að hafa kviknað og að sjálfsögðu er einnig ágrafin plata í innréttingu bílsins sem greinir frá því að þetta sé framleiðslubíll nr. 2.000.000. Þá er einnig álplata inni í bílnum með nöfnum allra þeirra starfmanna sem tóku þátt í smíði hans. Defender nr. 2.000.000 fór á 80 milljónir  Lækkandi olíuverð í heiminum öllum hefur minnkað eftirspurn eftir tvinn- bílum þar sem kaupendur bíla horfa minna í eyðslu þeirra og sækja því ekki eins mikið í tvinnbíla og losna með því við þann aukakostnað sem þessi aukabúnaður felur í sér. Fjórða kynslóð Toyota Prius kom á markað í Japan í desember og von er á bílnum á Evrópumarkað sem og til Bandaríkjanna snemma á þessu ári. Í fyrri áætlunum Toyota var gert ráð fyrir að selja 400.000 Prius á ári, en í nýjum áætlunum Toyota er gert ráð fyrir 300- 350.000 bílum. Bensín hefur lækkað um nær helming frá miðju ári 2014 í Bandaríkjunum, en þar er stærsti markaðurinn fyrir Toyota Prius. Það hefur orðið til þess að 12% færri Prius-bílar seldust þar árið 2015 en árið á undan. Nýr Prius er sagður 20% eyðslugrennri en forverinn og það sama á við mengun hans. Mengun hans fer úr 86 g/km af CO2 í 70 g/km. Eyðslan fer úr 3,9 lítrum í 3,0 lítra. Toyota hefur selt fjórar milljónir Prius-bíla frá því þeir komu fyrst á markað. Toyota lækkar söluáætlanir fyrir Prius JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Bílar Fréttablaðið 4 12. janúar 2016 ÞRIÐJUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.