Fréttablaðið - 14.09.2015, Qupperneq 2
Fjórar sýningar að eigin vali
á besta verðinu.
Áskriftarkort
Borgarleikhússins
Vertu með
í vetur!
Miðasala
568 8000 | borgarleikhus.is
Norðaustan 8-15 m/s um landið norð-
vestanvert í dag en hægur vindur í
öðrum landshlutum. Þurrt að mestu
og nokkuð bjart veður sunnan- og
suðvestanlands, annars skýjað og víða
dálítil rigning fyrir norðan og austan.
Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Sjá Síðu 20
Veður
Piltar og stúlkur spila fótbolta í Kópavogi
Nokkur umræða varð fyrir nokkru um jafnræði kynjanna á fótaboltavöllum í Kópavogi. Í gær léku stúlkurnar í Val og Breiðabliki á Kópavogsvelli, þar sem
leikið var til úrslita í þriðja flokki kvenna. Á meðan léku piltar í öðrum flokki, Breiðablik og Snæfellsnes, á Smárahvammsvelli. Fréttablaðið/Pjetur
Vin n u d eilu r „Það komu aldrei
skýr svör við neinu,“ segir Wiktoria
Joanna Ginter, fyrrverandi starfsmað-
ur Radio Iceland. Hún segir eiganda
stöðvarinnar, Adolf Inga Erlingsson,
gera allt sem í hans valdi stendur
til að skaða starfsemi stöðvarinnar
viljandi.
„Mér þykir það mjög skrítið að
okkur sé sagt að stöðin sé studd fjár-
hagslega af ákveðnum einstaklingi til
áramóta en Adolf virðist eyðileggja
allar tilraunir til að halda stöðinni
gangandi,“ segir hún.
Wiktoría kom fyrst inn á stöðina
í apríl síðastliðnum en á þeim tíma
voru rekstrarörðugleikar á stöðinni
að hennar sögn. Hún segir að sam-
kvæmt samkomulagi við Adolf Inga
myndi hún vinna launalaust þar til að
stöðin rétti úr kútnum.
Í lok júní var greint frá því að Radio
Iceland myndi hætta vegna fjárhags-
örðugleika. „Ég sat heima og sá þá
skyndilega tilkynningu á Facebook
um að stöðinni ætti að loka á mið-
nætti. Mér þótti það mjög skrítið
vegna þess að þeir létu ekki neinn
starfsmannanna vita,“ segir hún.
Yfirvofandi lokun stöðvarinnar
varð þó skammlíf þar sem dularfullur
styrktaraðili frá Svíþjóð hljóp undir
bagga með stöðinni.
Eftir fjárstuðninginn ákvað starfs-
fólkið að koma með hugmyndir um
hvernig væri hægt að bæta ímynd
stöðvarinnar og tryggja áframhald-
andi rekstur hennar.
„Okkur var annt um rekstur stöðv-
arinnar og spurðum ítrekað um hver
framtíð hennar yrði en við fengum
engin svör. Til dæmis fann ég vef-
hönnuð sem var tilbúinn til að hanna
nýja vefsíðu og fá greitt um leið og
auglýsingatekjur kæmu í hús.“ Þrátt
fyrir vilja vefhönnuðarins var honum
vísað frá.
„Fyrir nokkru spurði ég fram-
kvæmdastjóra stöðvarinnar hvort
framtíð stöðvarinnar væri örugg og
hann sagði að við værum örugg fram
að árslokum. Ég spurði hann þá hvort
það væri ekki tímabært að ég fengi
fastan samning við stöðina,“ en þá
hafði Wiktoria unnið nær launalaust
í fjóra mánuði.
„En þegar plötusnúðarnir nálguð-
ust Adolf og spurðu hann hvort stöð-
in væri örugg fram að áramótum hló
hann bara að þeim.“ Hann mun hafa
sagt þeim að hann ætlaði sér að selja
stöðina á næstunni.
Hún segir að þá hafi mælirinn
orðið fullur en hún er hætt að vinna
fyrir stöðina og hefur sent Adolf Inga
reikning fyrir þeirri vinnu sem hún
lagði fram en hún telur að óvissan
um áframhaldandi rekstur og sölu á
stöðinni hafi verið forsendubrestur
á samkomulagi þeirra. Í svari við
tölvupósti sem hún sendi Adolf Inga
vegna kröfunnar, sem var upp á tvær
milljónir, spyr hann hvað hún hafi
eiginlega verið að reykja [e. What
have you been smoking?] og að ekk-
ert samkomulag hafi verið þeirra á
milli. Í niðurlagi póstsins segir hann
að hún megi „troða“ reikningnum [e.
Take the invoices and shove them.].
Adolf Ingi Erlingsson vildi ekki tjá sig
um málið. stefanrafn@frettabladid.is
Segir viljandi skemmt
fyrir hjá Radio Iceland
Fyrrverandi starfsmaður Radio Iceland segir mikla óvissu ríkja um rekstur
stöðvarinnar þrátt fyrir utanaðkomandi aðstoð. Hún segir útvarpsstjórann,
Adolf Inga Erlingsson, ekki aðhafast neitt til að bæta stöðuna.
Í tölvupósti til Wiktoriu segir Adolf Ingi að ekkert samkomulag hafi verið gert við
hana um störf hennar á stöðinni. Fréttablaðið/Pjetur
SVeitarStjórnarmál Fyrir árið 2020
á að verða kominn 4,7 kílómetra
langur hjólastígur meðfram Bústaða-
vegi í Reykjavík, allt frá Elliðaárdal að
Snorrabraut.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýrri endurskoðaðri hjól-
reiðaáætlun Reykjavíkurborgar.
Þá stendur til að leggja hjólastíga
um Elliðaárdal milli Höfðabakka
og Reykjanesbrautar og með fram
Kringlumýrabraut milli Bústaðavegar
og Laugavegar.
Þá verður komin samfelld og greið
norður-suður hjólaleið í gegnum
borgina allt frá Fossvogsdal í suðri til
sjávar í norðri.
Áætlunin, sem enn er óbirt en til
stendur að kynna á ráðstefnu um
hjólreiðar í Smáralind næsta föstu-
dag, er afrakstur starfshóps um
endur skoðun á hjólreiðaáætlun borg-
arinnar sem borgarstjórn Reykjavíkur
samþykkti að skipa 7. október 2014.
Fyrri áætlun er frá árinu 2010. – vak
Hjólafólk fær
nýjar leiðir í
borginni
ÞýSkaland Þýska ríkisstjórnin ætlar
að taka upp tímabundið landamæra-
eftirlit við landamæri Þýskalands og
Austurríkis.
„Landamæraeftirlitið er sárnauð-
synlegt fyrir Þýskaland svo hægt sé
að takmarka flæði flóttafólks inn til
Þýskalands og koma skipulagi á mót-
töku þess,“ sagði Thomas de Maizière
innanríkisráðherra þegar hann til-
kynnti um aðgerðirnar í gær.
Þýskaland er hluti af Schengen og
samkvæmt reglum samstarfsins mega
ríki innan þess ekki takmarka för fólks
innan svæðisins. De Maizière bendir
hins vegar á heimild til að herða landa-
mæraeftirlit af þjóðaröryggisástæðum.
„Maður sér að Þjóðverjar eru að fara
af miklum þunga fram á endursamn-
ing á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að
tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja
sem neita að taka þátt í því að koma
upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur
Bergmann stjórnmálafræðingur.
„Ég held að þarna sé mikil togstreita
og að það muni verða þarna skjálfta-
hrinur sem muni ganga eftir þessum
flekaskilum sem eru að verða milli
austurs og vesturs,“ segir Eiríkur og
veltir því fyrir sér hvort vesturveldin,
sem vilja dreifa ábyrgð vandans,
muni loka á ríki á borð við Ungverja-
land en Eiríkur segir þá fylgja harð-
línustefnu sem feli í sér mjög alvarleg
mannréttindabrot.
„Ég held að íslensk stjórnvöld þurfi
að ákveða hvorum megin hryggjar þau
verði,“ segir Eiríkur. – þea
Þjóðverjar
hefja eftirlit á
landamærum
Flóttabörn að leik í þýsku borginni
München. NordicPhotos/AFP
Ég sat heima og sá
þá skyndilega til-
kynningu á Facebook um að
stöðinni ætti að loka á mið-
nætti. Mér þótti það mjög
skrítið vegna þess að þeir
létu ekki neinn starfsmann-
anna vita.
Wiktoria Joanna Ginter
1 4 . S e p t e m b e r 2 0 1 5 m á n u d a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð