Fréttablaðið - 14.09.2015, Side 4

Fréttablaðið - 14.09.2015, Side 4
BRIDS SKÓLINN Byrjendur (stig 1) 21. september: 8 mánudagar frá 20-23 Kerfið (stig 2) 23. september: 8 miðvikudagar frá 20-23 Stig 1 Hvað þarf að kunna fyrirfram? Ekki neitt, en það spillir ekki að þekkja ás frá kóng. Ekkert mál að mæta ein/einn. Stig 2 Hvað meinar makker? Sígild spurning, sem erfitt er að svara nema kunna kerfið. Farið er vel yfir framhald sagna í Standard og ýmsar stöður í sagnbaráttu. Námskeiðið hentar breiðum hópi spilara, bæði þeim sem kunna töluvert fyrir sér og eins hinum sem eru rétt að slíta fyrsta stokknum. Mikið spilað og hægt að koma stakur. Upplýsingar og innritun í síma 898-5427 og á netinu bridge.is ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ✿ Menntun atvinnulausra G ru nn sk ól am en nt un Fr am ha ld ss kó la m en nt un H ás kó la m en nt un 60 50 40 30 20 10 % ❚ október 2008 ❚ júlí 2015 ✿ Flutningar erlendra ríkisborgara til og frá Íslandi 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 ❚ Aðfluttir erlendir ríkisborgarar ❚ Brottfluttir erlendir ríkisborgarar 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 *Spá 2.931 *2.455 1.281 *941 VinnuMarkaður Vinnumálastofnun spáir enn frekari samdrætti í atvinnu- leysi  á næsta ári  og að á ársgrund- velli verði atvinnuleysi um 2,7 pró- sentustig. Einnig spáir  stofnunin áframhaldandi vexti í innflutningi vinnuafls til landsins sem og auknum brottflutningi Íslendinga. Hagvöxtur síðustu sex mánaða mældist 5,2 prósent. Atvinnuleysi minnkar hratt, verðbólga eykst og innflutningur erlends vinnuafls eykst einnig. Seðlabankinn hefur í tvígang á árinu hækkað stýrivexti og ríkis- stjórnin áformar að lækka skatta og afnema tolla á sérvöru. Ýmsir fræð- ingar hafa bent á að þenslumerki í hagkerfinu ættu að vera öllum sýni- leg. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra telur ríkissjóð ekki standa í þensluhvetjandi aðgerðum og bendir á að höfrungahlaupið á vinnumark- aði sé ekki til bóta. „Launþegahreyf- ingin er týndi hlekkurinn á vinnu- markaði. Ríkissjóður er ekki að vinna að mannaflsfrekum framkvæmdum í dag,“ segir Bjarni. Í nýjum gögnum Vinnumálastofn- unar kemur fram að vænta megi meira framboðs starfa fyrir ófaglærða og iðnaðarmenn en sem nemur fjölda þeirra á vinnumarkaði næstu ár. Það muni skila sér í auknum innflutningi erlends vinnuafls til landsins. Að sama skapi segir í gögnum Vinnu- málastofnunar að vænta megi minna framboðs starfa fyrir háskólamennt- aða næstu árin en nemur fjölda þeirra á vinnumarkaði nú þegar. Menntunarstig Íslendinga sem komi út á vinnumarkaðinn hafi stóraukist síðustu áratugi. Því sé líklegt að fleiri háskólamenntaðir verði atvinnu- lausir á næstu árum, brottflutningur þeirra af landi brott verði tíðari og að í ríkara mæli muni háskólamenntaðir sinna vinnu sem ekki hæfir menntun þeirra. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir stöðuna á vinnumarkaði varhugaverða og telur menn þurfa að skipta um kúrs í þeim efnum. „Hér blasir við sú hætta að á Íslandi flytjist inn vinnuafl í lág- launastörf í vaxtargreinum eins og ferðaþjónustu á meðan frá landinu flytjist menntaðir Íslendingar sem gætu búið til mikil verðmæti í þekk- ingargreinum,“ segir hann. Þó dregið hafi gríðarlega úr atvinnuleysi í öllum hópum frá hruni virðist atvinnuleysi háskólamennt- aðra minnka hægar en annarra. Því hefur hlutfall háskólamenntaðra meðal atvinnulausra aukist jafnt og þétt síðustu árin. sveinn@frettabladid.is Á næstu árum mun erlent innflutt vinnuafl aukast hér á landi á meðan hópur Íslendinga erlendis stækkar verulega. Fréttablaðið/Vilhelm Þenslumerki gera vart við sig Hratt dregur úr atvinnuleysi og erlent vinnuafl hefur margfaldast frá hruni. Brottflutningur menntaðs íslensks vinnuafls eykst einnig. Búist er við að atvinnuleysi minnki áfram næstu ár. Hagfræðingar benda á þenslueinkenni í hagkerfinu. Grikkland  Yfir þrjátíu manns fór- ust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyja- klasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleyt- ið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. Gríska strandgæslan fékk tilkynn- ingu um að þó nokkur fjöldi væri í hættu á svæðinu og var í kjölfarið send björgunarþyrla á svæðið. Tutt- ugu og níu eru sagðir hafa náð að synda í land á Farmakonisi, en 68 var bjargað úr sjónum. Þá streymdi fólk á bátum frá Tyrk- landi til grísku eyjarinnar Lesbos. Þar segir fréttastofa AP að ljósmyndari frá Reuters hafi talið 10 báta á 90 mín- útna tímabili í gærmorgun. Tugir voru hætt komnir þegar stór gúmbátur með um 70 flóttamenn innanborðs gaf sig um hundrað metra frá strönd Lesbos. Þar eru eyjaskeggjar sagðir hafa brugðist skarpt við og hjálpað fólki í land, en í hópnum var fjöldi barna. Meirihluti flóttafólks sem kemur til Grikklands heldur för sinni áfram til annarra landa, flestir til Þýska- lands. Evrópulönd hafa enn ekki náð saman um tillögur Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að löndin taki saman á flóttamannavandanum og deili álaginu af móttöku flótta- fólksins. – gj, óká Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Baðstrandargestir á grísku eyjunni Lesbos fylgjast hér með komu sýrlensks flótta- fólks á bátskrifli yfir hafið frá Tyrklandi. Fréttablaðið/EPA noreGur Stjórnmálamenn úr norska Græningjaflokknum hafa óskað eftir því við landstjóra Svalbarða að kannað verði hvort eyjan í norðri geti tekið við flóttafólki. Frá þessu er greint í Aftenposten. Svalbarði er ekki hluti af Schengen- svæðinu og því þarf að kanna hvort aðgerð af þessum toga væri lögleg. Fulltrúar Græningjaflokksins telja að vera flóttamanna á Svalbarða geti gætt þetta 2.600 manna samfélag lífi og aukið atvinnutækifæri. Á Sval- barða eru þó fleiri ísbirnir en þeir eru um 3.000 talsins. – srs Vilja senda flóttamenn til Svalbarða Græningjar telja að koma flóttafólks verði samfélaginu til bóta. NordicPhotos/AFP uMhVerFisMál Opnaður hefur v e r i ð   v e f u r i n n Ve r n d u m Þjórsá (www.verndumthjorsa.is.) Á vefnum er fjallað um áform Lands- virkjunar um að reisa enn fleiri virkj- anir í neðri hluta Þjórsár. „Við teljum að það muni valda óbætanlegum skaða á lífríki árinn- ar, sem og allri hinni stórbrotnu umgjörð hennar,“ segir á vefnum. „Enn fremur munu framkvæmdirnar skerða lífsgæði íbúa og sumarhúsa- eigenda varanlega, bæði í sveitunum við Þjórsá, á Hellu og víðar á Suður- landi. “ Að baki síðunni standa samtök og einstaklingar sem vilja vernda umhverfi og lífríki Þjórsár. Þar á meðal Sól á Suðurlandi og vefritið grugg.is. Kallað er eftir frekari rann- sóknum á áhrifum virkjana þar, svo sem á fiskistofnum, ferðamennsku, leirfoki, loftgæðum og fleiri hlutum. – óká Nýr vefur um virkjanir í Þjórsá Urriðafoss í Flóahreppi er einn þeirra fossa í Þjórsá sem uppi hafa verið ráða- gerðir um að virkja. Fréttablaðið/Vilhelm Hér blasir við sú hætta að á Íslandi flytjist inn vinnuafl í láglaunastörf í vaxtargreinum eins og ferðaþjónustu á meðan frá landinu flytjist menntaðir Íslendingar sem gætu búið til mikil verð- mæti í þekkingargreinum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Launþegahreyfingin er týndi hlekkurinn á vinnu- markaði. Ríkissjóður er ekki að vinna að mannaflsfrekum framkvæmdum í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.