Fréttablaðið - 14.09.2015, Síða 8

Fréttablaðið - 14.09.2015, Síða 8
GRÍPUR MEIRA EN ATHYGLINA HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.skoda.is Verð frá aðeins 2.290.000 kr. Þér á eftir að líka vel við ŠKODA Fabia. Glæsileg hönnunin nær niður í minnstu smáatriði og gerir aksturinn skemmtilegri hvert sem þú ferð. Það er engin tilviljun að ŠKODA Fabia skyldi vera valinn bíll ársins af WhatCar? og hljóta Red Dot hönnunarverðlaunin 2015. Komdu og prófaðu nýjan ŠKODA Fabia. Hlökkum til að sjá þig. Fabia – nýi verðlaunagripurinn frá ŠKODA Húsnæðismál Gerði Harðardóttur var eindregið ráðlagt að leigja út íbúð sína eða selja hana, jafnvel án þess að taka fram að í henni hefði verið heilsuspillandi myglusveppur. Hún segir að reynsla hennar sýni vel að myglusveppur og veikindi vegna hans séu ekki tekin nógu alvarlega og óskar eftir yfirvegaðri og málefna- legri umræðu. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um leigutaka sem lenda í vandræðum vegna myglusvepps og leigusala sem segja ekki frá sveppnum við útleigu. Atvikin eru fjölmörg og segir Hólm- steinn Brekkan, framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna, um það bil eitt símtal koma á dag vegna svepps, raka og heilsufarsvandamála vegna bágs ástands á leiguhúsnæði. „Var- lega áætlað hafa um hundrað mál komið upp frá áramótum og um einn af hverjum tíu bregst við og stendur á rétti sínum,“ segir Hólmsteinn. Reynsla Gerðar sýnir málin frá hlið leigusalans en hún þurfti að flytja út úr íbúð sinni vegna alvarlegra veik- inda af völdum myglusvepps. Í kjölfar þess kom það Gerði á óvart hve lítil þekking er á þessum málum, en henni var ítrekað ráðlagt að leigja íbúðina út, þótt ekki væri búið að fastákveða framkvæmdir við sameignina, hvað þá ljúka þeim, en hún segir algjört grunnatriði að koma í veg fyrir upptök raka og myglu ef ekki eigi illa að fara. „Jafnvel þótt það sé ekki sjálfgefið að maður veikist í húsnæði með myglusvepp þá gat ég ekki hugsað mér að setja heilsu og innbú fólks í hættu,“ segir Gerður en íbúðin fór ekki í leigu fyrr en búið var að brjóta úr veggjum, hreinsa og framkvæmdir komnar langt á veg og hún var full- vissuð um það af fagaðilum að það væri óhætt. Gerður segir mörgum hafa fund- ist sjálfsagt að hún seldi eða leigði íbúðina út, án þess að láta væntan- lega íbúa vita um að þar hefðu komið upp vandamál tengd raka og myglu. „Það kom bara aldrei nokkurn tím- ann til greina af minni hálfu að vera ekki hreinskilin varðandi þetta við mína leigjendur, ef eitthvað var þótti ég ofursamviskusöm varðandi þetta atriði. Ég lét setja sérstakt ákvæði í leigusamninginn en þar segir: Ef leigjendur finna fyrir heilsutengd- um óþægindum í íbúðinni verður aðeins um mánaðar uppsagnarfrest að ræða. Mér er sagt að þetta sé nær algjört einsdæmi meðal leigusala en ég vil benda á þennan möguleika. Ég held að það hljóti að vera farsælast fyrir alla að lokum. Maður vill að fast- eignin sín sé í lagi, þetta er aleiga manns,“ segir Gerður og bendir líka á að leigusala beri að halda húsnæð- inu í íbúðarhæfu ástandi samkvæmt lögum. Ef leigusalar bregðast þeirri skyldu geta þeir fengið á sig málsókn og verið bótaskyldir. erlabjorg@frettabladid.is Ráðlagt að segja ekki frá myglusvepp Að meðaltali hringir einn leigjandi á dag í Leigjendasamtökin vegna vandamála með svepp og raka. Fréttablaðið/Andri Marínó Ekki alltaf sveppir þegar til kastanna kemur „Ég hef verið í bransanum í fjörutíu ár og þekki engin dæmi um þetta skelfingarástand sem lýst hefur verið í blöðunum,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Húseigendafé- lagsins. „Þetta kemur upp í einu og einu húsi.“ Sigurður segir leiguviðskipti vera viðkvæm viðskipti og að umfjöllun um þau einkennist af upphrópunum. Hann gerir þó ekki lítið úr ábyrgð leigusalans ef sannanlega er myglusveppur í húsnæði. „Leigjandi á rétt á íbúðarhæfu húsnæði og ef það er heilsuspill- andi á umsvifalaust að banna búsetu. En það hafa komið mörg sveppamál á okkar borð og svo þegar við rannsökum það eru engir sveppir. Í mörgum tilfellum tel ég þetta vera ótta í huga fólks sem magnast upp þar.“ Það kom bara aldrei nokkurn tímann til greina af minni hálfu að vera ekki hrein- skilin varð- andi þetta við mína leigjend- ur, ef eitthvað var þótti ég ofursamviskusöm varðandi þetta atriði. Gerður Harðardóttir leigusali Varlega áætlað hafa um hundrað mál komið upp frá áramótum og um einn af hverjum tíu bregst við og stendur á rétti sínum. Hólmsteinn Brekkan framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna Leigusala kom á óvart hve litla þekkingu hagsmunaaðilar fasteignaeigenda hafa á myglusvepp og var henni ráðlagt að leigja út íbúð án þess að segja frá myglusveppum. Um hundrað leigjendur hafa kvartað til Leigjendasamtakanna vegna raka á þessu ári. Framkvæmda- stjóri Húseigendafélagsins segir málið vera storm í vatnsglasi. 1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 m á n U D A G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.