Fréttablaðið - 14.09.2015, Síða 10

Fréttablaðið - 14.09.2015, Síða 10
Tækifæri í september Orkuflokkur þurrkun SIEMENS - Uppþvottavélar SN 45M209SK (hvít) SN 45M509SK (stál) 13 manna. Fimm kerfi. Hljóð: 44 dB (re 1 pW). Zeolith®- þurrkun: Skilar sérlega þurru og glitrandi leirtaui. Byggist á að láta hið náttúrulega steinefni seólít soga í sig raka og gefa frá sér hita. Barnalæsing. „aquaStop“ flæðivörn. Tækifærisverð: 139.900 kr. (Fullt verð: 169.900 kr.) HÆSTA EINKUNN 2 01 5 Öryggismál „Þetta vekur mann til umhugsunar um hvort ástæða sé til að skoða þetta frekar, þó líklegast sé að þessi viðskipti hafi verið full- komlega eðlileg,“ segir Ásgeir Karls- son, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, um stórfelld kaup einstaklinga á ýmsum teg- undum eiturs án tilskilinna leyfa árið 2014. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag sýndi könnun Umhverfisstofnunar að rúmlega helmingur þeirra 202 einstaklinga, sem keyptu ýmsar tegundir af eitri árið 2014 í tengslum við atvinnu- rekstur sinn til að uppræta óæski- legan gróður, skordýr eða meindýr, hafði ekki til þess tilskilin leyfi. Alls voru seld rúmlega tíu tonn af slíkum efnum til þessa hóps. Eftir að niðurstöður lágu fyrir taldi Umhverfisstofnun málið ekki þess eðlis að ástæða væri til að gera lögreglu viðvart – þrátt fyrir að 118 af 202 einstaklingum hefðu keypt eiturefnin án tilskilinna leyfa sem þeim ber að hafa undir höndum og eru útgefin af stofnuninni. Þó verða engin sérstök eftirmál fyrir þær átta verslanir sem seldu efnin án þess að þess væri gætt að kaup- endur efnanna hefðu til þess leyfi, þvert á lög. Ásgeir segir að ríkislögreglustjóri hafi ekki fjallað um mál sem þessi, en telur mikilvægt að þessar upp- lýsingar séu komnar fram. Hann tekur undir að þrátt fyrir að við- skiptin séu nær örugglega fullkom- lega eðlileg, og tengd atvinnurekstri viðkomandi, þá sanni dæmin það að ekki þurfi nema einn einstakling sem hefur annað og verra í huga til að skaðinn verði mikill. „Slíkt gæti valdið skelfilegum skaða, þannig að mér finnst ástæða til að þetta sé skoðað. Upp í hugann koma efni sem hægt er að nota til sprengjugerðar; það eru ákveðnar kvaðir á þeim. Af hverju þá ekki eiturefnin, alveg eins?“ segir Ásgeir og bætir við að það eigi ekki síst við í ljósi þess að um mikið magn er að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun þá voru 249 kíló af svokölluðum útrýmingarefnum seld til leyfislausra einstaklinga, en tæp tvö tonn af plöntueitri, eða plöntuverndarvörum eins og þau eru einnig kölluð. svavar@frettabladid.is Lögreglan lítur eitursölu án leyfis alvarlegum augum Yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra er hugsi yfir því að tugir manna hafi keypt mikið magn eiturefna án þess að framvísa tilskildu leyfi. Slík efni gætu valdið miklum skaða í höndum einstaklings sem hefði illt í huga. Tölur Umhverfisstofnunar sýna að leyfislausir hafa keypt 249 kíló af útrýmingarefnum. Svokölluð útrýmingarefni eru ætluð til að drepa rottur, en 249 kíló af slíkum efnum voru seld til einstaklinga sem voru með útrunnin leyfi eða höfðu aldrei haft leyfi til að kaupa slík efni. Fréttablaðið/GVA georgía Dýragarðurinn í Tíblisi, höfuðborg Georgíu, var opnaður í gær eftir að hafa verið lokaður frá því í júní. Mikil flóð stórskemmdu dýragarðinn fyrir þremur mánuðum og dýr bæði sluppu og drápust. Þá fórust einnig nítján Georgíumenn í flóðunum. „Eftir þriggja mánaða uppbyggingu getum við loks opnað á ný þrátt fyrir að hafa misst 277 dýr,“ segir Zurab Guerelidze, forstöðumaður dýra- garðsins. Til að aðstoða Georgíu- menn við að ná sér á strik aftur gáfu aðrir evrópskir dýragarðar þeim um 150 dýr. Einhver dýranna drápust í flóðun- um en stærstum hluta var smalað inn í skýli fyrir flækingshunda og slátrað. Georgíska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni í kjölfar flóðanna. Enn er margra saknað og tugir eru heimilislausir. Þá eru vegir enn stór- skemmdir í borginni. Auk þess vakti sú ákvörðun að slátra dýrum garðs- ins ekki hrifningu margra Georgíu- manna. – þea Dýragarðurinn opnaður á ný Gestir bera nashyrning að nafni Begi augum í dýragarðinum í Tíblisi þegar hann var opnaður í gær. NordicPhotos/AFP dýr dýragarðsins í Tíblisi drápust í flóðum fyrir þremur mánuðum. 277 lÖgreglumál Lögreglu hafa borist tvær tilkynningar á síðustu tveimur árum um tilvik þar sem hefndarklám er notað til kúgunar, hvort sem það er til að fá við- komandi til að samþykkja kynferðislegt samneyti eða láta af hendi fjármuni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu grein- ingardeildar ríkislögreglustjóra um mat á skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. „Þetta gefur bersýnilega í ljós og sýnir mikilvægi þess að koma böndum á þessa glæpi og það að lögin í dag nái ekki utan um þetta,“ segir Björt Ólafs- dóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Björt er fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingar á almennum hegningar- lögum sem miða að því að gera birtingu, vörslu og sköpun hefndarkláms refsi- verða. „Þessi nýi veruleiki sem samfélags- miðlar eiga stóran þátt í kennir okkur og er að sýna okkur að lögin eins og þau eru núna eru ekki fullnægjandi,“ segir Björt. „Við erum alltaf að sjá það meir og meir að lögin eru ekki í takt við það sem við sjáum í því samfélagi sem við lifum í og það þarf að uppfæra þau,“ bætir Björt við. – þea Hefndarklám notað til að kúga Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar slys Svissneskur ferðamaður, sem ekkert hafði spurst til frá því á þriðjudag og leitað var að á laugar- dag, fannst látinn á Seyðisfirði þá um kvöldið. Bíll mannsins hafði staðið við Fjarðarselsvirkjun undanfarna daga en lík hans fannst um sexleytið í gær- kvöldi í fjalllendi þar skammt frá, við Ytri-Hádegisá. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Egilsstöðum er talið að maðurinn hafi hrapað við klifur. Umfangsmikil leit  var hafin að manninum seinni part laugardags, en lík hans  fannst fjórum tímum síðar. – gj Ferðamaður fannst látinn Upp í hugann koma efni sem hægt er að nota til sprengjugerðar; það eru ákveðnar kvaðir á þeim. Af hverju þá ekki eitur- efnin, alveg eins? Ásgeir Karlsson yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra 1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 m á N u D a g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.