Fréttablaðið - 14.09.2015, Side 16

Fréttablaðið - 14.09.2015, Side 16
 The King’s Singers Tvöfaldir Grammy–verðlaunahafar Hinn heimsþekkti breski sönghópur Nánari upplýsingar í síma 528 5050, á harpa.is og tix.is Br an de nb ur g www.harpa.is/tks Eldborg 16. september kl. 20:00 Hvað gerði Gylfi? Gylfi Þór Sigurðsson var að vanda í byrjunarliði Swansea sem tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu gegn nýliðum Watford. Gylfi var tekinn af velli á 71. mínútu. Stærstu úrslitin Man. Utd fór upp í 3. sæti deildarinnar með 3-1 sigri á erkifjendunum í Liverpool sem eru dottnir niður í 9. sæti. Hetjan Steven Naismith gleymir laugardeginum ekki bráð en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði öll þrjú mörk Everton í 3-1 sigri á Eng- landsmeisturum Chelsea en Skotinn kom inn á sem varamaður snemma leiks. Kom á óvart Það voru ekki margir sem könnuðust við nafnið Kelechi Iheanacho fyrir laugardaginn en þessi 18 ára nígeríski strákur skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann tryggði Man City sigur á Crystal Palace með marki á lokamínútunni, skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Nýjast Enska úrvalsdeildin Everton 3 –1 Chelsea Norwich 3 – 1 Bournemouth Crystal Palace 0 – 1 Man City Arsenal 2 –0 Stoke City Watford 1 – 0 Swansea Man Utd 3 –1 Liverpool Sunderland 0 – 1 Tottenham Leicester City 3 –2 Aston Villa Efst Man. City 15 Leicester 11 Man. Utd. 10 Arsenal 10 Crystal Pal. 9 Neðst Bournemouth 4 Chelsea 4 Newcastle 2 Stoke 2 Sunderland 2 Handbolti Önnur umferð Olís- deildar karla í handbolta hefst í kvöld með þremur leikjum. ÍR fær Aftur- eldingu í heimsókn, nýliðar Víkings sækja Fram heim og  í Hertz-höll- inni á Seltjarnarnesi mætast Grótta og FH. Þetta er  fyrsti heimaleikur Gróttu í efstu deild í 1.275 daga, eða síðan Seltirningar töpuðu 23-26 fyrir Fram í Hertz-höllinni 12. mars 2012. Gróttan féll það ár eftir að hafa aðeins fengið þrjú stig í 21 leik. Grótta endaði í 4. sæti 1. deildar 2013 og 2014 en í fyrra héldu Sel- tirningum engin bönd og þeir unnu 1. deildina með miklum yfirburðum. Þeir leika því í deild þeirra bestu á nýjan leik í vetur. Grótta teflir fram svipuðu liði og í fyrra en hefur þó fengið nokkra nýja leikmenn til liðs við sig. Þeir eiga það flestir sameiginlegt að hafa áður spilað með Gróttu. Þeirra á meðal er hornamaðurinn Finnur Ingi Stefáns- son en hann sneri aftur á Nesið í sumar eftir fimm ára dvöl hjá Val. „Það er gaman að vera kominn aftur,“ sagði Finnur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta eru nýjar aðstæður fyrir mig en ég er búinn að vera í annarri stöðu með Val undanfarin ár. Þetta er öðru- vísi áskorun.“ Gróttumenn fóru ekki vel af stað í Olís-deildinni en þeir töpuðu fyrsta leik sínum, 24-21, fyrir Aftureldingu á fimmtudaginn. Finnur segir að stress og spenna hafi hamlað Seltirningum framan af leik. „Við fundum það á móti Aftur- eldingu að við eigum fullt erindi í þessa deild, þótt úrslitin hafi verið óhagstæð,“ sagði Finnur sem var markahæstur Gróttumanna í leiknum gegn Mos- fellingum með sex mörk. „Við byrjuðum ekki vel, og það má  kannski skrifa það á reynsluleysi, en eftir þessa erf- iðu byrjun vorum við á pari við þá. Það var stress og spenna í hópnum og við þurftum smá tíma til að hrista það af okkur.“ Það er stutt á milli feigs og ófeigs í Olís-deildinni en tvö neðstu liðin falla á meðan hin átta fara öll í úrslitakeppnina. Finnur segir að markmiðið sé að sjálfsögðu að vera í hópi átta efstu liða þegar deildar- keppninni lýkur í lok mars. „Það er ljóst mál að við ætlum í úrslitakeppnina,“ sagði Finnur og bætti við: „Við rennum svolítið blint í sjóinn og það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvar við stöndum. En ég held að deildin verði jafnari í vetur en hún hefur oft verið,“ sagði Finnur sem hefur leikið einn A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hann segir mikla stemningu fyrir handboltanum á Seltjarnarnesi en síðasta ár var án nokkurs vafa það besta í sögu Gróttu; kvennaliðið varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari í fyrsta sinn og karlaliðið vann sér aftur sæti í deild þeirra bestu eftir þriggja ára fjarveru. „Það er gríðarlegur á h ug i f y r i r h a n d - boltanum úti á Nesi eftir árangur beggja liða í fyrra og von- andi getum við nýtt okkur þennan með- byr,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson að lokum. – iþs Við eigum fullt erindi í þessa deild Fótbolti Það voru margir sem ráku upp stór augu þegar Manchester United greiddi Monaco 36 milljónir punda fyrir franska unglinginn Ant- hony Martial á lokadegi félagaskipta- gluggans. Hinn 19 ára Martial var ekki þekktasta nafnið í bransanum og hafði aðeins skorað 11 mörk í 52 deildarleikjum í Frakklandi. Við fyrstu sýn virtist hann því ekki vera augljósa svarið við vandamálum United í sóknarleiknum. Í dag er nafn Anthony Martial hins vegar á allra vörum eftir að þessi dýrasti unglingur í fótboltasögunni skoraði þriðja mark United í 3-1 sigri á erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford á laugardaginn. Fyrri hálfleikurinn í leik þessara fornu fjenda var afar tíðindalítill svo ekki sé fastar að orði kveðið. United var þó sterkari aðilinn og hélt boltanum vel, án þess þó að skapa sér opin færi. David de Gea, sem skrifaði óvænt undir nýjan fjögurra ára samning við United á föstudaginn, kom inn í byrjunarliðið og hann hafði það afskaplega náðugt í fyrri hálfleiknum. Það lifnaði yfir leiknum í seinni hálfleik og hann var aðeins fjögurra mínútna gamall þegar Daley Blind kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir vel útfærða aukaspyrnu. Martial kom inn á sem  varamaður fyrir Juan Mata á 65. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Ander Herrera forystu heimamanna með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Sigurinn virtist vera kominn í höfn en Christian Benteke var ekki á sama máli og Belginn hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði með stórkostlegri klippu á 84. mínútu. En þá var röðin komin að Martial. Frakkinn hafði lítið sést eftir að hann kom inn á en á 86. mínútu kviknaði á honum. Martial fékk þá boltann frá Ashley Young vinstra megin á vallarhelmingi Liverpool og réðist til atlögu á vörn gestanna. Frakkinn fór inn á völlinn, lék svo skemmtilega á Martin Skrtel og kláraði færið af mikilli yfirvegun framhjá Simon Mignolet í marki gestanna. Og þetta gerði hann fyrir framan hörðustu stuðn- ingsmenn United í Stret- ford End-stúkunni sem fögnuðu sínum manni vel og innilega. „Hann hefur staðið sig vel á æfingum og þess vegna valdi ég hann í hópinn,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, eftir leik- inn á laugardaginn en þetta var þriðji sigur hans á Liverpool í jafn mörgum leikjum sem stjóri United. „Þegar þú skorar svona mark, þá er ekki hægt að biðja um mikið meira.“ Tilþrifin og afgreiðslan minntu um margt á annan Frakka sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni, sjálfan Thierry Henry sem skoraði nokkur svona mörk á sínum tíma. Það er auðvitað alltof snemmt að setja hann í sama flokk og snillinginn Henry og það er ekkert öruggt í þessum efnum. Marti- al á langt í land og svo gæti farið að hann reyndist vera næsti David Bel- lion en ekki næsti Henry sem lék einnig með Monaco á sínum tíma. En byrjunin lofar allavega góðu og Martial virðist koma með nýja vídd inn í sóknarleik United sem hafði ekki verið góður fram að leiknum um helgina. Hvað sem síðan gerist, þá mun Martial sennilega aldrei gleyma frumraun sinni í rauða búningnum. ingvithor@365.is Er hinn nýi Henry fundinn? Hinn 19 ára Anthony Martial, dýrasti unglingur fótboltasögunnar, stimplaði sig inn með látum í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. Og það gegn erkifjendunum í Liverpool sem hafa tapað tveimur í röð. 1 4 . S E p t E m b E r 2 0 1 5 m Á n U d a G U r16 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.