Fréttablaðið - 14.09.2015, Side 57

Fréttablaðið - 14.09.2015, Side 57
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Berglindar Pétursdóttur Bakþankar Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 H E I L S U R Ú M A R G H !!! 1 40 91 5 #6 KING KOIL FONDNESS Queen Size rúm (153x203 cm) FULLT VERÐ 211 .774 kr. ÚTSÖLUVERÐ 99.533 kr. = 53% AFSLÁT TUR! LAGER- HREINSUN! Sýningar- og skiptirúm eða dýnur á allt að 70% afslætti! ROYAL heilsukoddar Sængurfatnaður með allt að 50% afslætti AFSLÁTTUR 53% AFSLÁTTUR 30% LÝKUR LAUGARDAGINN 19. SEPT. ÚTSALAN ÚTSÖLULOK ATH! Einelti er ógeð Leggðu þitt af mörkum! Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka Ég var að rúnta á smájeppanum á föstudaginn með fullan bíl af kanilsnúðum og hressan leik- skóladreng í aftursætinu. Fössari í fólki og við á leiðinni heim að njóta helgarinnar. Í allri gleðinni misfórst að líta til hægri og vinstri og allt í einu var bíllinn stopp í árekstri á miðjum gatnamótum. Maðurinn sem steig út úr hinum bílnum reyndist auðvitað vera hinn viðkunnanlegasti náungi, bað mig að hafa sig afsakaðan meðan hann léti konuna sína vita að honum myndi seinka örlítið. Úff, gat nú skeð, klessti bílinn hjá besta gæjanum í bænum. Eftir að hafa komið frúnni í ró sneri hann sér að mér og byrjaði að fylla út plagg. Ég var svo hissa á að hann væri ekki að skamma mig. Ég sá á skýrsl- unni að hann var 15 árum eldri en ég, fæddur sama ár og stóri bróðir minn, sem myndi heldur ekki skamma mig ef ég myndi keyra á hann. Mögulega átti þessi líka klaufska systur. Ég þurfti að hafa mig alla við til að fara ekki að skæla framan í vinalegan þolanda þessa aulalega áreksturs (sem var nota bene hundrað prósent mér að kenna) svo ég kyngdi hverjum kökknum á fætur öðrum og fyllti út tjónaskýrslu með lélegum penna og spjallaði um að enginn gengi lengur með penna á sér. Ég byrgði inni til- finningar mínar í dágóða stund. Korteri seinna, þegar ég var komin heim í forstofu brast stíflan og ég byrjaði að sprengigráta framan í kærastann minn. Hann klæddi sig í regnföt og huggaði mig, laug því að mér að ég væri frábær ökumaður og svona gæti hent hvern sem er. Nú neyðist ég til að taka það úr ferilskránni minni að ég sé tjónlaus ökumaður. Ég er tjónuð týpa en hlakka til að borga fyrir glænýjan stuðara fyrir indæla ökumanninn sem tók þessu með svona miklu jafnaðargeði. Ég væri örugglega enn grátandi ef hann hefði öskrað á mig. Takk Trausti. Tómt tjón

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.