Fréttablaðið - 23.04.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.04.2015, Blaðsíða 4
23. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SKÓLAMÁL Meirihlutinn í borgar- stjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að setja á fót starfshóp um það hvernig auka megi samráð við for- eldra varðandi meiriháttar ákvarð- anir um skólahald. Tillaga meirihlutans um þetta var breytingartillaga við tillögu borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að við ráðningu í stöðu skólastjóra og leikskólastjóra skuli gefa foreldra- félagi, skólaráði og foreldraráði kost á samráði um málið. Þessir aðilar gætu síðan mælt með ákveðnum umsækjanda eða bent á atriði sem æskilegt væri að leggja áherslu við ráðninguna. Þar sem breytingartillaga meiri- hlutaflokkanna var samþykkt voru ekki greidd atkvæði um tillögu sjálfstæðismanna sem gagnrýndu þau vinnubrögð. „Fulltrúar vinstri meirihlutans tala jafnan fjálglega um opnari stjórnsýslu og aukna aðkomu borg- arbúa að ákvörðunum en treysta sér ekki til að samþykkja tillögur Sjálf- stæðisflokksins um að auka aðkomu foreldra að skólamálum samkvæmt aðferðum sem eru þrautreyndar erlendis og hafa gefið góða raun,“ bókuðu sjálfstæðismenn. Borgarfulltrúar meirihluta Sam- fylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lýsti fyrir sitt leyti yfir ánægju með að ráðn- ingar skólastjórnenda yrðu fram- vegis á forræði fagsviðsins en ekki kjörinna fulltrúa „til að hafið sé yfir vafa að faglegt saman burðarmat á hæfni umsækjenda en ekki pólitísk sjónarmið ráði för“. - gar Ágreiningur í borgarstjórn vegna breytinga á aðferðum við ráðningar æðstu skólastjórnenda: Samráð við foreldra við val á skólastjórum DAGUR B. EGGERTSSON Borgarstjór- inn ásamt meirihlutanum segist ánægð- ur með að skólastjórar verði framvegis ráðnir faglega en ekki pólitískt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BORGARMÁL Flokka má fjórðung af fjárfestingum borgarinnar sem grænar og að um 2,5% af öllu vinnuafli á höfuðborgar- svæðinu séu í grænum atvinnu- greinum. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um grænt hagkerfi í Reykjavík sem var kynnt á síðasta fundi borgar- ráðs. Þar kemur fram að fjár- hagslegt umfang fjárfestinga Reykjavíkurborgar er áætlað 7,3 milljarðar að meðaltali næstu fimm árin og eru grænar fjár- festingar þar af 1,8 milljarðar, eða 24%. Undir grænar fjár- festingar falla m.a. fjárfesting í opnum svæðum, viðhald göngu- leiða og úrbætur á forgangsleið- um strætisvagna, endurnýjun sorpíláta og fleira. - shá 2,5% grænt vinnuafl: Fjárfestingar 24% grænar HEILBRIGÐISMÁL Þrettán einstakling- ar á geðdeildum Landspítalans, sem hafa lokið meðferð og endurhæfingu, geta ekki útskrifast vegna þess að búsetuúrræði skortir. Verið er að nota Landspítalann eins og búsetu- úrræði. „Enginn á að eiga heima á spítala, hvorki aldraðir né geðfatl- aðir,“ segir María Einisdóttir, fram- kvæmdastjóri geðsviðs, en í Frétta- blaðinu var í gær fjallað um þá 78 eldri borgara sem eru fastir á Land- spítalanum vegna skorts á úrræðum. Sá sem lengst hefur beðið á geð- deild eftir búsetuúrræði hefur beðið í tvö ár. Tíu hafa beðið á geðdeildum spítalans í meira en sex mánuði og nokkrir hafa beðið í skemmri tíma en sex mánuði. Meðalaldur þeirra sem bíða fastir á geðdeildum spítalans er 29 ára. Sá yngsti er 22 ára og sá elsti 46 ára. María ræddi stöðu þessara sjúk- linga á opnum fundi hjúkrunarráðs sem haldinn var þriðjudaginn 21. apríl. Á fundinum var rætt hrein- skilnislega um bresti í heilbrigðis- kerfinu, öryggis ógn sem stafar af rúma nýtingu yfir æskilegu viðmiði og lakari þjónustu við sjúklinga vegna skorts á úrræðum í samfé- laginu en það er á forræði sveitar- félaganna að útvega geðfötluðum búsetuúrræði. „Það vantar heimili fyrir skjól- stæðinga okkar. Þetta er ungt fólk sem um ræðir,“ sagði María og skýrði fyrirkomulag á geðsviði. „Innan geðsviðs er almenn endur- hæfing, sérhæfð endurhæfing og endurhæfing af öryggisgeðdeild. Þá er starfrækt endurhæfingar- miðstöð fyrir ungt fólk í geðrofi. Á þessum deildum er hlutfall þeirra hátt sem hafa lokið meðferð en geta ekki útskrifast, 27% þeirra sem eru búnir í meðferð, bíða eftir frekari úrræðum. Þetta er alvarlegt mál og hefur miklar afleiðingar.“ Afleiðingarnar sem María grein- ir frá eru afleiðingar á líðan og bata þeirra geðfötluðu einstaklinga sem um ræðir og afleiðingar á flæði sjúklinga á geðsviði. Vegna þess að það er ekki hægt að útskrifa þetta fólk af geðdeildum spítalans fá þeir sem þurfa á innlögn að halda lakari þjónustu en ella. „Við erum að veita þeim sem þurfa innlögn lakari þjónustu, þetta þýðir líka að stund- um eru ótímabærar útskriftir ann- arra sem veikjast. Það verður bak- slag í líðan þeirra sem bíða og bíða, því þið getið ímyndað ykkur hvað gerist hjá þeim sem kemst ekki út af spítalanum. Oft sér maður það að fólk veikist aftur.Þetta er enginn smá tími sem við erum að tala um, sá sem hefur beðið lengst á geðspít- alanum hefur búið þar í tvö ár.“ María bendir á að það sé virki- lega erfitt fyrir einstakling, sem er að ljúka meðferð sem gengur út á aukna virkni í samfélaginu, að upplifa að hann kemst ekki út. „Það hefur vond áhrif á bata, leiðir til frekari veikinda auk þess sem það hefur vond áhrif á endurhæf- ingu annarra sjúklinga að sjá bið- röðina út í samfélagið lengjast.“ kristjanabjorg@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Uniq 4202 Glæsilega hannaður og vandaður sturtuklefi. Auðveldur í uppsettningu FRÁBÆR GÆÐI / GOTT VERÐ Hefur búið á geðdeild í tvö ár Ungur maður hefur búið á Kleppi í tvö ár eftir lok meðferðar vegna skorts á búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða. Tugur í viðbót býr á spítalanum að lokinni meðferð. „Alvarlegt,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs. Snærós, er þetta framtíðin? „Þetta er framtíðin, við erum fram- tíðin.“ Snærós Axelsdóttir er nýkjörinn formaður nemendafélagsins Framtíðarinnar í MR en stúlka gegnir þar líka embætti Inspector Scholae. KJARAMÁL Þorsteinn Víglunds- son, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins (SA), segir geta valdið glundroða ef einstök fyrirtæki semja við verkalýðs- félög fram hjá SA. Útilokað sé að samþykkja kröfur Starfs- greinasam- bandsins og sakar hann for- ystu þess um ábyrgðarleysi. „Samnings- umboð fyrir- tækja sem eru aðilar að Sam- tökum atvinnulífsins liggur hjá samtökunum nema þau séu þá með sérstaka þjónustuaðild,“ segir Þorsteinn. Ekki verði til lausnar á neinu ástandi að ein- stök fyrirtæki geri ólíka samn- inga. - hks ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Segir SA fara með umboðið: Glundroði ef hver semur sér ÖRYGGISMÁL Eltihrellar og fjárkúgarar hakka sig í auknum mæli inn á vefmyndavélar Íslendinga. Sér- fræðingur segir lögreglu ekki bregðast við. Íslending- ar verða sífellt oftar fyrir barðinu á slíkum árásum. Nokkur slík mál hafa komið upp á síðustu mánuðum í Reykjavík þar sem eltihrellar hafa komist inn á vefmyndavélar og brotist með þeim hætti inn í einkalíf fólks og tekið upp myndskeið. Theodór Ragnar Gíslason, sér- fræðingur í tölvuöryggismálum, segir innrás í heimilistölvu líkjast innbroti í hús einstaklinga. „Þegar brotist er inn í tölvu með þessum hætti þá er það ekkert ólíkt því þegar ráðist er inn á heimili fólks. Það er stolið upplýsingum, peningum, kreditkortaupplýsingum og í sumum tilvikum dýpstu leyndarmálum fólks.“ Dæmi eru um að einstaklingar hafi leitað til lög- reglunnar en án árangurs. Theodór segir lögregl- una ekki bregðast með nægjanlega sterkum hætti við málum sem þessum. „Lögreglan gerir ekkert, væntanlega vegna þess að hún hefur enga burði til að bregðast við slíkum atvikum,“ segir Theodór. - þká THEÓDÓR R. GÍSLASON VIÐ SKJÁINN Tölvuglæpir eru af ýmsum toga. Hér má sjá hakkaða vefsíðu Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkru síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Lögregla bregst ekki nægjanlega við nýjum árásum að mati sérfræðinga: Aukin innbrot í vefmyndavélar 27% þeirra sem eru búnir í með- ferð, bíða eftir frekari úrræð- um. Þetta er alvarlegt mál og hefur miklar afleiðingar. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs. UNGT FÓLK FAST Á GEÐDEILD Þrettán geðfatlaðir einstaklingar geta ekki útskrifast af geðdeildum Landspítalans. Sá yngsti er 22 ára og sá elsti 46 ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.