Fréttablaðið - 23.04.2015, Qupperneq 10
23. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
Akureyri • Sími 461 1099
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
EN
N
EM
M
/
S
IA
•
N
M
67
62
8
Heimsferðir bjóða margar af helstu borgarperlum
Evrópu í beinu leiguflugi. Allar borgirnar eiga
það sameiginlegt að vera áhugaverðar, bjóða
góða veitingastaði og úrvals verslunarmöguleika.
Það getur verið einstæð upplifun að ganga um
götur borganna og bera fallegar byggingarnar
augum, þræða mjó strætin sem liggja að fallegum
torgum þar sem hægt er að setjast niður og fá sér
eins og einn kaldan. Njóttu lífsins og drekktu í þig
árþúsundamenningu, meistaraverk á torgum úti
og einstakt andrúmsloft sem þessar borgir bjóða.
Skelltu þér í helgarferð!
Frá kr. 59.900
borgarferð
Skelltu þér í
39.900
Flugsæti báðar leiðir frá kr.
LOKAÚTKALL
Barcelona - Vilana Hotel - 1. maí í 4 nætur
Frábært verð
Frá kr. 59.900
Netverð á mann frá
kr. 59.900 m.v. 2 í
herbergi m/morgunmat.
Búdapest - Aquincum Hotel - 1. maí í 4 nætur
Frábært verð
Frá kr. 69.900
Netverð á mann frá
kr. 69.900 m.v. 2 í
herbergi m/morgunmat
Bratislava - Hotel Mercure - 1. maí í 4 nætur
Frábært verð
Frá kr. 89.900
Netverð á mann frá
kr. 89.900 m.v. 2 í
herbergi m/morgunmat.
Róm - Hotel Donna Laura - 30. apríl í 4 nætur
Frábært verð
Frá kr. 89.900
Netverð á mann frá
kr. 89.900 m.v. 2 í
herbergi m/morgunmat
ATVINNUMÁL Rannsókn á vegum
Vinnueftirlitsins og Háskóla
Íslands sýnir að starfsfólk fjármála-
stofnana sem hélt störfum í kjölfar
bankahrunsins mat heilsu sína og
vellíðan verri heldur en starfsfólk
sem missti vinnuna sex mánuðum
eftir hrunið.
Niðurstöðurnar voru birtar í vís-
indatímaritinu Work, Employment
and Society, eins og greint er frá á
vef Vinnueftirlitsins.
Niðurstöður sýndu að sá hópur
sem mat heilsu sína og vellíðan
besta voru þau sem hafði verið sagt
upp en höfðu fengið nýja vinnu á
þeim tíma sem rannsóknin fór fram.
Þeir sem héldu störfum mátu
heilsu sína verri en þeir sem voru
enn án atvinnu eftir uppsagnir. Sá
hópur sem mat heilsu sína og
vellíðan versta var sá sem hélt
störfum og upp-
lifði starf sitt
ótryggt og
bjóst við að
geta misst
starfið innan
árs.
Þessi rann-
sókn sýnir að í kjölfar mikilla
breytinga á vinnustöðum getur
starfsumhverfi verið hlaðið
streituvöldum eins og ótta við
að missa starfið eða að starfs-
kröfur hafa aukist, segir Vinnu-
eftirlitið.
- shá
Mikil vanlíðan bankastarfsmanna sem ekki misstu vinnu strax í hruninu:
Þeim sem héldu vinnu leið verr
FRAKKLAND Lögreglumenn í París
hafa handtekið 24 ára mann sem
grunaður er um að skipuleggja
hryðjuverk í París. Bernard Caze-
neuve, innanríkisráðherra Frakk-
lands, greindi frá þessu í gær.
Maðurinn, Sid Ahmed Ghlam,
var handtekinn í stúdentaíbúð í
París eftir að hann hafði óvart
skotið sjálfan sig og hringt á
sjúkrabíl. Hann hefur einnig verið
tekinn í yfirheyrslu vegna morðs
á konu sem fannst látin síðastlið-
inn sunnudag. Konan, Aurelie Cha-
telain, var í heimsókn í París yfir
helgina en hún fannst látin í bíl í
úthverfi Parísar.
Á vettvangi fann lögregla nokk-
uð magn vopna og skothelt vesti
auk áætlana þar sem hugsan-
leg skotmörk, nokkrar kirkjur
í París, voru útlistuð. Þar voru
einnig upplýsingar um tengilið
mannsins í Íslamska ríkinu sem
hafði ráðlagt honum að ráðast á
kirkjur. Þá hefur leyniþjónust-
an í Frakklandi upplýsingar um
að Ghlam hafi haft áhuga á að
ferðast til Sýrlands til að berjast
með íslömskum vígamönnum en
hundruð Frakka hafa ferðast til
Mið-Austurlanda til að berjast
með Íslamska ríkinu.
- srs
Lögregla hafði uppi á hryðjuverkamanni eftir að hann skaut sig óvart:
Skipulagði hryðjuverk í París
LÖGREGLAN Í PARÍS Maðurinn var
handtekinn í stúdentaíbúðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
FLÓTTAFÓLK Auðugu ríkin á
norður hveli jarðar þurfa að sam-
einast um að taka á móti millj-
ón flóttamönnum frá Sýrlandi á
næstu fimm árum. Þetta segir
Francois Crépeau, sérfræðingur
Sameinuðu þjóðanna í mannrétt-
indum flóttamanna.
Í viðtali við breska dagblaðið
The Guardian segir Crépeau að
þetta eigi að vera vel viðráðanlegt.
„Fyrir lönd á borð við Bret-
land myndi þetta líklega þýða um
það bil 14.000 Sýrlendingar á ári í
fimm ár. Fyrir Kanada yrðu það
innan við 9.000 manns á ári í fimm
ár – sem er eins og dropi í hafið.“
Crépeau segir flóttamanna-
strauminn frá Sýrlandi, vegna
borgarastyrjaldarinnar þar
undan farin fjögur ár, vera helstu
rót hins sívaxandi straums flótta-
manna til Evrópu.
Það sem af er þessu ári hafa
meira en 1.750 manns drukknað
í Miðjarðahafinu á mistraustum
og yfirfullum bátum, sem sigla
átti til ríkja Evrópusambandsins
en hvolfdi áður en áfangastað var
náð.
Evrópusambandið hefur sætt
gagnrýni fyrir að hafa brugðist
seint og illa við þessum vanda, en
á mánudaginn ákváðu utanríkis-
ráðherrar þess á fundi í Brussel
að gera bragarbót.
Tony Abbott, forsætisráðherra
Ástralíu, hvetur Evrópuríki reynd-
ar til þess að fara að dæmi Ástr-
alíu og senda alla flóttamanna-
báta jafnharðan til baka. Það sé
eina leiðin til að koma í veg fyrir
að flóttafólk drukkni í stórum stíl
í Miðjarðarhafinu.
Ástralía hefur undanfarin ár
tekið afar harkalega á flóttafólki.
Öllum bátum er snúið við eða þeir
dregnir til baka, en þegar því
verður ekki viðkomið er flóttafólk-
ið sent í einangrunarbúðir á eyjum
í Kyrrahafinu. Ekkert þessa fólks
fær neina von um að mega nokk-
urn tíma setjast að í Ástralíu sem
flóttamaður. Þetta hefur haft þau
áhrif að flóttamannastraumurinn
á bátum til Ástralíu hefur nánast
stöðvast.
Þessi ráðlegging ástralska for-
sætisráðherrans hefur ekki hlot-
ið mikinn hljómgrunn meðal evr-
ópskra ráðamanna.
Mikil óvissa ríkir enn um
útfærslu Evrópusambandsins á
þeim aðgerðum, sem samþykkt var
að ráðast í á mánudaginn. Meðal
annars var samþykkt að Ítalía og
önnur Miðjarðarhafsríki yrðu ekki
látin sitja ein uppi með vandann,
heldur myndu önnur aðildar ríki
bjóðast til að taka við fleiri flótta-
mönnum.
gudsteinn@frettabladid.is
Milljónir þurfa hæli
Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna segir að á næstu fimm árum þurfi auðugri
ríki heims að taka við milljón sýrlenskum flóttamönnum. Forsætisráðherra Ástr-
alíu ráðleggur Evrópuríkjum hins vegar að senda öll flóttamannaskip til baka.
KOMIN TIL ÍTALÍU Hópur flóttafólks kominn til hafnar í Augusta á Sikiley eftir að hafa verið bjargað um borð í ítalskt herskip.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA