Fréttablaðið - 23.04.2015, Síða 18

Fréttablaðið - 23.04.2015, Síða 18
23. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 Skuldir heimila námu rúmlega 90,5 prósentum af landsframleiðslu í árslok 2014. Að raunvirði lækkuðu skuldir heimila um 1,5 prósent á liðnu ári. Í hlutfalli af landsfram- leiðslu lækkuðu þær um tæplega 10 prósent á árinu. Til samanburð- ar lækkuðu skuldir heimila um 5 prósent árið 2013 og 3,5 prósent árið 2012. Þetta kemur fram í rit- inu Fjármálastöðugleiki sem Seðla- bankinn gaf út í gær. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri og Sigríður Benediktsdóttir, forstöðumaður fjármálastöðugleika Seðlabankans, kynntu ritið í gær. „Það er mesta lækkun á skuld- um heimila sem hlutfall af vergri landsframleiðslu frá því að fjár- malaáfallið hófst,“ sagði Sigríður Benediktsdóttir á fundinum. Sigríð- ur benti á að í alþjóðlegum saman- burði hefðu skuldir heimila hækkað upp úr öllu valdi en væru teknar að lækka aftur mjög hratt. „Einu þjóð- irnar þar sem heimili hafa verið að minnka skuldsetningu sína eru í raun Írland og Ísland. Önnur heim- ili hafa í raun verið að auka skuld- setningu,“ sagði Sigríður. Í skýrslunni er bent á að skuld- ir hafi ekki verið lægri síðan 2004 sé tekið mið af landsframleiðslu. Lækkun á hlutfallinu megi bæði rekja til lækkunar á nafnvirði skulda og aukinnar landsfram- leiðslu. Lækkun á nafnvirði skulda megi síðan bæði rekja til lítillar verðbólgu á síðasta ári og aðgerða stjórnvalda um niðurfærslu verð- tryggðra lána. Sigríður sagði að langtímaáhrif skuldaniðurfærslu ríkisstjórn- arinnar á verðtryggðum lánum væru óljós. „Þau eru öll háð því í hvaða mæli heimilin munu taka ný lán gegn því aukna svigrúmi sem þarna myndast. Við þurfum að bíða aðeins lengur áður en stóri dómur fellur varðandi það hver skuldsetn- ing heimila verður í framtíðinni,“ sagði hún. Sigríður benti einnig á að hrein eign heimila, sem hlutfall af ráð- stöfunartekjum, hefði aldrei verið meiri en í lok síðasta árs. Hrein eign heimila var þá 505 prósent af ráðstöfunartekjum en þetta hlutfall var 380 prósent í lok árs 2008. jonhakon@frettabladid.is 140% 120% 100% 80% 60% 40% 20% 0% 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 LÁN EFTIR LÁNAFLOKKUM SEM HLUTFALL AF VERGRI LANDSFRAMLEIÐSLU 2004–2014 VERÐTRYGGÐ LÁN LÁN Í ERLENDUM GJALDMIÐLUM ÓVERÐTRYGGÐ LÁN YFIRDRÁTTARLÁN EIGNALEIGUSAMNINGAR Skuldir heimilanna lækka Skuldir heimila lækkuðu um tæplega 10 prósent af vergri landsframleiðslu í fyrra. Þetta er mesta lækkun frá upphafi fjármálaáfallsins. Einu þjóðirnar þar sem skuldir heimilanna hafa minnkað eru Írland og Ísland. STAÐAN KYNNT Már Guðmundsson og Sigríður Benediktsdóttir kynntu skýrsluna. Seðlabankastjóri segir að staða stóru við- skiptabankanna sé sterk. Þegar dýpra er kafað sé myndin hins vegar ekki eins björt og virðist við fyrstu sýn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 5.440 einstaklingar höfðu sótt um greiðsluaðlögun í lok febrúar síðastliðins. Þar af voru 75 umsóknir í vinnslu innan embættisins, 282 í vinnslu hjá umsjónarmönnum og búið að loka 5.083 umsóknum. Af þeim hefur um 2.682 umsóknum verið lokað með frjálsum samningum. Greiðsluaðlögunartímabil þessara frjálsu samninga hefur verið að styttast en það var að meðaltali 20 mánuðir árið 2011 en var á síðasta ári 14 mánuðir. Að jafn- aði er eftirgjöf samningskrafna um 88 prósent en um er að ræða ótryggðar kröfur. Yfir 5.000 sótt um greiðsluaðlögun Fulltrúar Faxaflóahafna og banda- ríska iðnfyrirtækisins Silicor Materials undirrituðu í gær samn- inga um lóð, lóðarleigu og afnot af höfn vegna fyrirhugaðrar sólar- kísilverksmiðju á Grundartanga. Theresa Jester forstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri undirrit- uðu fyrir hönd Silicor og Faxa- flóahafna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, vottuðu undirritunina. Stefnt er á að hefja framkvæmd- ir haustið 2015 og framleiðslu á síðari hluta árs 2017. Áætlað er að um 450 manns starfi á Grundar- tanga á vegum Silicor. - jhh Hefja framkvæmdir í haust: Borgin semur við Silicor SKRIFAÐ UNDIR Samningurinn um lóðarleigu var undirritaður í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stjórnarmenn í Vátryggingafélagi Íslands hafa ákveðið að afsala sér hækkun stjórnarlauna. Á aðal- fundi í mars síðastliðnum sam- þykktu hluthafar að hækka mán- aðarleg laun stjórnarmanna um 75% þannig að stjórnarmönnum yrðu greiddar 350 þúsund krónur á mánuði og laun stjórnarfor- manns yrðu hækkuð um 50 pró- sent svo honum yrðu greiddar 600 þúsund krónur á mánuði. Eftir ákvörðunina verða laun stjórnarmanna 200 þúsund krónur á mánuði og laun stjórnarfor- manns 400 þúsund krónur á mán- uði. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands bendir VÍS á að samhliða hækkun mánaðarlegra launa hafi greiðslum fyrir aukalega stjórn- arfundi hætt. - ih Stjórn bregst við gagnrýni: Afsala sér hækkun launa Eignir lífeyrissjóðanna hafa ríf- lega tvöfaldast frá aldamótum og námu um 3.000 milljörðum króna síðastliðin áramót. Það er ríflega ein og hálf landsframleiðsla. Þetta kom fram í Markaðspunktum Arion banka sem komu út í gær. Greining Arion banka telur að staða íslenskra lífeyrissjóða sé á heildina litið nokkuð sterk. Hrein raunávöxtun þeirra hafi farið batnandi síðustu ár eftir að hafa verið innan við 1% á árunum 2007 og 2009 og neikvæð um 22% árið 2008. Á árunum 2010-2011 var ávöxtunin komin yfir 2% og upp í 7,3% árið 2012. Á árinu 2014 er áætlað að raun- ávöxtunin hafi verið 7,2%. Slík ávöxtun myndi tvöfalda eign- irnar á tíu árum. Engu að síður eru lífeyrissjóðir skyldaðir til að miða við 3,5% ávöxtunarkröfu við núvirðingu á framtíðarskuldbind- ingum. Greining segir meðalraun- ávöxtun síðastliðinna 13 ára vera lítillega undir því, eða 3,2%. Greining segir mikilvægt að hafa í huga að markmið lífeyris- sjóða sé ekki að stækka eignasafn- ið, ávöxtunin sé mun mikilvægari. „Þó er mikilvægt að lífeyrissjóð- irnir auki við eignir um þess- ar mundir því aldurssamsetning þjóðarinnar mun breytast á næstu áratugum þar sem þjóðin er að eld- ast. Þá mun hlutfallið milli eftir- launaþega og launþega hækka sem þýðir að meira fer út úr lífeyris- sjóðum heldur en inn í þá, miðað við stöðuna í dag,“ segir Greining. - jhh Greining Arion segir mikilvægt að eignir lífeyrissjóða aukist vegna aldurssamsetningar þjóðarinnar: Eignir lífeyrissjóðanna ríflega tvöfaldast STERK STAÐA Regína Bjarnadóttir er forstöðumaður Greiningar. Greining segir stöðu lífeyrissjóðanna vera sterka. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hagnaður Boeing-flugvélafram- leiðandans jókst um 38 prósent á fyrsta fjórðungi. Nam hagnaður- inn 1,34 milljörðum dala, eða sem samsvarar 184 milljörðum króna, á fyrsta fjórðungi. Ástæðan er fyrst og fremst aukin framleiðsla flugvéla sem notaðar eru í borgaralegt flug, segir fréttastofa BBC. Boeing framleiddi 184 flugvélar á fjórðungnum og jókst framleiðsl- an um 14 prósent frá sama tímabili árið áður. Heildartekjur á fjórðungnum jukust um 8 prósent og námu um 3.000 milljörðum króna. Tekjur af smíði borgaralegra flugvéla juk- ust um átta prósent. Niðurskurður Bandaríkjamanna til varnarmála varð hins vegar til þess að draga úr tekjum vegna flugvéla sem not- aðar eru í hernaði. Boeing býst við því að heildar- tekjur yfir árið verði í kringum 13 þúsund milljarðar króna. Búist er við því að framleiddar verði milli 750 og 755 borgaralegar flugvélar á þessu ári og tekjurnar af þeim verði í kringum 9 þúsund milljarð- ar króna. „Góð rekstrar- og fjárhagsstaða styrkir getu okkar til þess að skila hluthöfum okkar arði á sama tíma og við fjárfestum í tækni og mann- auði,“ hefur BBC eftir Jim McNer- ney, stjórnarformanni Boeing. - jhh Framleiðsla á flugvélum fyrir borgaralegt flug eykst og hagur Boeing-framleiðandans verður betri: Hagnaður Boeing jókst um tæp 38 prósent BOEING 787-9 Þetta er líkan af Boeing- vél í litum R2-D2 vélmennisins úr Star Wars. NORDICPHOTOS/AFP Landssamband íslenskra verzl- unarmanna (LÍV) er óánægt með þann seinagang sem verið hefur í kjaraviðræðum. Telur sambandið að Samtök atvinnulífsins sýni lítinn vilja til þess að ná ásættanlegri niðurstöðu. „Það er því nokkuð ljóst að til tíðinda muni draga innan skamms og að félög innan LÍV muni leita eftir heimildum til aðgerða til þess að bregðast við. Ákveðið var að hvert félag myndi hefja vinnu við undirbún- ing aðgerða,“ segir í ályktun for- mannafundar LÍV. - jhh Verslunarmenn stefna í hart: Telja SA sýna lítinn áhuga Viðskiptaráð Íslands telur að ályktun sem þingflokkur Sam- fylkingarinnar sendi frá sér í fyrradag vegna kjaraviðræðna sé full af rangfærslum. Segir Viðskiptaráð að álykt- unin sé til þess fallin að afvega- leiða umræðuna um kjaramál. Til að mynda segir Viðskiptaráð að jöfnuður tekna hafi aukist en ekki minnkað. Þetta sýni Gini- stuðullinn, sem mælir samþjöpp- un tekna. Hann hafi lækkað á árunum 2009 til 2013. -jhh Segja rangfærslur í ályktun: VÍ ósátt við Samfylkinguna milljarða króna hagn- aður var á rekstri Boeing. 184

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.