Fréttablaðið - 23.04.2015, Blaðsíða 22
23. apríl 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR:
Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Því hefur verið haldið fram að undan-
förnu að hætta sé á að verðbólga éti upp
höfuðstólsleiðréttingu húsnæðislána, Leið-
réttinguna. Það er alrangt. Þvert á móti,
það munar enn meira um Leiðréttinguna
eftir því sem verðbólga er hærri.
Það stafar af því að verðbólga getur
ekki hækkað það sem búið er að taka í
burtu. Lánið mun hugsanlega ná sömu
upphæð aftur, en sú upphæð verður alltaf
lægri en hefði lánið ekki verið leiðrétt.
Sá hluti lána sem búið er að færa niður
bætist ekki ofan á lánin aftur. Það er því
rangt að tala um að verðbólga éti upp
Leiðréttinguna. Í raun skiptir Leiðrétting-
in enn meira máli ef verðbólga hækkar,
vegna þess að óleiðrétt lán hefði hækkað
enn meira en leiðrétta lánið gerir. Vægi
Leiðréttingarinnar í krónum talið eykst
með meiri verðbólgu en minnkar við verð-
hjöðnun. Og munurinn á greiðslum er satt
að segja sláandi.
Til að sjá þennan mun svart á hvítu má
t.d. bera saman tvö dæmi af hjónum sem
árið 2007 taka 15 milljóna jafngreiðslulán
til 40 ára á 4,15% vöxtum.
Í fyrra dæminu er verðbólga 2% út láns-
tímann. Vegna Leiðréttingarinnar greiða
hjónin rúmum 10 milljónum króna minna
í afborganir á líftíma lánsins en þau hefðu
gert án Leiðréttingarinnar.
Í seinna dæminu er verðbólga 6% út
lánstímann. Vegna Leiðréttingarinnar
greiða hjónin um 22 milljónum króna
minna í afborganir á líftíma lánsins en
þau hefðu gert án Leiðréttingarinnar.
Munurinn á greiðslum hjónanna ef
verðbólga er 2% eða 6% er því um 12
milljónir króna.
Flestum er kunnugt að það borgar sig
alltaf að borga inn á verðtryggt lán, því
það leiðir til þess að lægri verðbætur
leggjast á lánið til framtíðar en án þeirrar
inngreiðslu. Það má því vera öllum ljóst að
verðbólga étur ekki upp ávinning heimil-
anna af Leiðréttingunni. Sá ávinningur
heldur gildi sínu þótt verðbólga hækki,
einfaldlega vegna þess að það sem hefur
verið tekið í burtu hækkar ekki.
Það sem tekið hefur verið
í burtu hækkar ekki
EFNAHAGSMÁL
Sigurður Már
Jónsson
upplýsingafulltrúi
ríkisstjórnarinnar
Til fyrirmyndar
Stjórnmálamönnum er oft legið á hálsi
fyrir að tala óskýrt. Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson sýndi í gær fram á að sú
gagnrýni er stundum að ósekju, þegar
hann svaraði Guðmundi Steingrímssyni.
Gefum honum orðið: „Virðulegur forseti.
Já, eins og komið hefur fram bæði hjá
mér og hæstv. fjármálaráðherra er von
á frumvarpi um stöðugleikaskatt. Hafa
aðrir kostir verið skoðaðir og metnir?
Já, það hefur svo sannarlega verið gert
í heilmikilli vinnu sem staðið hefur nú
vel á annað ár. Er eftir einhverju að
bíða, eru fleiri kostir sem þarf að
líta til, er undirbúningsvinnan vel
á veg komin, er hún að klárast?
Já.“ Og næsta svar var enn
skorinorðara: „Virðulegur
forseti. Íslensk stjórnvöld
hafa ekki átt í neinum
samningaviðræðum við kröfuhafa.“
Vonandi taka fleiri upp þennan knappa
en skýra stíl eftir forsætisráðherra, það
mundi að minnsta kosti einfalda blaða-
mönnum lífið.
Kunnuglegur afturendi
Annars voru þingmenn stjórnarand-
stöðunnar ekki ánægðir með for-
sætisráðherra í gær. Þvert á móti. Katrín
Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna,
sagði til að mynda að þingheimur þekkti
orðið afturendann á Sigmundi Davíð
betur en framhliðina, þar sem
þingmenn sæju reglulega á
eftir honum á hlaupum úr
salnum. Ekki skal lagt mat á
það hér að öðru leyti en því
að sá sem snýr aftur
á leið út úr sal
hlýtur á ein-
hverjum tímapunkti að hafa snúið fram
á leið inn í salinn.
Þar sem þingsköp þess krefjast
Valgerður Bjarnadóttir, þingkona Sam-
fylkingarinnar, var heldur ekki ánægð
með Sigmund Davíð í gær, hvorki
fram- né afturendann. Hún var reyndar
svo óánægð með hann að hún lýsti því
yfir að hún nefndi hann hæstvirtan
forsætisráðherra aðeins vegna þess að
þingsköp þess krefðust. Sjálf teldi hún
hann fráleitt eiga slíkan sæmdartitil
skilið. Það er þó gott að þingmenn
virða kurteisisreglur sem þing-
sköp setja þeim. Raunar væru
rifrildi fólks á milli almennt
mun skemmtilegri ef það þyrfti
að ávarpa hvert annað með
virðingartitlum.
kolbeinn@frettabladid.is
V
on er á frumvörpum um verðtryggingu í haust. Þetta
kom fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráð-
herra í viðtali við Fréttablaðið í gær. Ekki stendur til
að afnema verðtrygginguna heldur lengja lágmarks-
tíma verðtryggðra lána og stytta hámarkstíma þeirra.
Þannig verður vægi óverðtryggðra lána aukið á kostnað verð-
tryggðra.
Báðir ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu einhvers konar fikti við
verðtrygginguna fyrir kosningar. Framsókn vildi afnám en
Sjálfstæðisflokkurinn vildi minnka almenna notkun á verð-
tryggðum lánum og tryggja val
fólks á ólíkum kostum. Þannig
lagði Framsóknarflokkurinn
á það áherslu að afnema verð-
trygginguna alfarið, ekki aðeins
á neytendalán eins og lagt er
upp með í boðuðu frumvarpi
fjármálaráðherra. Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson forsætis-
ráðherra tók í gær í ræðustóli á Alþingi af allan vafa um að
markmið flokksins væri að afnema verðtrygginguna í heild
sinni, um væri að ræða fyrsta skrefið í þá átt með þessum frum-
vörpum fjármálaráðherra. Bjarni hins vegar hafði sérstaklega
tekið fram að uppleggið hefði ekki verið afnám verðtryggingar.
Ef litið er fram hjá því hversu ótraustvekjandi það er að for-
svarsmenn ríkisstjórnarinnar tali svo mikið út og suður liggur
fyrir að takmark þeirra hlýtur að vera sameiginlegt. Að reyna
að tryggja eftir föngum að Íslendingar búi hér við eðlileg lána-
kjör og skipta áhættunni á sanngjarnan hátt á milli lánveitenda
og lántaka.
Það verður ekki gert með því að afnema eða takmarka verð-
tryggingu. Verðtrygging er sjúkdómseinkenni sem felst í smáum
og óstöðugum gjaldmiðli og takmarkaðri tiltrú á peningastefnu.
Hinn raunverulegi vandi er verðbólgan. Það er því undarlegt
þegar þeir sem hvað helst tala fyrir því að Ísland eigi að halda
áfram að búa við krónuna leggja til afnám verðtryggingar.
Lánveitendur munu ekki vilja lána til langs tíma í íslenskri
krónu nema að það sé tryggt að þeir fái peningana sína til baka
í jafn verðmætum krónum og lánað var í. Hærri vextir – okur-
vextir – gætu þá tekið við sem einhvers konar verðtrygging sem
lántakendum stæði til boða.
Segjum sem svo að Framsóknarflokkurinn láti af því verða
að banna verðtryggð lán. Búast má við venjulegu íslensku
verðbólguskoti á einhverjum tímapunkti, sem bankarnir munu
mæta með því að hækka vexti sem nemur verðbólguskotinu.
Lántakendur sem þurfa að greiða þessa háu vexti munu auðvitað
vilja dreifa þessum hækkuðu vaxtagreiðslum á það sem eftir
lifir lánstímans. Sem er nákvæmlega það sem verðtryggingin
gerir – en hún er þá orðin óheimil.
Það er engin leið að losna við verðtrygginguna án þess að
skipta um gjaldmiðil. Fyrr fæst ekki sá stöðugleiki sem er
grundvöllur til að ná niður verðbólgu og vöxtum. Allt tal um
annað er eins og að teipa saman gamla lélega bílinn og úða á
hann WD-40 til að þvinga hann í gegnum skoðun. Það liggur
fyrir að hann er lélegur og ónothæfur. Hann er hættulegur í
umferðinni. Og til langs tíma litið margborgar það sig að kaupa
frekar nýjan. Lausnin er nýr gjaldmiðill.
Verðtryggingin er afleiðing, ekki orsök:
Teip og WD-40
➜ Flestum er kunnugt að það
borgar sig alltaf að borga inn á
verðtryggt lán, því það leiðir til þess
að lægri verðbætur leggjast á lánið
til framtíðar.