Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.04.2015, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 23.04.2015, Qupperneq 32
FÓLK|TÍSKA GLÆSILEG Þessi mynd var tekin af Mary á nýársfagnaði sem tengdamóðir hennar hélt í Amalíuborgarhöll. Mary þykir alltaf einstaklega glæsileg kona. ÁRHÚS Mary, Friðrik og börn þeirra, Ísabella og Kristján, koma til galaveislu sem haldin var í Árósum til heiðurs drottningu og afmæli hennar fyrr í mánuðinum. AFMÆLISDAGUR Á afmælisdegi drottningar á tröppum ráð- hússins í Kaupmannahöfn. Mary kom í vagni þangað með tengdamóður sinni. Tengdapabbinn var fjarri góðu gamni. Í SVISS Krónprinsinn og fjölskylda hans í skíðaferð í Sviss í febrúar. Tvö eldri börnin, Ísabella og Kristján, og tvíburarnir, Jósafína og Vincent, fædd í janúar 2011. Þær keppa reyndar um þann titil Mary krón-prinsessa Danmerkur og Kate Middleton, hertogaynja af Cambridge. Mary hefur það þó fram yfir Kate að vera framar í röðinni á leið í hásætið. Mary og Friðrik, krónprins Danmerkur, hafa ver- ið gift frá árinu 2004. Hún er 43 ára gömul fjögurra barna móðir, ættuð frá Tasmaníu. Friðrik og Mary eignuðust sitt fyrsta barn, Kristján, árið 2005 og dótturina Ísabellu árið 2007 en hún var fyrsta stúlkubarnið sem fæddist í dönsku konungsfjöl- skyldunni frá árinu 1946. Tvíburarnir Jósefína og Vincent fæddust árið 2011. Þegar breska síðan myvouchercodes.co.uk bað lesendur sína að velja best klæddu konunglegu konuna í Evrópu árið 2013 varð Mary ofar á lista en sjálf Kate Middleton sem er stolt Breta. Mary sinnir mörgum opinberum athöfnun ásamt eigin- manni sínum og þykir ávallt vera einstaklega vel til fara og bera sig vel. Hún klæðist gjarnan danskri hönnun. Skandinavísku blöðin segja að Mary hafi stolið senunni í afmæli drottningar í glæsilegum síðkjól hönnuðum af hinni dönsku Birgit Hallstein. Hún hefur einmitt hannað mikið fyrir krónprinsessuna og tekist vel upp. Öll smáatriði virðast vera full- komin þegar krónprinsessan á í hlut. Fyrr um dag- inn hafði hún sýnt sig í glæsilegri dökkblárri kápu sem hönnuð var af Oscar de la Renta. Þá kápu hefur Mary áður borið en hún er ófeimin við að nota fötin sín oftar en einu sinni. Mary þykir hafa drottningarútlit, enda Danir stoltir af henni. Danir voru ekki jafnhrifnir af því að Hinrik prins, eiginmaður drottningar, mætti ekki í afmælisfagnað konu sinnar. Hinrik, sem er átt- ræður, var sagður vera með flensu og liggja heima. Tveimur dögum síðar var hann floginn til Suður- Evrópu og þótti mörgum það hneykslanlegt. MARY ÓKRÝND TÍSKU- DROTTNING EVRÓPU GLÆSILEIKI Mary krónprinsessa í Danmörku vakti mikla athygli þegar tengdamóðir hennar, Margrét Danadrottning, hélt upp á 75 ára afmæli sitt á dögunum. Mary þykir einstaklega glæsileg kona og norrænir tískusérfræðingar segja að hún sé hin ókrýnda tískudrottning Evrópu. FLOTT HJÓN Mary og Friðrik koma til afmælisveislu Margrétar drottningar í Kristjánsborgarhöll. Mary þótti einstaklega glæsileg í kjól sem hannaður var að Birgit Hallstein, þekktum dönskum hönnuði. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Sumarlegar túnikur Kr. 7.900.- Str. S-XXL 3 litir nýtt kortatímabil Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my styleStærðir 38-52 Gleðilegt sumar Smart föt, fyrir smart konur Netverslun á tiskuhus.is NÆRANDI ÞÆTTIR Á NÝJU VEFSVÆÐI VÍSIS Fylgstu með þessum fróðlegu örþáttum á visir.is/heilsuvisir. Vísir.is er hluti af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.