Fréttablaðið - 23.04.2015, Síða 45
KYNNING − AUGLÝSING Sumargrill23. APRÍL 2015 FIMMTUDAGUR 9
Úrvalið af grillvörum er svip-að í sumar og síðastliðin ár. Við bjóðum upp á 25 kjöt-
vörur, sumar klassískar og aðrar
nýjar, en allar úr íslensku kjöti,“
segir Jón Þorsteinsson vöruþró-
unarstjóri SS. Vinsælasta grill-
kjötið að sögn Jóns er SS krydd-
legið sem hefur verið á markaði í
fjölmörg ár og er sívinsælt meðal
landans. „Í þeirri línu eru aðallega
lambatví rifjur og lærissneiðar og
ein tegund af svínakótelettum,“
segir hann og telur upp fleira sem
er tilvalið á grillið. „Við bjóðum til
dæmis upp á hálflæri en það er læri
sem er sagað eftir endilöngu. Það er
helmingi þynnra en venjulegt læri
sem gerir eldunartímann styttri
og því mjög gott að grilla það. Þá
er kryddlegna folaldakjötið einnig
mjög gott,“ segir Jón og bendir á að
folaldakjötið sé að verða mun eft-
irsóttara en áður. „Fólk er að átta
sig á hvað þetta er gott kjöt, enda
er varla hægt að klúðra því, það er
alltaf mjúkt og gott.“
Fjörulamb án aukefna
Helsta nýjungin frá SS er Fjöru-
lambið sem kemur á markað á
næstu dögum. „Við erum mjög
spenntir fyrir þessari línu. Í
kryddlöginn notum við söl sem
gefa kjötinu örlítinn sjávarkeim
en alls ekki yfirþyrmandi,“ lýsir
Jón en fjórar tegundir verða í boði
í línunni. Það eru læri, file, rib-eye
og framhryggjarsneiðar. „Línan
er einnig án allra aukefna en við
höfum verið að fikra okkur áfram
í þá átt hin síðari ár enda talsverð-
ur áhugi fyrir því hjá neytendum
okkar.“
Virk vöruþróun
Fjörulambið er afrakstur öflugs
vöruþróunarstarfs sem fram fer
innan SS. „Við prófum
gríðarlega margt sem
aldrei kemur á mark-
að,“ segir Jón glettinn
en hugmyndirnar að
nýjum vörum koma
víða að. „Við fáum
hugmyndir frá neyt-
endum, starfsmönn-
um og öðru fólki sem
við vinnum með. Hjá
SS starfar vöruþró-
unarhópur sem sam-
anstendur af fólki úr
markaðsdeild, sölu-
deild og framleiðslu-
deild og hann legg-
ur línurnar um hvað
við viljum þróa áfram
og hvað er vænlegt til
árangurs,“ segir Jón
en stór hluti af starf-
inu snýst einnig um
að elda og smakka. „Oftast fer það
fram hér innanhúss en stundum
sendum við vörur út í smakk. Við
höfum til dæmis sent mat sem ætl-
aður er börnum í leikskóla til að
fá umsögn um hvað þeim finnst.
Þannig fáum við hugmynd um
hvort við séum á réttri leið.“
Hálfúrbeinuð læri þægileg
SS byrjaði á því í fyrra að hálf-
úrbeina öll kryddlegin læri og
framhald verður á því í ár. „Þá
tökum við út tvö bein úr lær-
inu, rófubein og mjaðmabein, en
skiljum legginn eftir. Með þessu
móti er mjög auðvelt að skera
lærið niður því það þarf ekki að
sneiða fram hjá bein-
um. Að auki fær fólk
mun meira af kjöti
og minna af beinum
í pakkanum,“ segir
Jón en þessari nýjung
hefur verið mjög vel
tekið. „Fólk er mjög
ánægt enda mun auð-
veldara að eiga við
lærið í þessu formi.“
Pylsuúrval eykst
Pylsumenningin á
Íslandi hefur þró-
ast talsvert síðustu
ár og endurspeglast
það í úrvalinu hjá SS.
„Við erum með fjöl-
margar tegundir á
grillið. Til dæmis ít-
alskar grillpylsur og
katalónskar brat-
wurst-pylsur sem fengu gullverð-
laun í síðustu fagkeppni kjötiðn-
aðarmanna. Við erum einnig með
hefðbundnar bratwurst-pylsur,
pólskar pylsur, danskar pylsur
og svo þessar klassísku SS-pyls-
ur,“ telur Jón upp. Hann segir að
áhugi fólks á pylsum hafi aukist
mjög og það sé mjög þakklátt fyrir
aukið úrval af íslenskum útgáfum
þeirra.
Fjörulamb frá SS er tilvalið á grillið
Grillsumarið er hafið hjá SS. Þar á bæ verður boðið upp á 25 tegundir af kjötvörum á grillið í sumar. Þar ber hæst Fjörulambið sem
SS hefur þróað og kemur nýtt á markað á næstu dögum. Lambið fær dálítinn sjávarkeim frá sölvum sem eru notuð í kryddblönduna.
ÚRVALIÐ AF GRILLVÖRUM
FRÁ SS ER MIKIÐ. HÉR ER
BROT AF ÞVÍ SEM
Í BOÐI ER.
Helsta nýjungin frá SS er Fjörulambið sem kemur á markað á næstu dögum. „Við erum mjög spenntir fyrir þessari línu. Í kryddlöginn notum við söl sem gefur kjötinu örlítinn sjávarkeim en alls ekki yfirþyrmandi,“ lýsir Jón. MYND/STEFÁN