Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.04.2015, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 23.04.2015, Qupperneq 46
Sumargrill FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 201510 K O R T E R . I S Grillaðar ferskjur með portvíni og mascarpone (fyrir fjóra) 250 g mascarpone 1 egg 3 msk. sykur Safi og börkur af einni sítrónu 4 ferskjur 1 dl portvín Setjið egg í skál ásamt 2 ½ msk. af sykri og þeytið saman. Mascarp- one er settur í aðra skál og hrærð- ur vel út. Hrærið síðan eggjablönd- unni varlega saman við ostinn og gætið að því að ekki séu kekkir í blöndunni. Hrærið síðan sítrónusafa og sítr- ónuberki saman við. Skerið ferskj- urnar í tvennt og takið steininn úr. Setjið út í skál með portvíni og látið marínerast í að minnsta kosti 30 mínútur. Takið ferskjurnar úr og hitið upp portvínið ásamt ½ skeið af sykri og látið malla í smástund þar til blandan þykknar. Grillið ferskj- urnar á heitu grilli. Penslið þær með portvíninu og snúið á grillinu. Berið ferskjurnar fram með mascarpone-kreminu og portvín- inu. Grillaður ananas með karamellusósu (fyrir fjóra) Ferskur ananas er einstaklega góður þegar hann hefur verið grill- aður. Skerið innsta kjarnann frá. Ananasinn er góður með vanilluís. 1 ferskur ananas Skerið toppinn og botninn af anan- asinum og skiptið honum síðan í átta hluta. Gott er að strá smá sykri yfir ananasinn áður en hann er sett- ur á grillið. Þá fær hann fljótt á sig gullinn blæ. Berið fram með kara- mellusósu og vanilluís. Karamellusósa 2 dl rjómi 1 dl púðursykur 1 dl ljóst síróp 100 g smjör Hitið rjómann, sykurinn, síróp og helminginn af smjörinu. Látið malla í 10-15 mínútur þar til blandan fær á sig brúnan lit og er orðin jöfn og fín. Bætið þá hinum helmingnum af smjörinu við. Þegar sósan er mátu- lega þykk er hún kæld niður. Súkkulaðikaka bökuð á grillinu Það er alveg hægt að baka á grillinu. Til dæmis ljúffenga súkkulaðiköku (brownie). Þú þarft að hafa gott ál- form til að baka í. Ekki ætti að vera mjög hár hiti þegar bakað er á grill- inu. Þessa köku er einfalt að gera, til dæmis í sumarbústaðnum. Það sem þarf: 3 dl sykur 4 msk. kakó 1 ½ dl hveiti 1 tsk. vanillusykur 1 tsk. salt 150 g brætt smjör 2 egg Blandið öllum þurrefnum fyrst saman. Bætið því næst eggjum og smjöri saman við og hrærið allt vel saman. Setjið deigið í tvö vel smurð álform, 23x18 cm og bakið við vægan hita í 15-20 mínútur. Kakan á að vera örlítið blaut. Strá- ið flórsykri yfir og berið fram með berjum og ís. Grillaðir eftirréttir eru ljúffengir Það er hægt að nýta grillið í meira en að grilla kjöt. Hægt er að matreiða á grillinu forrétti, aðalrétti og eftirrétti. Til dæmis er hægt að baka bæði brauð, pítsur og kökur á grillinu. Best er að nota gasgrill því þá er hægt að stýra hitanum. Ef grillið er með þremur brennurum er oft gott að slökkva á þeim sem er í miðið þannig að hitinn sé ekki beint undir. Með heitum eftirréttum af grillinu er frábært að hafa ís. Það er auðvelt að skella í eina brúnköku og baka á grillinu. Ferskan ananas er auðvelt að grilla og öllum finnst hann dásamlegur. Grillaðar ferskjur eru mikið lostæti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.