Fréttablaðið - 23.04.2015, Page 59

Fréttablaðið - 23.04.2015, Page 59
FIMMTUDAGUR 23. apríl 2015 | MENNING | 35 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2015 Tónleikar 11.00 Kammerhópurinn Nordic Affect býður í ferðalag í tali og tónum þar sem barokkhljóðfærin og tónlistin sem samin var fyrir þau er kynnt í Iðnó. Flytjendur eru Halla Steinunn Stefáns- dóttir barokkfiðluleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari. Aðgangur er ókeypis. 14.00 Óskasteinar, 20 ára afmælistón- leikar Stúlknakórs Reykjavíkur í Norður- ljósasal Hörpu. Eitt hundrað stúlkur á aldrinum 4-25 ára flytja þekkt kórlög ásamt hljóðfæraleikurum. Miðaverð 2.500 krónur. 14.00 Vorvítamín Hamrahlíðarkóranna undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Seinni tónleikarnir hefjast klukkan 16.00 og er aðgangur ókeypis. 16.00 Vortónleikar Kvennakórs Háskóla Íslands í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. 17.00 Tónleikarnir Konur í hundrað ár verða í Norðurljósasal Hörpu. Miðaverð er 3.000 krónur. 20.30 Saxófónleikarinn Sigurður Flosa- son, píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson og bassaleikarinn Daninn Lennart leika lög Billy Holiday í Vídalínskirkju. Tón- leikarnir eru hluti af jazzhátíð Garða- bæjar og er aðgangur ókeypis. 21.00 Tónleikar með Eivör Pálsdóttur á Græna hattinum Akureyri. Eivör flytur ný og gömul lög en hún gaf nýverið út plötuna Bridges. Miðaverð er 3.990 krónur. 21.00 Anne Andersson, Magnús Trygvason Eliassen og Richard And- ersson spila á tónleikum í Mengi í kvöld. Miðaverð er 2.000 krónur. 21.00 Mammút og Alda Dís Arnardóttir koma fram á sumar- tónleikum Frystiklefans á Rifi. Miðaverð er 2.900 krónur. 21.00 Hljómsveitin Nátthrafnar sem samanstendur af þeim Ólafi Tryggva Pálssyni, Herði Vídalín Magnússyni og Magnúsi Einarssyni spilar á Dillon í kvöld. 22.00 Hljómsveitin Flakk heldur tón- leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. Opnanir 17.00 Þorvaldur Jónsson opnar sýningu á blekteikningum í Kunstschalger stofu í Listasafni Reykjavíkur. Einnig verður ný vídjódagskrá opnuð í sérstökum vídjóbás. Léttar veitingar í boði og aðgangur ókeypis. Sýningar 16.00 Bára Kristinsdóttir sýnir ljós- mynda- og vídeóverk sitt Verkstæðið í Kubbnum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. 17.00 Tískusýning útskriftar- nema í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands verður í Hörpu, Flóa. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Uppákomur 13.00 Matarmarkaður- inn Krás á Loft Hostel í dag. Bergsson mathús, Coocoo’s Nes, Ramen Momo og matsöluvagn- ing Don’s Donuts með veitingar. Plötusnúðurinn Óli Dóri kætir eyru viðstaddra með glaðlegri sumar- tónlist. 14.00 Bókaverðlaun barna verða veitt í Borgarbókasafninu Grófinni. Ævar vís- indamaður verður á staðnum og boðið verður upp á kaffi, djús og kökur. 20.00 Sumardanceoke á skemmtistaðn- um Húrra í kvöld. Uppistand 21.30 Tilraunauppistand á Bar 11 í kvöld. Aðgangur ókeypis. Tónlist 21.00 Dj Introbeats þeytir skífum á Prikinu í kvöld. 21.00 Trúbadorarnir Eiki og Steini halda uppi stemningu á English Pub í kvöld. 21.00 Dj Moonshine þeytir skífum á Boston í kvöld. 21.00 Dj SimSimma þeytir skífum á Frederiksen Ale House í kvöld. 21.00 Dj Terrordisco þeytir skífum á Kaffibarnum í kvöld. 21.00 Dj Vala þeytir skífum á Lebowski Bar í kvöld. 22.00 Trúbadorinn Hreimur heldur uppi stemningu á American Bar í kvöld. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Heiða Dóra Jónsdóttir, sem notast við listamannsnafnið Bara Heiða, gefur út lagið Þynnkublús í dag. Í laginu er dregin fram skop- leg hlið á illa lukkuðu djammi en Heiða segist að miklu leyti vera að gera grín að sjálfri sér. „Maður er fullur, þannig að það eru engin skynfæri sem eru í lagi. Það er dimmt, maður heyrir ekki neitt og er í einhvers konar mjög skertu ástandi,“ segir hún hress og bætir sposk við: „Svo vaknar maður kannski daginn eftir, illa farin á taugum og kannski ekki einu sinni heima hjá sér. Svo er fólk kannski einhvern veginn að velja sér framtíðarmaka undir þessum kringumstæðum, þetta er svo skrýtið,“ segir hún og skellihlær. Heiða hefur samið lög síðan á unglingsaldri en það var ekki fyrr en nýlega sem hún fór að taka þau upp og koma í útvarpsvænt form. „Þá kannski fór að bera meira á manni þó maður hafi alltaf verið einn heima inni í herbergi að semja lög.“ Heiða myndi sjálf seint lýsa sér sem liðtækum rappara en í laginu er samt sem áður stuttur rapp- kafli en að hennar sögn fannst henni stemningin í laginu bjóða upp á þess konar flutning. „Þegar maður rappar þá getur maður bara sagt svo ógeðslega mikið á stuttum tíma,“ segir hún hress og bætir við að hún eyði töluverðu púðri í texta- gerðina. Hægt er að hlusta á Þynnkublús á baraheida.bandcamp.com. - gló Á þynnkublús með illa farið taugakerfi Bara Heiða gefur út lag sem ber nafnið Þynnkublús sem fj allar um skoplegar hliðar illa lukkaðs djamms. ÞYNNKU- BLÚS Heiða veltir fyrir sér djamm- inu og afleiðingum þess í nýju lagi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR EIVÖR MAMMÚT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.