Fréttablaðið - 23.04.2015, Page 70
23. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46
FRUMSÝND
Á MORGUN
HVERSU LANGT
MYNDIR ÞÚ GANGA?
FRÁ ÓSKARS-
VERÐLAUNAHAFANUM
SUSANNE BIER
Þóra Karítas Árnadóttir og Valur Grettisson
eiga það sameiginlegt að hafa nýverið gefið
út sínar fyrstu bækur. Þau fögnuðu útkom-
unni á síðasta degi vetrar, sem var einkar
sólríkur meðan á viðburðum beggja stóð.
Þóra Karítas skálaði við sitt fólk á Lofti
Hostel og gerði þar vel við það. Á sama
tíma, í Eymundsson í Austurstrætinu, fagn-
aði Valur ákaft fyrir fullu húsi. Ljóst þykir
að hér eru á ferðinni rithöfundar framtíðar-
innar ef marka má viðbrögð gesta á báðum
stöðum.
Nýliðar fagna ritverkum sínum í
sumarblíðu á síðasta vetrardeginum
SPENNT Hallgerður og Símon með hina nýútkomnu afurð Vals í hönd-
unum.
ÁRITAÐ Valur Grettisson hikaði ekki við að smella í áritun fyrir aðdáendur
sína.
SAMHENT Stoltið skein hreinlega úr augum fjölskyldu Vals, þeirra Ólafs
Grettis, Hönnu og Illuga.
SÆLIR Sigurður og Þorvaldur létu sig ekki vanta á Loft Hostel
til Þóru.
ALLIR VELKOMNIR Signý, Arna og Ása mættu ásamt einu
dásamlegu krútti til að gleðjast með Þóru.
STOLTAR Þóra Karítas í miðið með móður sína, Guðbjörgu Þórisdóttur, og
Þórdísi Elvu sér við hlið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI