Fréttablaðið - 23.04.2015, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 23.04.2015, Blaðsíða 74
23. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 50 visir.is Meira um leiki gærkvöldsins Gengið síðustu sex tímabil | 2009 12. sæti | 2010 4. sæti (B-deild) | 2011 5. sæti (B) | 2012 7. sæti (B) | 2013 1. sæti (B) | 2014 9. sæti ● Íslandsm. Aldrei (6. sæti ’08) ● Bikarm. Aldrei (Úrslit ’07 & ’08) PEPSI DEILDIN 2015 Hefst 3. maí 1. SÆTI ? 2. SÆTI ? 3. SÆTI ? 4. SÆTI ? 5. SÆTI ? 6. SÆTI ? Spá Fréttablaðsins 7. SÆTI ? 8. SÆTI ? 9. Fjölnir 10. ÍA 11. ÍBV 12. Leiknir EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★ ★★ SÓKNIN ★★ ★★★ ÞJÁLFARINN ★★★ ★★ BREIDDIN ★★★ ★★ LIÐSSTYRKURINN ★★★★★ HEFÐIN ★ ★★★★ FJÖLNIR HAFNAR Í 9. SÆTI ➜ Binni bjartsýni ➜ Nýju andlitin Fjölnismenn enda í sama sæti og á síðustu leiktíð. Fjölnir hélt sér uppi sem nýliði í fyrra líkt og það gerði 2008, en ári síðar féll liðið niður í 1. deildina og var þar til það komst aftur upp haustið 2013. Annað árið getur því reynst liðum erfitt en Garfarvogsliðið hefur styrkt hópinn og ætti því að ná því í fyrsta sinn í sögu félagsins að spila í úrvalsdeildinni þrjú tímabil í röð. Miðvörðurinn og fyrirliðinn Berg- sveinn Ólafsson er gríðarlega mikilvægur fyrir Grafarvogsliðið. Fjölnir fékk á sig fæst mörkin af neðstu liðunum fjórum í Pepsi- deildinni í fyrra og það vóg þungt. Algjör leiðtogi í varnarleiknum með stórt Fjölnishjarta. Leik- maður sem stærri lið voru að skoða en fyrir honum kemur ekkert annað til greina en að standa með Fjölni. Vörnin okkar bjargar þessu Enginn fer niður með stoðsend- ingakónginn Ólaf Pál Snorrason í sínu liði. Emil Pálsson mun sýna hvers hann er megnugur og varnarleikurinn okkar er frábær. Arnór Eyvar Ólafsson ÍBV Ólafur Páll Snorrason FH Daniel Ivanovski Mjällby Emil Pálsson FH Fylgstu með þessum Emil Pálsson er kominn frá FH og fær nú loksins að spila 22 leiki í 90 mínútur og sýna virkilega hvað hann getur. Sterkur miðjumaður sem getur skorað, en mörk af miðjunni er það sem nánast framherja- lausu Fjölnisliðinu vantar. ➜ Siggi svartsýni Þetta erfiða annað ár Annað tímabilið er alltaf erfiðara og það vitum við best sjálfir. Svo er stemningin engin í Grafarvog- inum og það er ekki að hjálpa. ➜ Lykilmaðurinn í sumar Niðurstaða Fréttablaðsins: Fallbaráttan Fyllti í skarð þeirra sem fóru með reyndum og góðum leik- mönnum sem hafa sannað sig í efstu deild. Þarf meiri stemningu á heimaleikjum og markaskorara. Lið sem gæti endað ofar. Lítil breidd en byrjunarliðið ágætlega sterkt. Er með mjög sterkt framherjapar sem getur verið gulls ígildi í botnbaráttunni. Varnar- leikurinn spurningamerki og sagan getur þvælst fyrir. Misst alla sína bestu leikmenn og fengið útlendinga, sem eru alltaf spurningamerki, og þrjá úr föllnu liði Fram. Breiddin sama og engin og nýr þjálfari. Sterkur heimavöllur og góður framherji. Nýliðarnir fengu leikmenn í þær stöður sem vantaði en þó engar fallbyssur. Stemningin lykilinn í Breiðholtinu sem og varnarleikur og marvarsla. Breiddin mjög lítil og lítil reynsla í liðinu. KÖRFUBOLTI KR-ingar urðu á mánudaginn fyrsta liðið til að vinna fráköstin með meira en þrjá- tíu frákasta mun í úrslitaeinvígi karla frá því að farið var að taka tölfræði í lokaúrslitunum 1995. KR-liðið tók 61 frákast í fyrsta leiknum á móti Tindastól og vann fráköstin með 32. KR-liðið tók meðal annars 23 sóknarfráköst eða tveimur fráköstum meira en Stólarnir tóku í vörn. KR-ingar unnu síðan fráköstin undir sinni eigin körfu 38-8. Stólarnir léku án síns besta frá- kastara í leiknum, þar sem að mið- herjinn Myron Dempsey meidd- ist á æfingu fyrir leikinn, og það hafði mögulega afleiðingar í frá- kastabaráttunni en KR vann leik- inn með tuttugu stigum 94-74. Ekki er vitað hvort Dempsey verður orðinn leikfær þegar annar leikur liðanna fer fram á Sauðár- króki klukkan 19.15 í kvöld. Tinda- stólsmenn gera örugglega allt til þess að koma Dempsey í gang fyrir leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. - óój Metyfi rburðir KR í fráköstum Leikur tvö hjá KR og Tindastól er á Króknum í kvöld. SÁRT SAKNAÐ Myron Dempsey er með 12,7 fráköst að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/XX FÓTBOLTI Fréttablaðið hefur nú birt spá sína yfir liðin fjögur sem verða í fallbaráttunni í sumar. Nýliðar Leiknis hafna í botnsæt- inu samkvæmt spánni, ÍBV fellur með Breiðhyltingum, átjánfaldir Íslandsmeistarar ÍA halda sæti sínu með naumindum og eins og sjá má hér að ofan verður Fjölnir í sama sæti og á síðustu leiktíð. Sumarið gæti orðið langt og strangt hjá þessum liðum og gætu innbyrðis viðureignir þeirra verið mikilvægari en oft áður. Eiginlega alveg rosalega mikilvægar. Því má ekki gera lítið úr leik Fjölnis og ÍBV í fyrstu umferð, þar geta unnist stig sem verða mikil- væg þegar talið verður upp úr pokanum í haust. Skagamenn fara í Breiðholtið og mæta Leikni í ný- liða slag í annarri umferð og Eyja- menn fá Leiknismenn í heimsókn strax í fjórðu umferð. Stig sem vinnast á hraðmótinu geta verið gulls ígildi þegar hausta tekur, spyrjið bara Keflvíkinga. Gunnar Már í framlínuna Fjölnismenn hafa ekki misst jafn sterka leikmenn núna og þegar liðið féll á öðru ári í efstu deild árið 2009. Í staðinn hefur liðið bætt við sig gæðum og reynslu í Arnóri Eyvari Ólafssyni, Ólafi Páli Snorrasyni og Emil Pálssyni. „Fjölnir gæti alveg slegið í gegn og endað um miðja deild. Þarna eru komnir menn sem hafa sann- að sig, en það á eftir að koma í ljós hvort Ólafur Páll verði jafn góður með Fjölni og hann var með FH. Það er tvennt ólíkt að spila með þessum liðum,“ segir Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Pepsi- markanna. Vandamálið er markaskorun hjá liðinu, en það er ekki með neinn alvöru framherja. „Ég myndi setja Gunnar Má Guðmundsson upp á topp. Hann er stór, sterkur, frábær í loftinu og merkilega fær með boltann miðað við hæð,“ segir Hjörvar sem telur að Fjölnisliðið geti alveg endað um miðja deild. Gleymið sögunni í bili Skaginn ætti ekki að vera í vand- ræðum með að skora mörg, en liðið byrjar með tvo framherja sem gætu alveg skorað tíu mörk eða fleiri. Viðbótin við liðið hefur þó ekki verið mikil. „Gunnlaugur og Jón Þór að- stoðar þjálfari hafa vandað valið á leikmönnum enda ekki til peningar til að hrúga þeim inn. Ungir leik- menn hafa tekið framfaraskref og þar gætu verið 2-3 nýir leikmenn líka,“ segir Hjörtur Hjartarson, annar spekingur Pepsi-markanna. Liðið verður að einbeita sér að því að festa sig í sessi í efstu deild, ekki horfa hærra en það í bili. „Menn verða að leggja glæsta sögu félagsins til hliðar í bili. Þetta getur orðið erfitt fyrir ÍA,“ segir Hjörtur. Stemning og hjarta lykilinn Leikni og ÍBV er spáð falli í 1. deildina. Leiknir er í fyrsta skipti í sögu félagsins í efstu deild og gerði ágætlega á félagaskipta- markaðnum. Það styrkti þær stöð- ur sem þurfti. „Þetta verður mjög erfitt hjá Leikni engu að síður. Það er engin spurning. Þetta snýst á margan hátt um stemningu og þá verður Eyjólfur Tómasson í mark- inu að spila jafn vel og hann gerði í 1. deildinni í fyrra,“ segir Hjörvar um Leikni. Eyjamenn hafa misst alla sína bestu menn og fyllt í skarðið með þremur Frömurum og þremur útlendingum. „Nýr þjálfari liðsins er frá Akranesi og veit að hjartað getur fleytt liðum langt, en hvort það dugi að þessu sinni verður að koma í ljós. Það þarf svakalega margt að ganga upp svo liðið verði ekki í fallbaráttu í sumar,“ segir Hjörtur Hjartason. tomas@365.is Fjölnir gæti komið á óvart Leiknir, ÍBV, ÍA og Fjölnir verða í fj órum neðstu sætum Pepsi-deildar karla samkvæmt spá Fréttablaðsins. Fjölnismenn misstu lítið og styrktu sig og gætu með smá heppni slitið sig frá fallpakkanum og endað ofar. ÓVÆNT AFL Fjölnismenn gætu komið á óvart, slitið sig frá botnbaráttunni og endað um miðja deild. Sjálfir vilja þeir ná fimmta sætinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FA S TU S _H _0 2 .0 1 .1 5Stuðningshlífar Veit á vandaða lausn HANDBOLTI Ester Óskarsdóttir og Magnús Stefánsson, fyrirlið- ar ÍBV í Olís-deildum kvenna og karla, hafa framlengt samninga sína við félagið til eins árs. Lengi var haldið að Magnús og Ester, sem eru trúlofuð og eiga eina dóttur, ætluðu að róa á önnur mið, en nú er ljóst að þau verða að minnsta kosti eitt tímabil til við- bótar í Vestmannaeyjum. - tom Fyrirliðaparið fer hvergi ESTER ÓSKARSDÓTTIR Verður áfram hjá liði ÍBV. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPORT ÚRSLIT DOMINO’S-DEILD KVENNA LOKAÚRSLIT, FYRSTI LEIKUR SNÆFELL - KEFLAVÍK 75-74 Snæfell: Kristen Denise McCarthy 32/12 fráköst/5 stolnir, Hildur Sigurðardóttir 21/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4, María Björnsdóttir 3. Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 28/13 fráköst/7 stolnir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 15, Sara Rún Hinriksdóttir 15, Sandra Lind Þrastardóttir 6/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 5, Ingunn Embla Kristínardóttir 5/6 fráköst NÆSTI LEIKUR Keflavík - Snæfell fös. kl. 19.15 MEISTARADEILD EVRÓPU 8-LIÐA ÚRSLIT, SÍÐARI LEIKUR REAL MADRID - ATLETICO MADRID 1-0 1-0 Javier Hernandez (88.). Real Madrid vann 1-0 samanlagt. MONACO - JUVENTUS 0-0 Juventus vann 1-0 samanlagt. BLAK HK varð í kvöld Íslands- meistari í blaki eftir æsispenn- andi leik gegn Stjörnunni. HK hafði þó betur að lokum, 3-1, og vann því einvígið 3-0. Miklir yfirburðir hjá HK þó svo Stjarnan hafi látið hafa fyrir sér í kvöld. - hbg HK meistari GLEÐI Það var létt yfir HK-ingum er titillinn var í höfn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.