Fréttablaðið - 23.04.2015, Page 78

Fréttablaðið - 23.04.2015, Page 78
23. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 54 Leikkonan Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir leikur rannsóknar- lögreglumann í nýrri seríu af Rétti, þáttum í leikstjórn Bald- vins Z. Þetta er í fyrsta sinn í þó nokkurn tíma sem hún tekur að sér jafn stórt hlutverk. „Já, það eru ellefu ár síðan ég lék síðast stórt hlutverk. Þá var það í Chi- cago sem var sýnt í Borgarleik- húsinu,“ segir Steinunn Ólína, sem er einnig ritstjóri Kvenna- blaðsins. Í þáttunum leikur hún rann- sóknarlögreglumann og segist hún verja tíma með rannsókn- arlögreglumönnum til þess að undirbúa sig fyrir hlutverkið. „Við erum fyrst og fremst að gæða þessar persónur lífi en það er gott að kynna sér starf lög- reglumanna svo maður sé ekki bara í einhverjum lögguleik. Þættirnir eru mjög „aktúel og vel skrifaðir“. Þeir kallast vel á við íslenskan veruleika sem mér finnst mjög spennandi.“ Stein- unn Ólína hefur nýlokið tökum á þáttunum Ófærð, í leikstjórn Baltasars Kormáks, sem sýndir verða á RÚV í vetur. Auk þess hafa sjónvarpsstöðvar víða um heim keypt sýningaréttinn á þáttunum. - ka SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is „AB-mjólk með ávöxtum og múslí, en svona spari þá vel ég egg og beikon.“ Helga Möller söngkona. MORGUNMATURINN Svokölluð Kylie Jenner Chal- lenge, eða Kylie Jenner-áskorun, hefur heldur betur rutt sér til rúms meðal íslenskra kvenna. Hópurinn Beauty Tips á Face- book, sem í eru tæplega tutt- ugu og fjögur þúsund íslensk- ar konur, hefur orðið vettvang- ur kvennanna til að deila mynd- um af árangr- inum og má með sanni segja að vægast sagt misjafnlega hafi tekist til. Margar konur keppast við að vara kynsystur sínar við á meðan aðrar gefa góð ráð um hvern- ig megi blása upp varirnar án skaða. Sérfræðingurinn Guðmundur Már Stefánsson, lýta- læknir í Domus Medica, mælir ekki með uppátækinu en þekkir til kvenna sem hafa látið til skar- ar skríða. „Í stuttu máli má segja að með þessari blóðrásarstöðvun orsakast að bláæðarblóðið kemst ekki að. Bláæðarnar geta þannig sprung- ið og þá getur komið mar, eða ör. Slíkt getur svo leitt til ójafna í vörunum sökum vefja skemmda og varirnar afmyndast í framhald- inu,“ útskýrir Guðmundur. „Hér er verið að leika sér með áhættuna, sumar lenda ekki í þessu en aðrar gera það og það getur verið stórmál,“ segir hann og bætir við að afleiðingarnar gætu verið afar ófyrirsjáanlegar þótt upphaflega hafi átt að fylla varirnar sakleysislega. Læknir mælir gegn fl öskuvarastækkun Útblásnar varir hafa fyllt samfélagsmiðlana upp á síðkastið og er misgott ástand á vörunum. Guðmundur Már lýtalæknir segir að hér sé verið að leika sér að hættunni. MÉR LEIÐ EINS OG ÉG VÆRI Í PYNTINGABÚRI Yrja Ás Baldvinsdóttir er ein þeirra sem létu til leiðast og notaði flösku til að stækka á sér varirnar. Rataði myndin hennar meðal annars á síður Daily Mail, þar sem fjallað var um uppátækið. „Ég átti engan veginn von á að þetta myndi virka. Ég saug flöskuna í korter og úr urðu risavarir,“ segir Yrja og bætir við: „Mér leið eins og ég væri í pyntingabúri í þessar fimmtán mínútur og þær liðu eins og heill klukkutími.“ Yrja segist hafa framkvæmt þetta undir formerkjum gríns. „Mér fannst mjög gaman að sjá mig með svona stórar varir. En ég notast ekki við þetta til að stækka þær í alvöru.“ RÚMLEGA ÞRÝSTIN Yrja Ás segist ekki skilja hvers vegna stelpurnar séu ennþá að standa í þessu. Hún gerði þetta sér til gamans. FRÉTTABLAÐIÐ GUÐMUNDUR MÁR STEFÁNSSON OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND ENGIHJALLA,VESTURBERGI OG ARNARBAKKA 5 4FYRIR Þú færð alltaf fimm pizzur á verði fjögurra í Iceland PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 51 8 3 5 Ver tíma með lögreglumönnum Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikur í Rétti. Fyrsta stóra hlutverkið í ellefu ár. Við erum fyrst og fremst að gæða þessar persónur lífi en það er gott að kynna sér starf lögreglumanna svo maður sé ekki bara í einhverjum lögguleik. SPENNT Ólína segir það spennandi hversu vel Réttur kallast á við íslenskan veruleika. FYRIRMYNDIN Kylie Jenner þykir skarta einkar álitlegum og eftirsóknarverðum vörum. VARIÐ YKKUR FACEBOOK LOGAR AF SÝNIDÆMUM, MISGÓÐUM ÞÓ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.