Fréttablaðið - 23.06.2016, Side 2

Fréttablaðið - 23.06.2016, Side 2
Vatnsslagur í blíðviðrinu Heiðskírt í Reykjavík Krakkar í Ísaksskóla nýttu veðrið vel í gær og skelltu sér í vatnsslag. Gott veður var víða á landinu en í Reykjavík var heiðskírt og hitinn í 15 gráðum þegar heitast var. Um hádegisbil dró þó fyrir sólu um stund þegar þoka sveif yfir en hún leystist fljótt upp. FRÉTTABLAÐIÐ/HANNA Veður Í dag er útlit fyrir ágætis veður á land- inu, þurrt og víða sólskin en skýjað og sums staðar þokuloft við suður- og vesturströndina. Hiti yfirleitt 12 til 20 stig, einna hlýjast í innsveitum fyrir norðan. sjá síðu 30 Síminn hefur ekki stoppað hjá Tryggingastofnun enda eru margir í uppnámi eftir að hafa fengið bakreikning. FRÉTTABLAÐIÐ/PjeTuR Velferðarmál Þar sem almanna- tryggingakerfið er tekjutengt þarf Tryggingastofnun (TR) að endur- reikna greiðslur þegar staðfest skatt- framtöl eru birt. Niðurstaða endur- reiknings leiðir síðan í ljós hvort lífeyrisþegi hafi fengið rétt greitt, vangreitt eða greitt umfram rétt. Í ár var endurreiknað fyrir 53 þúsund lífeyrisþega. Niðurstaðan er sú að 49 prósent eiga inneign hjá Tryggingastofnun en 38 prósent hafa fengið ofgreitt. Meðalskuld er 128 þúsund krónur og er skuldin dregin af greiðslum í tólf mánuði. Þeir sem skulda hærri fjárhæðir fá að auki senda greiðsluseðla. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir að krabbameinssjúklingur, sem er einstætt foreldri, hafi til að mynda fengið 900 þúsund króna bak- reikning. Næstu tólf mánuði þarf viðkomandi að greiða 77 þúsund krónur á mánuði til baka. Annað dæmi er öryrki sem seldi eign og þar sem söluhagnaðurinn dregst frá greiðslum TR þarf viðkomandi að greiða sem því nemur næstu mánuði. Launþegar fengju þennan hagnað beint í vasann. Þetta eru eingöngu tvö dæmi af fjölmörgum. Það staðfestir Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs TR. „Í dag er sex hundruð símtala dagur,“ segir hún og viðurkennir að mörg símtölin séu erfið. En svona virki tekjutengt kerfi og þótt reynt sé að gera nákvæmar áætlanir geti vanáætlaðar tekjur, svo sem greiðslur frá lífeyrissjóðum, fjár- magnstekjur eða launatekjur, riðlað áætluninni. „Með endurreikningi er verið að tryggja að allir fái rétta upphæð. Í raun er þetta réttlætismál,“ segir Sólveig en bendir á að ráðgjafar TR hjálpi fólki að gera réttar áætlanir og frekar ofmeta tekjur en hitt svo ekki komi til skuldar. Hún viðurkennir þó að kerfið geti verið flókið. „Það er búið að ræða að einfalda almannatryggingakerfið í mörg ár. Nefndir hafa verið að störfum en ekki enn verið sátt um niðurstöðu. Og á meðan svo er framkvæmum við samkvæmt núverandi lögum.“ Sólveig segir stofnunina þó mjög fúsa til að semja við fólk. „Það er hægt að liðka til ef þetta er íþyngj- andi fyrir fólk og dreifa skuldinni á fleiri mánuði.“ erlabjorg@frettabladid.is Lífeyrisþegar með þunga bakreikninga Tekjutengdar greiðslur Tryggingastofnunar hafa verið endurreiknaðar og fá þá lífeyrisþegar endurgreitt eða rukkun frá stofnuninni. Meðalskuld er 128 þúsund krónur. Dæmi um að öryrkjar séu með mörg hundruð þúsund króna skuldir. 49% lífeyrisþega eiga inneign. samfélagsmál Samningur milli SÁÁ og Ístaks um byggingu nýrrar meðferðarstöðvar við Vík á Kjalar- nesi var undirritaður í gær. Tilboð Ístaks var metið hag- stæðast í útboði þar sem sex tilboð bárust. Verkáætlun gerir ráð fyrir að karlaálma á Vík og þjónustubygg- ing verði uppsteyptar og tilbúnar fyrir múrverk og lagnavinnu þann 15. desember en að viðbygging við kvennaálmu verði tilbúin undir múrverk og lagnavinnu 12. janúar á næsta ári. Verklok við uppsteypu eru áætluð 15. febrúar. Á vef SÁÁ segir Theodór Skúli Halldórsson, formaður byggingar- nefndar, allt benda til að áætlanir standist. Nýbyggingar verði tilbúnar í maí 2017 en þá taki við um sum- arið endurnýjun annarra bygginga. Stefnt er að því að opna nýja með- ferðarstöð í október 2017. – jhh SÁÁ ákvað að taka boði Ístaks samfélag Rauði kross Íslands fékk 47,8 milljónir frá utanríkisráðuneyt- inu í byrjun júní og verða 25 milljónir af því fé notaðar í mannúðaraðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins í Sýr- landi. Þá verða 13,8 milljónir notaðar vegna stuðnings við innviði Rauða krossins í Líbanon og níu milljónir vegna stuðnings við aukið fæðuör- yggi í Malaví. Þetta kemur fram á vef Rauða krossins. Á vefnum segir jafnframt að sam- tökin hafi stutt við verkefni Alþjóða- ráðs Rauða krossins í Sýrlandi sem hafi einstaka aðstöðu til að koma hjálpargögnum til bágstaddra á átakasvæðum. Heilbrigðisstarfsfólk hafi unnið ótrúlegt starf við mjög erf- iðar aðstæður, ekki síst þar sem heilu þorpin og jafnvel borgir eru jafnan í herkví. Þá segir að í Líbanon komi Rauði krossinn til með að styðja við færanlegar heilsugæslustöðvar sem veita flóttafólki nauðsynlega og oft lífsbjargandi heilsugæslu. – ngy 48 milljónir til hjálparstarfs samfélag „Það er mikið álag hjá okkur núna. Fólk sendir inn tölvu- póst, hringir inn og svo leynir áhug- inn sér ekki á samfélagsmiðlunum,“ segir Guðjón Arngrímsson, upp- lýsingafulltrúi Icelandair, en flug- félagið skoðar nú möguleikann á því að bjóða upp á beint flug til Nice í Frakklandi á næstu dögum. Ísland vann Austurríki 2-1 í leik í París í gær og mætir því Englandi í sextán liða úrslitum í Nice á mánu- dag. „Það getur þó reynst erfitt að fara beint til Nice þar sem allar vélarnar okkar eru uppteknar og svo er vel bókað hjá okkur á þessum árstíma,“ segir Guðjón. Hann segir fjölmarga Íslendinga hafa sett sig í samband við flug- félagið, bæði til að reyna að bóka miða út og til þess að framlengja dvölina ytra. – ngy Mögulega flogið beint til Nice Í dag er sex hundruð símtala dagur. Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs TR 2 3 . j ú n í 2 0 1 6 f I m m T u D a g u r2 f r é T T I r ∙ f r é T T a B l a ð I ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.