Fréttablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 4
afar ólíklegt. Þá ítrekaði Cameron
ein helstu rök Evrópusinna: „Brexit
myndi skapa gríðarlegan vanda fyrir
Bretland og valda efnahag okkar
meiri skaða en maður getur ímyndað
sér. Störf myndu tapast og lífsgæði
komandi kynslóða minnka.“
Johnson og aðrir liðsmenn Vote
Leave, samtaka sem berjast fyrir
Brexit, ítrekuðu hins vegar þá sýn að
Bretland utan ESB hefði frelsi til að
stýra sér sjálft, til að mynda í efna-
hagsmálum. „Það er kominn tími til
að brjótast út úr hinu misheppnaða
Evrópusambandi,“ sagði Johnson.
Þá fagnaði Nigel Farage, aðskiln-
aðarsinni og formaður Sjálfstæðis-
flokks (UKIP), því að loksins væri
komið að kosningum. Hann sagði
flokk sinn hafa barist fyrir aðskilnaði
í tvo áratugi og að atkvæðagreiðslan
hefði ekki verið möguleg án flokks-
ins. „Stuðningsmenn okkar myndu
skríða á glerbrotum til að fá að kjósa
Brexit,“ sagði Farage.
Niðurstöður í fyrramálið
Búist er við að fyrstu tölur berist
um miðnætti en endanlegar niður-
stöður liggi fyrir um klukkan sex í
fyrramálið.
Samkvæmt meðaltali skoðana-
kannana sem The Financial Times
tók saman munar einu prósentu-
stigi. 45 myndu kjósa áframhaldandi
veru í Evrópusambandinu en 44
prósent aðskilnað. BBC gefur sömu
niðurstöðu á meðan meðaltalið sem
Bloomberg tók saman sýnir öfuga
niðurstöðu.
Vert er að hafa í huga að skoðana-
kannanir fyrir þingkosningar í Bret-
landi í fyrra reyndust nærri allar
rangar. thorgnyr@frettabladid.is
Frá kr.
49.995
m/hálft fæði
innifalið
MALLORCA
28. júní í 7 nætur
Netverð á mann frá kr. 49.995 m.v. 2 fullorðna og
2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 69.995 m.v.
2 fullorðna í íbúð.
Ola Tomir
Aparthotel
Allt að
60.000 kr.
afsláttur
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r. H
eim
sfe
rð
ir á
ski
lja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra.
Bretland Bretar kjósa í dag um
framtíð sambands Bretlands við Evr-
ópusambandið (ESB). Valkostirnir
eru tveir. Annars vegar „remain“,
að vera áfram hluti af ESB, og hins
vegar „leave“, aðskilnaður Bretlands
frá Evrópusambandinu sem kallaður
hefur verið Brexit.
Kristjana Guðbrandsdóttir, blaða-
maður Fréttablaðsins, sótti í gær
minningarathöfn um þingkonuna
Jo Cox á Trafalgartorgi í Lundúnum
en hún var myrt á fimmtudaginn
af einstaklingi sem var ósammála
henni í Brexit-baráttunni. Cox var
ötull talsmaður áframhaldandi
veru Bretlands innan Evrópusam-
bandsins. „Þetta var afar hjartnæm
athöfn,“ sagði Kristjana en óljóst er
hvort morðið á Cox muni hafa áhrif
á kosningarnar í dag.
Kosningabaráttan hefur verið löng
og ströng og afar mjótt er á munum á
milli fylkinganna tveggja.
Ljóst er að Brexit myndi hafa
umtalsverð áhrif á Bretland sem og
Evrópusambandið. Bretar myndu,
að minnsta kosti fyrst um sinn,
missa aðgengi að opnum markaði
ríkja ESB, varað hefur verið við því
að pundið gæti veikst um allt að
tuttugu prósent og íbúum annarra
ríkja ESB væri ekki frjálst að flytja til
Bretlands. Veikara pund kæmi sér
illa fyrir Íslendinga sem fluttu rúm
70.000 tonn af fiski út til Bretlands
í fyrra.
Hamrað á málstaðnum
Samflokksmennirnir David Came-
ron, forsætisráðherra og Evrópu-
sinni, og Boris Johnson, fyrrverandi
borgarstjóri og aðskilnaðarsinni,
fóru víða í gær og reyndu að sann-
færa sem flesta.
Cameron varaði við því að niður-
staðan væri endanleg. Hins vegar eru
kosningarnar ekki bindandi heldur
gæti þingið tekið ákvörðun um að
hundsa niðurstöðuna. Það þykir þó
Bretar ganga að kjörborðinu í dag
Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á
málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar hingað til.
alþingi Af þeim 39 grunnskólum sem
sóttu Skólaþingið síðasta vetur eru
aðeins þrír utan suðvesturhornsins.
Á Skólaþinginu gefst grunnskóla-
nemendum kostur á að setja sig í spor
þingmanna og efla skilning sinn og
þekkingu á stjórnskipulagi landsins
og lýðræðislegum vinnubrögðum.
Skólaþingið er kennsluver Alþingis
þar sem tækifæri gefst til að setja sig í
spor þingmanna. Með Skólaþinginu
er komið til móts við áhuga skóla á
því að koma með nemendur í vett-
vangsferðir á Alþingi. Skólaþinginu
er þannig ætlað að auka fjölbreytni
í fræðslu um Alþingi. Hins vegar eru
engir styrkir veittir til grunnskóla
fjarri höfuðborgarsvæðinu til að
kynnast störfum löggjafarvaldsins.
Brynhildur Pétursdóttir, þing-
maður Bjartrar framtíðar, segir mikil-
vægt að tryggja að allir hafi jafnan
aðgang að þessu námi. „Þarna fer
fram mikilvæg fræðsla um Alþingi og
mér sýnist aðsóknin mjög góð. Þessi
fræðsla er hins vegar illa aðgengileg
skólum utan höfuðborgarsvæðisins
enda staðsett í miðbæ Reykjavíkur.
Auðvitað eiga öll börn rétt á þessari
fræðslu óháð búsetu og það verður
að tryggja. T.d. mætti styrkja skóla til
ferðalagsins, nú, eða gera Skólaþingið
að hluta hreyfanlegt.“
Þeir þrír skólar sem sendu nem-
endur utan SV-hornsins eru grunn-
skólarnir á Seyðisfirði, Flúðum og
á Drangsnesi. Hinir 36 grunnskól-
arnir eru allir í borginni eða nágrenni
hennar.
Einar K. Guðfinnsson, forseti
Alþingis, segist vera sammála Bryn-
hildi. – sa
Ójafnt aðgengi barna að Skólaþingi sökum búsetu
HeilBrigðismál Tannheilsa barna á
Íslandi hefur batnað til muna á síð-
ustu 15 árum.
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa
á árunum 2001 til 2015 tekið saman
upplýsingar sem sýna fjölda barna
sem leituðu til tannlæknis ár hvert
ásamt hlutfallslegum fjölda viðgerðra
tanna í hverju barni.
Samkvæmt upplýsingunum hefur
hlutfall barna sem búa við það góða
tannheilsu að ekki þarf að gera við
neina tönn hækkað töluvert frá árinu
2001, eða úr rúmlega 56 prósentum í
rúmlega 72 prósent á síðasta ári. Þetta
hlutfall hefur aldrei verið hærra sam-
kvæmt SÍ.
Þá hefur hlutfall viðgerðra tanna
hjá börnum lækkað um nærri 60
prósent á sama tíma. Árið 2001 voru
viðgerðar tennur að meðaltali 1,57 í
hverju barni en á umræddu tímabili
lækkaði hlutfallið niður í 0,65.
Samningur um gjaldfrjálsar tann-
lækningar barna tók gildi árið 2013.
Markmiðið var bætt tannheilsa. – þv
Færri börn þurfa að leita til tannlæknis
Tannheilsa barna á Íslandi hefur batnað til muna á síðustu árum.
NordicpHoTos/GeTTy
skólabörn eiga misgreiðan aðgang að
Alþingi. FréTTAblAðið/dANÍel
Þarna fer fram
mikilvæg fræðsla
um Alþingi og mér sýnist
aðsóknin mjög góð.
Brynhildur Péturs-
dóttir, alþingis-
maður
Heimild: Meðaltal skoðanakannana
samkvæmt Financial Times
✿ meðaltal spáa
n Aðskilnaður
n Áframhaldandi vera í ESB
n Óákveðin
43% 44% 13%
evrópusinnar flugu með
borða fram hjá parísar-
hjólinu london eye í gær til
að hvetja fólk til að kjósa
áframhaldandi veru innan
evrópusambandsins.
Ekki er búist við
því að endanlegar
niðurstöður liggi
fyrir fyrr en um
klukkan sex í fyrra-
málið.
NordicpHoTos/AFp
2 3 . j ú n í 2 0 1 6 F i m m t U d a g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð