Fréttablaðið - 23.06.2016, Síða 20

Fréttablaðið - 23.06.2016, Síða 20
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Bretar ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag hvort þeir yfirgefi Evrópusambandið eða verði þar áfram. Viðhorfskannanir gefa til kynna að úrslitin verði tvísýn og þjóðin virðist skiptast í tvo jafn stóra hópa, þar sem annar vill aukið efnahagspólitískt sjálfstæði en hinn halda Evrópusamstarfinu áfram. Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands. Íslendingar fluttu út vörur og þjónustu til Bretlands fyrir meira en 120 milljarða króna á síðasta ári. Á móti fluttum við inn vörur og þjónustu frá Bretlandi fyrir 90 milljarða. Bretar eru um 19% erlendra ferðamanna á Íslandi og eru fjölmennastir í hópi þeirra sem sækja okkur heim. Flugferðir milli landanna voru um 6.400 talsins á síðasta ári og um 2.200 Íslendingar eru skráðir með lögheimili í Bretlandi. grundvallast á eeS–samningnum Samskipti Íslands og Bretlands grundvallast að miklu leyti á EES-samningnum. Hann kveður á um frelsi í viðskiptum og fjárfestingum, frjálsa búsetu fólks og samstarf á ýmsum sviðum. Samningurinn helst óbreyttur ef Bretar velja sér áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Ef Bretar segja skilið við sam- bandið munu þeir þurfa að semja um viðskiptakjör og ýmis samskipti sín við aðrar þjóðir, þar með taldar aðildarþjóðir EES-samningsins. Engar breytingar yrðu þó á samskiptum Íslands og Bretlands í a.m.k. tvö ár frá ákvörðun um úrsögn, samkvæmt sáttmálum ESB. Með samhljóða ákvörðun allra aðildarríkjanna má lengja þann tíma. í startholunum Íslensk stjórnvöld hafa fylgst náið með þróun mála undanfarna mánuði og búið sig undir niðurstöðuna, hver sem hún kann að verða. Í báðum tilvikum er markmiðið það sama; að tryggja festu og stöðugleika í samskiptum landanna, að viðskiptakjör verði fram- vegis a.m.k. jafn góð og hingað til og frelsi íbúanna til ferða og búsetu í hvoru landi fyrir sig haldist óbreytt. Leiðirnar að því markmiði hafa verið kortlagðar og við erum í startholunum, ef á þarf að halda. Ísland njóti bestu kjara Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra Samskipti Íslands og Bretlands grundvallast að miklu leyti á EES- samningnum. Hann kveður á um frelsi í viðskiptum og fjárfest- ingum, frjálsa búsetu fólks og samstarf á ýmsum sviðum. 15. FEBRÚAR - 3. MARS 2017 NÁNAR Á UU.IS SUÐUR AFRÍKA CAPE TOWN Ævintýraferð til Suður Afríku þar sem ferðast verður frá Cape Town um vín- löndin upp til Klein Karoo og meðfram ströndinni. Fararstjórar ferðarinnar eru Bói og Villi sem bjuggu þar um áratug. KY NN ING AR FU ND UR Í D AG KL . 1 7:3 0 Í HÖ RP U Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sinn fyrsta sigur á stórmóti í gær og tryggði sér þar með sæti í sextán liða úrslitum. Liðið vann hið austurríska 2-1, eins og alþjóð veit, í ótrúlegum leik á Evrópumeistaramótinu og mætir því Englendingum á mánudag. „Þetta var hreint út sagt ótrúlegt, strákarnir hættu ekki að berjast í dag og að gefa sig alla í þetta. Það voru allir með fulla einbeitingu og ég held að þú finnir hvergi annan leikmannahóp sem er jafn vel samstilltur,“ sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska landsliðsins, stuttu eftir leik. Fyrir leikinn, og raunar þá tvo leiki sem liðið hafði þegar spilað á mótinu án taps, var það ótrú- legt afrek í sjálfu sér að komast á mótið. Flestir Íslendingar hefðu almennt ekki gert neinar kröfur til liðsins aðrar en að gera sitt besta og bera höfuðið hátt. Árangurinn vakti athygli út fyrir landsteinana, enda Ísland miðað við höfðatölu eins og smáþorp, í samanburði við önnur þátttökuríki í mótinu. En strákarnir okkar, eins og þeir eru jafnan kall- aðir, vilja ekki vinna neina höfðatölusigra. Þeir eru hreinir sigurvegarar. Þeir hafa sýnt heiminum hvað hægt er að gera þrátt fyrir mótlæti og litlar líkur. Stærsta stjarnan á mótinu sem liðið hefur mætt hingað til er Portúgalinn Cristiano Ronaldo, en liðið gerði jafntefli við hið portúgalska í síðustu viku. Ronaldo var gagnrýndur töluvert fyrir hegðun sína eftir leikinn, en hann mun hafa neitað að taka í hönd íslensku leikmannanna, auk þess sem hann sagði eftir leikinn að fagnaðarlætin í Íslendingunum væru merki um lélegt hugarfar. Með orðum sínum sameinaði leikmaðurinn heimsbyggðina í lið með litla Íslandi. Það er nefnilega þannig að fátt er betra en að sjá lítilmagnann verða ofan á. Sjá Davíð sigra Golíat. Einn allra besti leikmaður heims, sem unnið hefur titla með bestu liðum heims og er súperstjarna langt út fyrir raðir knattspyrnuáhugamanna náði með athugasemdum sínum að sameina þá sem trúa á lítilmagnann. Þá sem sækjast eftir árangri umfram það sem hægt er að ætlast til. Það er ekki annað hægt en að fyllast stolti þegar fylgst er með frammistöðu landsliðsins. Auðvitað hefur leikur þeirra verið bæði góður og slæmur, eins og svo oft í boltanum. En staðfestan, baráttan og leikgleðin skín úr andliti hvers einasta manns, frá fyrirliða til varamanna og þjálfara og árangurinn hefur verið eftir því. Leikurinn á mánudag verður, eins og þeir sem liðið hefur leikið á mótinu hingað til, sá stærsti í sögunni. Enska landsliðið stendur Íslendingum nærri, enda enska knattspyrnudeildin afar vinsæl hér heima og margir góðkunningjar í liðinu sem skartar hverri stórstjörnunni á fætur annarri. Sama hvernig fer geta strákarnir okkar gengið stoltir frá borði. Hver leikur héðan í frá er meira en hægt var að biðja um en samtímis nákvæmlega það sem við vonuðumst eftir og bjuggumst við. Áfram Ísland! Áfram Ísland Það er nefni- lega þannig að fátt er betra en að sjá lítilmagn- ann verða ofan á. Sjá Davíð sigra Golíat. höfðatalan jarðsungin Þjóðarstolt Íslendinga hefur ætíð verið mikið. Við erum og höfum verið hreykin af eigin afrekum á erlendri grundu og stutt samlanda okkar. Ef gengið hefur verið rysjótt þá höfum við samt sem áður unnið þótt við töpum og gjarnan minnst á höfðatölu. En nú hefur árangur strákanna okkar í íslenska landsliðinu gert það að verkum að þjóðarstolt okkar hefur náð áður ófyrirséðum hæðum. Við erum gjörsamlega að springa úr stolti. Litla eyríkið, lengst norður í Atlantshafi, hefur grýtt höfðatölunni út í hafsauga og stendur jafnfætis stórþjóðum. Til hamingju með það afrek. Stade de france > Bessastaðir Menn eru að skrifa sögu íslenskrar knattspyrnu í Frakk- landi þetta sumarið. Þegar þessu ævintýri lýkur, þótt við vonum að því ljúki aldrei, mun öll sveitin koma heim, lands- liðsmenn verða sæmdir orðum og vonandi verður hnýtt í Lars okkar elskaða æðsta orða sem hægt er að veita erlendum ríkis- borgara. Össur Skarphéðinsson kallar eftir því einnig að honum verði veittur heiðursríkisborg- araréttur ekki seinna en strax. Næsti leikur landsliðsins fer fram á mánudaginn. Áður en að honum kemur munum við velja okkur forseta. En íslensk þjóð virðist vera með hugann við allt annað. sveinn@frettabladid.is 2 3 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R20 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.