Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.06.2016, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 23.06.2016, Qupperneq 21
Charles de Gaulle forseti Frakklands 1959-1969 efaðist um að Bretar ættu heima í ESB. Honum þóttu þeir sérlundaðir og hallir undir Bandaríkin og taldi ESB betur borgið án Breta. Þegar de Gaulle féll frá 1970 sagði eftirmaður hans, George Pompidou: Frakkland er ekkja. Tveim árum eftir fráfall de Gaulles var Bretum hleypt inn í ESB. Þá var við völd í Bretlandi ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forustu Edwards Heath forsætisráð- herra. Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið var haldin þrem árum síðar, 1975, þegar Verkamannaflokkurinn hafði tekið við landstjórninni undir forustu Harolds Wilson forsætis- ráðherra, og lýstu 67% kjósenda sig hlynnta inngöngunni eftir á. Friður og vörn gegn frekari hnignun Rökin fyrir inngöngu Breta í ESB voru tvíþætt. Í fyrsta lagi þótti Bretum rétt að eiga aðild að friðar- sambandi sem var ætlað að binda Þjóðverja og aðrar Evrópuþjóðir svo traustum böndum að Þjóðverjar myndu aldrei aftur hefja stríð gegn grönnum sínum. Í annan stað hafði Bretland dregizt aftur úr öðrum þjóðum í efnahagslegu tilliti, ekki bara Bandaríkjunum heldur einnig Frakklandi og Þýzkalandi. Efna- hagshnignun Bretlands var á allra vörum. Heimsveldið þar sem sólin hneig aldrei til viðar leið undir lok eftir heimsstyrjöldina síðari. Nýlendurnar í Afríku og Asíu tóku sér þá allar sjálfstæði, fyrst Indland 1947 og önnur Asíulönd, síðan Gana 1956 og önnur Afríkulönd. Um hnignun Bretlands miðað við önnur Evrópulönd eftir stríð má hafa margt til marks. Hér skulum við skoða þjóðartekjur á hverja vinnustund, öðru nafni framleiðni vinnuafls, einn skásta lífskjara- kvarða sem völ er á. Dragðu nú andann djúpt, lesandi góður, og búðu þig undir talnahríð. Heimildin er hagtölur hagfræðinga í Gronin- gen-háskóla í Hollandi sem hafa sérhæft sig í slíkum tölum. Árið 1950 voru tekjur á hverja vinnustund á Bretlandi 41% hærri en í Frakklandi og 85% hærri en í Þýzkalandi sem hafði tapað stríðinu. Brezka ljónið hafði líka komið laskað út úr styrjöldinni en bar samt af Frökkum og Þjóðverjum í efnahagslegu tilliti. Eftir 1950 dróg- ust Bretar hratt aftur úr Frökkum og Þjóðverjum. Árið 1962 fóru tekjur á hverja vinnustund í Frakklandi fram úr Bretlandi og 1965 fóru tekjur á hverja vinnustund í Þýzkalandi einnig fram úr Bretlandi. Hnign- unin vatt upp á sig. Þegar Bretar gengu inn í ESB 1973 voru tekjur á hverja brezka vinnustund komnar niður í 81% af tekjum á hverja franska vinnustund og niður í 90% af tekjum á hverja þýzka vinnu- stund. Tuttugu árum síðar, 1992, voru tekjur á hverja vinnustund á Bretlandi aðeins 76% af tekjum á hverja vinnustund í Frakklandi og Þýzkalandi. Hlutföllin hafa haldizt nær óhögguð frá þeim tíma. Margréti Thatcher að þakka? Nei Einhverjir kynnu að halda að ríkis- stjórn Íhaldsflokksins undir forustu Margrétar Thatcher og Johns Major 1979-1997 hafi átt mestan þátt í að stöðva hnignun Bretlands, en hagtölur styðja ekki þá skoðun. Töl- fræðiathuganir brasilíska hagfræð- ingsins Nauros Campos, prófessors í London, og samverkamanna hans tímasetja umskiptin um 1973 þegar Bretar gengu í ESB, ekki 1979 þegar Thatcher tók við landstjórninni. Campos og félagar miða við þjóðar- tekjur á mann frekar en vinnustund eins og ég geri að framan. Samanburður við Bandaríkin Árið 1950 voru tekjur á hverja brezka vinnustund 61% af tekjum á hverja vinnustund í Bandaríkj- unum. Kaninn stóð með pálmann í höndunum eftir stríð. Þegar Bretar gengu í ESB 1973 hafði hlutfallið milli Bretlands og Bandaríkjanna mjakazt upp í 63%. Síðan þá hafa Bretar smám saman dregið á Bandaríkjamenn. Tekjur á hverja vinnustund á Bretlandi 2015 voru 75% af tekjum á hverja vinnustund í Bandaríkjunum líkt og 1992 og 78% af tekjum á hverja vinnu- stund í Frakklandi og Þýzkalandi. Hlutföllin milli Bretlands annars vegar og Bandaríkjanna, Frakk- lands og Þýzkalands hins vegar hafa því haldizt nær óbreytt í aldar- fjórðung. Evrópa hefur eigi að síður dregið á Bandaríkin frá stríðslokum. Þjóðartekjur á hverja vinnustund í Frakklandi sem höfðu verið 43% af tekjum á hverja vinnustund í Bandaríkjunum 1950 voru t.d. orðnar jafnháar og í Bandaríkj- unum 1988 og hafa verið hærri en þar vestra síðan þá ef allra síðustu ár sem hafa verið Evrópu erfið eru undan skilin (Frakkland liggur nú 4% undir Bandaríkjunum á þennan kvarða). ESB-löndin njóta skjóls hvert af öðru og hafa því flest tekið svipuðum framförum undangeng- inn aldarfjórðung. Efnahagsmál eða stjórnmál? Yfirgnæfandi hluti brezkra hag- fræðinga mun í dag greiða atkvæði gegn úrsögn Breta úr ESB í samræmi við túlkun hagsögunnar hér að framan. Fleira hangir þó á spýtunni en efnahagssjónarmið. Evrópa hefur undangengna áratugi tekið stakkaskiptum á flestum sviðum. Aukin viðskipti innan álfunnar fyrir tilstilli ESB bæta lífskjör á heildina litið. Fyrir tilstuðlan ESB hefur tekizt að leysa upp einokunarhringa sem einstök lönd réðu ekki við. Ferðalög og fólksflutningar ganga mun greiðar en áður. ESB-löndum hefur tekizt að halda friðinn. Stríður straumur flóttamanna til Evrópu vitnar um sterkt aðdráttarafl álfunnar en hefur einnig ýtt undir þjóðrembu og daður við fasisma. Fari svo að Bretar kjósi í dag að ganga úr ESB munu Skotar varla una því að Englendingar dragi þá með sér út úr ESB. Norður-Írar munu einnig hugsa sinn gang. Ef Eng- land byrjar aftur að dragast aftur úr Frakklandi og Þýzkalandi, verður Norður-Írlandi þá ekki betur borgið ef það sameinast Írlandi til að geta verið áfram í ESB? Hvað gerir Wales þá? Þessu þurfa brezkir kjósendur að velta fyrir sér og einnig hættunni á að úrsögn Bretlands úr ESB leiði til úrsagnar annarra landa. Fækkun aðildarlanda ESB myndi veikja Evrópu inn á við jafnt sem út á við og auka hættuna á ýfingum og jafn- vel ófriði. Bretar kjósa um ESB Þorvaldur Gylfason prófessor Í dag Fari svo að Bretar kjósi í dag að ganga úr ESB munu Skotar varla una því að Englendingar dragi þá með sér út úr ESB. Norður-Írar munu einnig hugsa sinn gang. Ef England byrjar aftur að dragast aftur úr Frakk- landi og Þýzkalandi, verður Norður-Írlandi þá ekki betur borgið ef það sameinast Ír- landi til að geta verið áfram í ESB? Hvað gerir Wales þá? Björgvin Guðmundsson viðskipta­ fræðingur Mannréttindamál eru í ólestri hér á landi. Ég hef bent á það í greinum mínum, að það sé brot á mann- réttindum að skammta öldruðum og öryrkjum svo nauman lífeyri, að þeir geti ekki lifað af honum; þeim sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Nú hefur það verið staðfest af mannréttindafulltrúa Evrópu- ráðsins, Nils Muiznieks, að Ísland stendur langt að baki grannlönd- unum í mannréttindamálum. Hann var hér á ferð fyrir skömmu og gagnrýndi þá ástand mannrétt- indamála hér. Gagnrýndi hann, að Ísland hefði enn ekki fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Ísland undir- ritaði þennan samning fyrir  níu árum. Nær öll grannríki okkar hafa fullgilt hann. 164 ríki hafa fullgilt samninginn. Á meðan mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins dvaldist hér var rætt við Eygló Harðardóttur félags- málaráðherra um það hvað liði full- gildingu samningsins um réttindi fatlaðra. Hún sagði, að unnið hefði verið að lagasetningu til undirbún- ings fullgildingu. Ýmis ríki hefðu fyrst fullgilt samninginn en síðan sett nauðsynleg lög. Var að heyra á henni að fara mætti þá leið. Málið heyrði undir innanríkisráðherra. Getur enn dregist í langan tíma Haft er eftir Ólöfu Nordal innan- ríkisráðherra að unnið verði að setningu nauðsynlegra laga til þess að fullgilda i samning SÞ. Var ljóst, að hún mundi leggjast gegn því að fullgilda fyrst samninginn. Það þýðir, að enn getur það dregist í langan tíma, að samningur SÞ um réttindi fatlaðra verði fullgiltur hér. Ég tel að fara eigi þá leið, sem Eygló minntist á: Að fullgilda samninginn fyrst og setja síðan nauðsynleg lög. Evrópusambandið og grannlönd okkar hafa lögfest samninga, sem banna hvers konar mismunun. Fyrir fjórum árum var hér mann- réttindafulltrúi á ferð, sem lagði áherslu á, að lögfestur yrði sams konar samningur hér. Það hefur ekki verið gert enn. Mikil mismunun hér Mismunun er mikil hér og ekki síst gegn öldruðum og öryrkjum. Það er stöðugt verið að mismuna þeim á öllum sviðum, í heilbrigðis- stofnunum, í starfsmannamálum, í kjaramálum og á fleiri sviðum. Aldraðir sæta afgangi í heilbrigðis- stofnunum. Þeir yngri ganga fyrir þar. Aldraðir á hjúkrunarheimilum fá ekki alltaf sömu spítalameðferð og þeir, sem vistaðir eru á spítölum. Skilja aldraða eftir Í kjaramálum gera stjórnvöld sér lítið fyrir og skilja aldraða eftir þegar allir aðrir fá miklar kaup- hækkanir eins og gerðist árið 2015. Heita má, að allar stéttir og hópar nema aldraðir og öryrkjar hafi þá fengið 14-40 prósenta kauphækk- un. Aldraðir og öryrkjar voru einir skildir eftir í átta mánuði. Það var hreint mannréttindabrot. Mannréttindamál í ólestri hér á landi Nú hefur það verið staðfest af mannréttindafulltrúa Evr- ópuráðsins, Nils Muiznieks, að Ísland stendur langt að baki grannlöndunum í mannréttindamálum. Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S: 587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 SELFOSS S:482 3949 2015 POSTER/DURATRAN IMAGE CHOICES Imagery expires December 31, 2015 UNITED STATES OR INTERNATIONAL VW IMAGE 5 Styles featured: Nolita *Vera Wang Salon- Available at select locatons. VW IMAGE 5 Styles featured: Inanna VW IMAGE 5 Styles featured: V367 VW IMAGE 1 Styles featured: Inanna VW IMAGE 2 Styles featured: V430 V 43 0 ST Y LE S H O W N . V ER A W A N G .C O M VW IMAGE 3 Styles featured: V368 O LY A S TY LE S H O W N . V ER A W A N G .C O M V 36 7 ST Y LE S H O W N . V ER A W A N G .C O M IN A N N A S TY LE S H O W N . V ER A W A N G .C O M N O LI TA S TY LE S H O W N . V ER A W A N G .C O M PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 61 57 8 Sólgler með styrkleika fylgja kaupum á gleraugum í Augastað s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 21F i M M T u d a g u R 2 3 . j ú n Í 2 0 1 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.