Fréttablaðið - 23.06.2016, Side 24

Fréttablaðið - 23.06.2016, Side 24
Árið 2012 kynnti nýsköpun­arfyrirtækið Línudans ehf. (www.facebook.com/green­ grids) Landsneti nýja mastursgerð sem byggir á nýrri hugmyndafræði um hönnun og þróun raforku­ flutningskerfa (sjá mynd). Þetta er afrakstur Rannís­verkefnis sem fjármagnað var með íslensku skattfé. Fjöldi annarra íslenskra og erlendra aðila hefur fjárfest tíma og fjármuni í verkefni Línudans. Nýja mastursgerðin var kynnt nokkrum starfsmönnum Landsnets, þar á meðal þáverandi forstjóra, Þórði Guðmundssyni. Einnig fóru fram kynningar í ýmsum miðlum. Á haustdögum 2015 kynnti núverandi forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson, „nýja kynslóð háspennumastra“ í tímaritinu Sóknarfæri (sjá mynd). Svo vill til að þessi möstur hafa sömu ásýnd og Línudans­möstrin sem kynnt höfðu verið ríkisfyrir­ tækinu þremur árum fyrr. Fram að þessu hafa möstur Landsnets haft allt aðra ásýnd en eiga nú skyndi­ lega að taka á sig sömu mynd  – án samráðs við Línudans. Einnig vill svo merkilega til að Landsnet kaupir ráðgjöf um þessa svokölluðu nýju kynslóð háspennumastra af nýjum vinnuveitanda Þórðar Guð­ mundssonar – fyrrverandi forstjóra Landsnets. Enn önnur „tilviljun“ lýsir sér í því að hin nýja mastursgerð Þórðar Guð­ mundssonar og félaga hefur fengið fastan stað í nýrri áætlun um flutn­ ingskerfi framtíðarinnar. Þannig er notkun í miklu magni nánast gull­ tryggð, sem ætti nú ekki að rýra gildi samninganna sem Þórður og félagar hafa gert við Landsnet. Hér kunna menn aldeilis til verka, enda bara rétt rúmt ár síðan Þórður Guðmundsson lét af störfum sem forstjóri Lands­ nets. Ennfremur er það ótrúleg til­ viljun að Landsnets­mastursgerðin nýja – sem er eins og Línudans­mast­ ursgerðin sem kynnt var Þórði Guð­ mundssyni þá sem forstjóra Lands­ nets  – fær skírskotun í dansþema og heitir Ballerína. Línudans og Ballerína. Þetta hlýtur að vera merki um einstaklega frjótt ímyndunarafl hinna útvöldu ráðgjafa Landsnets, svona burtséð frá augljósum sam­ eiginlegum útlitseinkennum. Hann er aldeilis „heppinn“ hann Þórður Guðmundsson að fá svona fína samninga hjá Landsneti, í gegn­ um fyrirtæki félaga síns. Og það bara örstuttu eftir að hann hættir sem for­ stjóri Landsnets. Það hefur vafalaust ekki skaðað að núverandi forstjóri, Guðmundur Ingi Ásmundsson, var aðstoðarforstjóri í tíð Þórðar Guð­ mundssonar sem forstjóra. Hver þarf á samkeppni að halda þegar „góð tengslanet“ eru annars vegar? Allt eru þetta hreint makalausar til­ viljanir auðvitað, við hljótum öll að sjá það? Og ekki allt upptalið enn, því tímasetning samninganna svona rétt við upphaf stærstu fjárfestingarhrinu Íslandssögunnar á þessu sviði hefði ekki getað verið betri fyrir þá félaga; 100 milljarða uppbygging nýrra raf­ orkuflutningskerfa á Íslandi. Gera má ráð fyrir að Þórður Guðmunds­ son hafi nú haft sitt að segja við inn­ leiðingu þessarar risafjárfestingar ríkisfyrirtækisins sem forstjóri þess, hann er jú bara nýhættur sem slíkur. Og svo eins og fyrir kraftaverk er hann bara hinum megin við borðið að taka við verkefnum frá fyrrverandi aðstoðarmanni sínum, Guðmundi Inga Ásmundssyni – varðandi sömu risafjárfestingu. Aldeilis heppnir þeir félagar. Er ríkisábyrgð á nýju 100 milljarða kökunni sem þessir kappar eru búnir að malla saman? Án þess að sagt sé að þetta sé drullumall. Án útboðs og samkeppni Við hin erum ekki eins „heppin“ og Þórður og vinir hans. En þrátt fyrir alla „heppnina“ setja þessir menn í krafti stöðu sinnar markvisst öðrum stólinn fyrir dyrnar – undir verndarvæng ráðherra nýsköpunar, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Við í Línudansi höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar allt frá árinu 2009 – vegna andstöðu Þórðar Guð­ mundssonar í tíð hans sem forstjóra. Jú, mikið rétt, enn ein tilviljunin. Hvað eru þetta þá orðnar margar tilviljanir? Undirstrikað skal hér að Landsnet er eini kaupandi vörunnar sem íslenska nýsköpunarfyrirtækið Línudans hefur varið átta árum í að þróa. Viðbrögð ráðherra nýsköp­ unar við þessari 100 milljarða fjár­ festingu; fullkomið skilningsleysi. Frá upphafi hefur Línudans komið að lokuðum dyrum hjá Landsneti. Tilviljun? Kannski ekki, eftir allt saman. Enda eru Þórður Guðmundsson, fyrrverandi for­ stjóri Landsnets, og vinur hans og nú vinnuveitandi, Árni Björn Jónasson, í dag í hópi „hinna útvöldu“; þeir völdu sig sjálfir til þess hlutverks að færa Íslendingum „nýja kynslóð háspennumastra“. Án útboðs og án samkeppni. Og með því að traðka á öðrum í leiðinni. Ef þetta er ekki röð tilviljana, hvað er þetta þá? Bara „venjuleg spilling“? Eða verulega útpæld og skipulögð spilling á sérsviði sem hefur miklar og víðtækar afleiðingar fyrir umhverfi og efnahag Íslands? Getum við hin ekki líka valið okkur sjálf til stórverkefna og fengið vel greitt fyrir, óháð því hvort um sé að ræða góðar eða vondar tæknilegar lausnir? Hvernig skilgreinir maður aftur spillingu? Ég veit það ekki lengur. Miðnæturhlaup Suzuki fer fram að kvöldi 23.júní 2016 í tuttugasta og órða sinn. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum. Að því loknu er öllum þátttakendum boðið í sund. Skráning og afhending hlaupagagna fer fram í Laugardalshöll í dag frá kl.16 og þar til 45 mínútum fyrir hverja ræsingu. UPPLÝSINGAR Á MARATHON.IS MIÐNÆTURHLAUP SUZUKI Í KVÖLD Suzuki er stoltur samstarfsaðili Miðnæturhlaups Suzuki og Reykjavíkurmaraþons 2 1 km Ræst kl.21:20 10 km Ræst kl.22:00 5 km Ræst kl.21:50 Landsnet: Stjórnendur í friðhelgi sérhagsmuna Magnús Rannver Rafnsson verkfræðingur Myndir af umræddum möstrum: Vinstra megin er mynd af „nýrri kynslóð háspennumastra“, sem var kynnt haustið 2015 af forstjóra Landsnets, Guðmundi Inga Ásmundssyni. Hægra megin er mynd af Línudans-háspennumöstrum sem kynnt voru Landsneti 2012. Við vitum öll hvernig möstur Landsnets hafa litið út hingað til. 2 3 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R24 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.