Fréttablaðið - 23.06.2016, Síða 34

Fréttablaðið - 23.06.2016, Síða 34
Barbie-sýningin nefnist „Bar- bie, Life of an Icon“. Hún var sett upp þegar tískuvikan stóð yfir í París í mars en sýningin verður uppi fram til 18. september. Um sjö hundruð dúkkur eru á sýn- ingunni, allt frá fyrstu eintökum sem komu fram á sjónarsviðið árið 1959. Sýningin þykir gríðarstór og yfirgripsmikil. Barbie-dúkkunni er sýndur mikill virðingarvottur á þessu fallega safni. Barbie er sjálf drottning tískunnar og hefur verið þar í fremstu röð í bráðum sex ára- tugi. Sannkölluð tískugyðja. Sýn- ingin ber þess vott að Barbie hefur komið víða við á „lífsleiðinni“, hún hefur verið félagslynd, pólitísk, menningarleg og heimsborgari í senn. Þetta er í fyrsta skipti sem Barbie hefur fengið þvílíkan virð- ingarvott frá frönsku listasafni. Á heimasíðu safnsins er skrifað að Barbie-dúkkan komi bæði við félagslega og menningarlega sögu leikfanga á 20. og 21. öld. Barbie fær 1.500 fermetra undir sig en jafnframt eru ýmis samtíma- verk úr dagblöðum, myndum og myndböndum sem tengjast þess- ari sögufrægu dúkku. Á sýning- unni má sjá teikningar frá skrif- stofu hönnuðar Barbie en það er bandaríska fyrirtækið Mattel sem á heiðurinn af dúkkunni. Á sýningunni má sjá hvern- ig Barbie hefur breyst í tím- ans rás, hvernig hún hefur lagað sig að ýmsum félagslegum og menningar legum breytingum í heiminum. Tískuföt dúkkunnar eru margvísleg og má sjá stórt og mikið klæðasafn hennar á sýning- unni. Sannarlega er stór og mikil tískusýning falin í þessum verð- mætum. Börn ættu að hafa gaman af þessari sýningu en ekki síður full- orðnir sem geta rifjað upp barn- æskuna með Barbie, Ken og öðrum fjölskyldumeðlimum. Barbie hefur orðið fyrir töluverðri útlitslegri gagnrýni á sinni löngu ævi. Hún hefur þó alltaf staðið upp úr sem eftirlætisleikfang flestra ungra stúlkna. GlæsileG BarBie- sýninG í París Um þessar mundir er mikill fjöldi Íslendinga í París. Það væri ekki úr vegi að kíkja á franska listasafnið Musée des Arts Décoratifs en þar er í gangi mjög skemmtileg og fjölbreytt sýning um Barbie-dúkkuna. Úr sjónvarpsþáttunum Mad Men. Barbie kemur víða við. Barbie klædd eins og Scarlett O’Hara úr kvikmyndinni Á hverfanda hveli (Gone with the Wind). Barbie sýnir tískuföt fyrir framan áhorfendur sem auðvitað eru í tískufötum. Barbie hefur alltaf fylgt tískunni. Eitthvað fyrir Barbie-aðdáendur. Um 700 dúkkur frá mismunandi tímum. Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Flott í sumar Peysa á 12.900 kr. Stærð 34 - 48 Toppur á 6.900 kr. Stærð 38 - 46 Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 Gallabuxur á 6.900 kr. Stærð 36 - 50 Lógó með adressulínu Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is = Coopet Hewitt light (má vera book ef það er minna en 8pt) Léttir frakkar Þunnar sparikápur Vattjakkar Regnkápur Stærðir 36-54 20% afsláttur af öllum yfirhöfnum Endalaust ENDALAUS GSM 1817 365.is 2 3 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R4 F ó l k ∙ k y n n I n G A R b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A R b l A ð ∙ T í s k A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.