Fréttablaðið - 23.06.2016, Side 36

Fréttablaðið - 23.06.2016, Side 36
Sólseturshátíðin í Garði hefst formlega í dag og stendur alla helgina en þetta verður í tólfta sinn sem hátíðin fer fram. Dag- skráin verður fjölbreytt og skemmtileg og má þar nefna stuttar gönguferðir, menningar- og sögutengda fræðslu fyrir börn og fullorðna, fjöruferð fyrir börn- in, leiki og leiktæki, tónlistar- atriði, málverkasýningar og varð- eldur kveiktur. „Sólseturshátíðin er fjöl- skylduhátíð sem við Garðbú- ar getum verið stolt af,“ segir Guðlaug Helga Sigurðardótt- ir, formaður Knattspyrnufélags- ins Víðis sem sem sér um fram- kvæmd hátíðarinnar en Víðir fagnar einmitt áttatíu ára af- mæli í ár. „Sólseturshátíð var haldin í fyrsta skipti árið 2005 en þetta er sjötta árið í röð sem við stöndum að framkvæmd henn- ar. Hátíðin hefur farið stækk- andi og er þetta þriðja árið í röð sem við erum með dagskrá alla vikuna en á mánudag var karla- kvöld í sundlauginni, í fyrrakvöld var kvennakvöld þar og í gær- kvöld var farin fróðleiksganga um Garðinn með Herði Gíslasyni frá Sólbakka.“ Hverfin skreytt Bærinn verður settur í hátíðar- búning af íbúum í hverri götu og honum skipt upp í hverfi. Hvert hverfi skreytir svo í sínum lit, Rauða hverfið, Gula hverfið, Appelsínugula hverfið og Græna hverfið, og verða veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið. „Íbúar hverfanna eru hvattir til að gera þetta saman. Þetta er skemmti- legt og samkenndin í bænum eykst. Á laugardaginn hittast síðan allir bæjarbúar í götugrilli og hafa gaman saman,“ segir Guðlaug. eittHvað fyrir alla Dagskráin heldur svo áfram í dag við íþróttahúsið þar sem Brúðubíllinn kemur meðal ann- ars, boccia-mót fyrir fjölskyld- una verður haldið og Sólset- urshátíðar-spinning. „Á hátíðinni verður líka golfmót og blakmót fyrir bæði vana og byrjendur, miðnætur messa sem alltaf er vel mætt í og ýmislegt fleira. Aðal- hátíðin verður á laugardag þar sem byrjað verður strax klukk- an tíu með Sólseturshátíðar- hlaupi. Svo verður dagskrá úti við Garðskagann frá klukkan tvö yfir allan daginn og aftur klukk- an hálf níu um kvöldið þar sem koma fram meðal annarra Bjart- mar Guðlaugsson, Ingó Veðurguð, Hljómsveitin Valdimar, Herra Hnetusmjör og Eldeyjarkórinn sem er kór eldri borgara á Suður- nesjum. Þetta er mjög vegleg og fjölbreytt dagskrá hjá okkur og við reynum að hafa hana þannig að hún höfði til allra aldurshópa,“ útskýrir Guðlaug. einstök sólsetur Á Garðskaga er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og húsbíla. „Við höfum verið svo ótrúlega hepp- in með veður síðustu ár, það hafa komið á milli tvö og þrjú þús- und manns að heimsækja okkur og alltaf bætist við fjölda þeirra sem gista.“ Sólsetrið á Garðskaga er ein- stök sjón og gerist ekki víða feg- urra en við Garðskagavita. Tíma- setning hátíðarinnar er vel við hæfi þar sem sumarsólstöður eru nýafstaðnar og sólsetrið gyll- ir hafið á meðan. „Það er algjör- lega ómissandi fyrir alla að sjá sólsetrið hér, það er algjört sjón- arspil hérna stundum,“ segir Guð- laug og brosir. liljabjork@365.is eittHvað fyrir alla á sólsetursHátíð Allir geta fundið sér eitthvað til skemmtunar á Sólseturshátíðinni sem haldin verður um helgina í Garði. Hátíðin er haldin á Garðskaga við góðar aðstæður, í fallegu umhverfi með fjölbreyttri dagskrá. Það verður margt um að vera á Sólseturshátíðinni í Garði og allir ættu að finna sér þar eitthvað til skemmtunar. Sólsetrið á Garðskaga er einstök sjón og gerist ekki víða fegurra en við Garðskagavita. Guðlaug Helga Sigurðardóttir, for- maður Knattspyrnufélagsins Víðis, ásamt nöfnu sinni. 2 3 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R6 F ó l k ∙ k y n n I n G A R b l A ð ∙ X X X X X X X X Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 my styleStærðir 38-52 Netverslun á tiskuhus.is Smart föt fyrir smart konur Fa rv i.i s // 0 61 6 KIMONO 7.495 kr. VIÐ FLYTJUM ÞÉR Fréttir Stöðvar 2, í opinni dagskrá alla daga vikunnar, alla daga ársins, kl. 18.30. FRÉTTASTOFA FRÉTTIRNAR ALLA DAGA VIKUNNAR Í OPINNI DAGSKRÁ KL. 18.30 ∙ k y n n I n G A R b l A ð v I ð b U R ð I R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.