Fréttablaðið - 23.06.2016, Side 58

Fréttablaðið - 23.06.2016, Side 58
2 3 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R46 M e n n I n G ∙ F R É T T A B L A ð I ð bíó Á þessu ári verður stórmyndin Space Jam tuttugu ára. Myndin er enn tekjuhæsta körfuboltakvikmynd sem hefur verið gerð, en hún hefur aflað 230 milljóna dollara í gegnum tíðina. Hún er þriðja tekjuhæsta íþróttakvikmynd allra tíma, á eftir Rocky IV og The Blind Side. Körfuboltastjarnan Micheal Jordan fer með aðalhlutverkið í myndinni ásamt helstu teikni- myndakarakterum Looney Tunes, sem Warner Brothers framleiðir. Þrátt fyrir að kvikmyndin sé fyrst og fremst ætluð börnum þá er hún í miklu upphaldi hjá fullorðnum. Í kvikmyndinni er mikið af skemmtilegum karakterum, leikn- um og teiknuðum, sem hafa þótt heldur eftirminnilegir. Bill Murray kemur fram í myndinni sem og margir af frægustu körfuboltaleik- mönnum þess tíma, eins og Larry Bird, Muggsy Bogues og Patrick Ewing. Swackhammer, eigandi Moron Mountain skemmtigarðsins í kvikmyndinni, var leikinn af Danny DeVito. Myndin fjallar um Micheal Jordan sem ætlar sér að hætta í körfubolta og snúa sér að hafnabolta. Á meðan hann skiptir um starfsvettvang er ýmislegt í gangi í skemmtigarðinum Moron Mountain sem er úti í geimi. Stjórnandi garðsins, Swackhammer, skipar fylgisveinum sínum að fara til jarðar til þess að sækja Kalla kanínu og Looney Tunes vini hans þar sem hann ætlar að nota þá sem nýjasta aðdráttaraflið fyrir skemmtigarðinn. Í kjölfar ýmissa viðburða hittir Jordan Looney Tunes persónurnar í teiknimyndaheimi í miðju jarðar. Þar keppa þeir við vondu verurnar úr geimnum í æsispennandi leik en fyrir leikinn stela verurnar körfu- boltahæfileikum ýmissa frægra NBA-leikmanna. Space Jam verður 20 ára á þessu ári Körfuboltamyndin vinsæla kom út árið 1996. Með aðalhlutverk fara Michael Jordan, sem á þessum tíma var vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna, ásamt Looney Tunes karakterum. Körfuboltastjarna, skóhönnuður og leikari. Micheal Jordan var á toppi ferilsins árið 1996. Micheal Jordan er sannkallaður konungur og ekki hefur Space Jam skemmt fyrir. Bugs Bunny og Daffy Duck eru með stjörnuleik í myndinni Space Jam. Frumsýningar Ævintýramynd Aðalhlutverk: Bill Hader, Rebecca Hall og Ólafur Darri Ólafsson Frumsýnd: 1. júlí IMDb: 7,8 The Purge elecTion Year Spennumynd Aðalhlutverk: Frank Gillo, Eliza- beth Mitchell og Mykelti Williamson Frumsýnd: 1. júlí goodnighT MoMMY Drama, Hrollvekja Aðalhlutverk: Lukar Schwarz, Elias Schwarsz og Susanne Wuest Frumsýnd: 1. júlí IMDb: 6,7 The BFg

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.