Fréttablaðið - 23.06.2016, Qupperneq 68
Ber er hver að baki
nema sér bróður eigi
Kosningabaráttan um forsetaembættið er harður slagur og í slíkum bardögum er að sjálf-
sögðu ómetanlegt að eiga góða stuðningsmenn. Fréttablaðið fór á stúfana og heyrði hljóðið í
yfirlýstum stuðningsmönnum og vinum nokkurra frambjóðendanna sem þar takast á.
Guðni Th.
Jóhannesson
Jóhanna Vigdís Arnardóttir leik-
kona er yfirlýst stuðningskona
Guðna og það er alls ekki að
ástæðulausu.
Þekkist þið Guðni persónu-
lega?
„Ég er búin að þekkja hann
alla ævi, við erum nágrannar
og ég var með honum í skóla
og ég þekki hann bara að
góðu. Mér finnst hann
hógvær og klár … ég gæti
haldið alveg endalaust
áfram.“
Kött Grá Pjé rappari og skáld er ekki
mikill aðdáandi forsetaembættisins
en hann hefur þó ekki farið leynt með
aðdáun sína á kollega sínum í skáld-
skapnum.
„Mér finnst Andri afbragðsfínn
náungi og hafði gaman af sögutím-
unum hjá Guðna þokulúðri Jó en
Elísabet er bara svo mögnuð týpa,
kjaftfor, fyndin og óútpæld. Skáld
og sprellari. Svo er manifestóið
hennar stórfallegt plagg. Mann-
eskjulegt og blátt áfram. Í sem
skemmstu máli finnst mér hún
æði.“
Þau þekkjast ekki persónu-
lega en hann segir mér þó að
þau hafi eitt sinn verið stödd
á sama stað á sama tíma og að
hann hafi ekki þorað að heilsa
henni, verið „starstruck“ – svo
mikil er sú aðdáun.
Halla
Tómasdóttir
Svavar Örn Svavarsson, hárgreiðslu-
maður og tískulögga, er aðdáandi Höllu
Tómasdóttur enda hefur hann klippt á
henni hárið síðastliðin 20 ár.
„Það eru mjög margir fram-
bærilegir þarna en þetta er
persónuleg vinátta líka sem
ræður svolítið mikið för.
Það sem hún hefur verið
að gera – þessi Ted-fyrir-
lestur, að hafa verið með
V-ráðstefnu á síðasta
ári, þjóðfundurinn –
allt þetta. Hún er búin
að vera að vinna að
þessum málefnum
sem prýða góðan for-
seta.“
Unnsteinn Manuel Stefánsson tón-
listamaður er eitilharður stuðnings-
maður Andra Snæs.
„Ég hitti Andra fyrst fyrir 10
árum, þá vorum við nokkur í
Austurbæjarskóla áhugasöm
um aktívisma. Við vorum
nýbúin að lesa Drauma-
landið og við fengum hann til
að flytja smá fyrirlestur fyrir
okkur um náttúruvernd og
framtíðina.
Í s l e n d i n g u m
hefur sjaldan
staðið til boða
j a f n h u g -
myndaríkur
og nýsköp-
u n a r s i n n -
aður maður
í þ e t t a
e m b æ t t i .
Jóhanna Vigdís
Arnardóttir
hefur þekkt
Guðna Th. í
mörg ár.
Ég á erfitt með að ímynda mér
annan frambjóðanda sem hefur
jafn mikið nýtt fram að færa fyrir
Bessastaði. Hann hefur verið
ómaklega gagnrýndur fyrir
að vera á listamannalaunum
og fyrir að hafa skoðanir á
náttúrunni. Ef það væri ekki
fyrir fólk hér á landi sem til-
einkar líf sitt ritlistinni þá
væri ég ekki að hylla Andra
Snæ í þessu töluðu orðum
á íslensku.
Ef við getum
ekki kosið eitt-
hvað nýtt og
ferskt á Bessa-
staði, til hvers
þá að halda
þessu embætti
gangandi?“
Andri Snær MagnasonElísabet Jökulsdóttir
Dásamleg frönsk
súkkulaðikaka
4 egg
6 dl sykur
3 dl hveiti
9 msk. kakó
½ msk. vanillusykur
Smá salt
200 g smjör
Súkkulaðikaramellukrem
75 g smjör
½ dl sykur
½ dl síróp
1 msk. kakó
1½ dl rjómi
200 g mjólkursúkkulaði
Botninn: Hrærið lauslega saman
egg og sykur. Blandið hveiti,
kakói, vanillusykri og salti saman
og hrærið saman við eggjablönd-
una. Bræðið smjörið og hrærið
því saman við. Setjið deigið í
smurt form (um 24 cm) og bakið
við 175°C í um 40 mínútur. Látið
kökuna kólna.
Kremið: Bræðið smjör í potti og
bætið sykri, sírópi, kakói og rjóma
saman við. Látið suðuna koma upp
á meðan þið hrærið í blöndunni
og látið síðan sjóða við vægan
hita í 5-10 mínútur. Takið pott-
inn af hitanum og bætið hökkuðu
súkkulaði í hann. Hrærið þar til
súkkulaðið hefur bráðnað. Hellið
kreminu yfir kökuna og látið
hana síðan standa í ísskáp svo að
kremið stífni.
Uppskriftin er fengin af ljufmeti.is
Taylor Swift og Tom Hiddleston
sáust kyssast í seinustu viku nálægt
heimili Swift á Long Island, New
York. Ekki leið á löngu þar til allt
sprakk upp og allir fjölmiðlar
vestanhafs fóru að fjalla um málið.
Sambandið hefur fengið töluvert
meiri athygli en önnur sambönd þar
sem aðeins eru tvær vikur síðan Tay-
lor Swift og plötusnúðurinn Calvin
Harris hættu saman eftir 15 mánaða
samband.
Fyrir tveimur dögum sást aftur
til Taylor og Tom en þá voru þau
tvö saman á tónleikum hjá Selenu
Gomez, bestu vinkonu Taylor. Þar
dönsuðu þau saman
og virtust skemmta
sér vel. Það verður
áhugavert að sjá
hversu lengi sam-
bandið muni
endast með
alla þessa fjöl-
miðlaathygli
á byrjunar-
stiginu. Eitt
er víst, þau
munu ekki fá
neinn frið.
Hitnar í
kolunum
hjá Taylor
Svavar Örn
hefur átt í löngu
viðskipta- og
vinasambandi
við Höllu Tómas-
dóttur.
Unnsteinn
Manuel hefur
lengi dáðst að
Andra Snæ.
Kött Grá Pjé hefur
dálæti á Elísabetu
Jökulsdóttur en
er feiminn við að
heilsa henni.
2 3 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R56 L í F I ð ∙ F R É T T A B L A ð I ð
Lífið