Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2017, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 28.11.2017, Qupperneq 6
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin Rexton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum og auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. félagsmál Félagið Somos, sem óskar eftir að því að fá stöðuleyfi fyrir starfsmannabúðir undir erlenda starfsmenn í Mosfellsbæ, segir það munu skila bænum útsvars tekjum án mikilla útgjalda á móti og létta á húsnæðismarkaði sem sé mjög erfiður. Fram kemur í bréfi Somos til Mosfellsbæjar að félagið hafi verið starfrækt frá því í fyrra. Það hafi milligöngu um að útvega erlenda starfsmenn. Það selji aðallega þjón- ustu pólska félagsins Yabimo sem eigi dótturfélagið Yabimo ehf. Það sé skráð sem starfsmannaleiga hjá Vinnumálastofnun. „Félagið hefur frá upphafi lagt metnað sinn í að erlendir starfs- menn njóti allra sömu kjara og íslenskir starfsmenn og lögum og reglum sé fylgt í hvívetna,“ segir í bréfi sem undirritað er af Eiríki Ingvari Ingvarssyni framkvæmda- stjóra og Magnúsi Pálma Skúlasyni, formanni stjórnar Somos. Segja þeir Somos-menn mjög erf- itt að fá húsnæði á Íslandi, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu. „Ástæða þess að erlendir starfmenn eru tilbúnir að koma til Íslands er sú að laun hér eru mun hærri en til að mynda í Pól- landi. Þannig getur til dæmis smiður haft hér um það bil fjórföld þau laun sem hann hefur þar,“ skrifa Eiríkur og Magnús. Þá segir að til að fólk fáist til Íslands þurfi að bjóða því viðunandi húsnæði á hagkvæmu verði. „Fyrir liggur að erlendur starfsmaður er ekki tilbúinn að eyða meginhluta tekna sinna í húsnæði, því þarf að vera hægt að bjóða húsnæði á sem lægstu verði,“ er útskýrt í bréfinu. Athygli vekur að á sama tíma og erlendu starfsmennirnir eru þannig sagðir fá sömu laun og Íslendingar þá sætti þeir sig ekki við að greiða sömu húsaleigu og íslenskum starfs- félögum þeirra stendur til boða á almennum markaði. „Mér hefur sýnst að þeir sem koma í gegn um starfsmanna- leigurnar hafi upp til hópa verið settir á allra lægstu laun samkvæmt töxtum. En það er alveg sama hvort það er Íslendingur eða útlendingur, ef hann þarf að greiða húsaleigu sem er svimandi há þá er það alltaf jafn erfitt á þeim lágmarkskjörum,“ segir Sigurður Bessason, formaður stéttarfélagsins Eflingar. Sigurður segir algengt að starfs- mannaleigur raði tveimur eða jafn- vel þremur mönnum í herbergi sem sé aðeins átta fermetrar og láti þá borga frá 55 upp í 70 þúsund krónur hvern fyrir á mánuði. „Þetta er bara skelfilegt,“ segir hann. Almennt segir Sigurður stéttar- félögin mótfallin rekstri starfs- mannaleiga þótt þær geti átt rétt á sér í örstuttan tíma. „Að öðru leyti á að vera um fastráðningu að ræða hjá viðkomandi fyrirtækjum og við- komandi einstaklingar eru þá hér inni á vinnumarkaði eins og aðrir.“ Með ódýru húsnæði segjast Eirík- ur og Magnús ekki eiga við húsnæði sem ekki standist íslenskar kröfur, „heldur húsnæði sem hægt er að koma upp á fljótan og ódýran hátt þannig að hægt sé að leigja það á viðunandi verði“. Þá er bent á að ljóst sé að íslensk fyrirtæki muni þurfa að uppfylla mannaflaþörf með erlendu vinnu- afli. Það fólk þurfi að búa einhvers staðar. „Fyrir liggur að einstaklingar á húsnæðismarkaði, sér í lagi ungt fólk, eiga litla sem enga möguleika á að keppa við fyrirtæki um hús- næði. Það gerir að verkum að hús- næðisvandinn eykst enn frekar við það að fyrirtæki fari að keppa við einstaklinga um kaup á húsnæði til að fullnægja þörf fyrir húsnæði fyrir erlent vinnuafl,“ útskýra Eiríkur og Magnús og bjóða lausn. „Sú lausn sem félagið telur heppi- legasta er að reisa starfsmanna- búðir,“ segja Somos-menn. Slíkar búðir uppfylli íslensk lög og mörg fordæmi séu fyrir hendi. Þegar slaki komi í hagkerfið og hið erlenda vinnuafl hverfi til síns heima sé auð- velt að taka búðirnar niður. „Auk þess að skapa vinnuafl sem vantar til að byggja allar þær íbúðir sem kjörnir fulltrúar hafa lofað að byggja á næstu árum þá losna þær íbúðir sem nú þegar eru notaðar af erlendu vinnuafli,“ segir í bréfi Somos þar sem Mosfellsbæ er gefið fyrirheit um fjárhagslegan ávinning. Nú þegar reki Ístak starfsmanna- búðir á Tungumelum fyrir 150 manns sem allir borgi þar útsvar. „Kostnaður bæjarins á móti þeim tekjum er óverulegur þar sem slíkar búðir kalla ekki á innviðabyggingu samsvarandi því ef nýtt íbúðahverfi væri reist.“ Bæjarráð Mosfellsbæjar tók málið fyrir á fimmtudag og vísaði því til umfjöllunar hjá umhverfissviði bæjarins. gar@gfrettabladid.is Vilja pólskt starfsfólk í ódýrum búðum sem skilað geti hagnaði Starfsmannaleiga sem sérhæfir sig í innflutningi frá Póllandi segir útlendinga ekki vilja eyða meginhluta launa í húsnæði. Lausnin sé ódýrar starfsmannabúðir sem þess utan geti fært Mosfellsbæ auknar tekjur án útgjalda á móti. Líka erfitt fyrir Íslendinga á lágmarkslaunum að greiða ofurleigu, segir formaður Eflingar. Somos vill fá sínar starfsmannabúðir við hlið slíkra búða sem Ístak rekur á Tungumelum. FréTTablaðið/STeFán Þetta er bara skelfilegt. Sigurður Bessason, formaður Eflingar menntun Háskóli Íslands er í 176. til 200. sæti yfir bestu háskóla heims á sviði raunvísinda á lista sem tíma- ritið Times Higher Education birti í gær. Með því hefur skólinn komist á sex lista tímaritsins yfir fremstu háskóla heims á afmörkuðum fræðasviðum í haust. Við mat á frammistöðu háskóla á sviði raunvísinda horfir Times Higher Education til árangurs á sviði stærðfræði, tölfræði, eðlisfræði, stjarneðlisfræði og efnafræði en einnig jarðvísinda, umhverfisfræði og haffræði. – jhh Háskóli Íslands í hópi 200 bestu Vísindi Útgjöld til rannsókna og þróunar árið 2016 mældust 2,08 prósent af vergri landsframleiðslu á Íslandi. Er það lækkun frá árinu 2015 þegar þetta hlutfall var 2,17 prósent, segir á vef Hagstofunnar. Nýútgefnar bráðabirgðatölur Euro- stat, hagstofu Evrópusambandsins, leiða í ljós sambærilegar sveiflur á milli ára í Skandinavíu. Ísland er áfram yfir meðaltali Evrópu- sambandsins sem er 2,03 prósent, óbreytt á milli ára. – jhh Lægri útgjöld til rannsókna fRaKKland Franski bankinn BNP Paribas ætlar að hætta viðskiptum við fyrirtæki í tóbaksiðnaðinum. Þetta kemur fram á vefnum Finans- Watch sem vitnar í frétt Bloomberg. Haft er eftir fulltrúa bankans að ákveðið hafi verið að hætta við- skiptum við fyrirtæki sem framleiða vörur sem eru skaðlegar heilsunni. Staðið verði þó við gerða samninga við núverandi viðskiptamenn. Með þessari ákvörðun fetar bank- inn í fótspor tryggingasamsteyp- unnar AXA og Bank of New Zealand. Bent er á að BNP Paribas eigi enn í viðskiptum við fyrirtæki innan atvinnugreina sem gagnrýndar hafa verið út frá siðferðislegum sjónarmið- um, eins og vopnaframleiðendur. – ibs Banki snýr bakinu við tóbaksrisum Tóbaksfyrirtæki fá ekki lengur lán hjá frönskum banka. nOrDiCPHOTOS/GeTTY 2 8 . n ó V e m b e R 2 0 1 7 Þ R i Ð J u d a g u R6 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a Ð i Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.