Fréttablaðið - 28.11.2017, Page 8
SAMFÉLAG „Hingað eru að koma
3-400 konur frá 100 löndum til að
ræða jafnréttismál í breiðu samhengi
og aðkomu kvenna að málaflokkum
sem þær hafa kannski ekki verið
virkar í áður,“ segir Hanna Birna
Kristjánsdóttir, fyrrverandi alþingis-
maður og innanríkisráðherra, sem
e r st j ó r n a r f o r m a ð u r
fram kvæmdastjórnar
Women Political Lead-
ers (WPL). Á fundi
WPL sem fer fram
núna í vikunni verður
sérstök áhersla lögð á
Ísland sem alþjóðleg-
an leiðtoga í málefnum
kynjajafnréttis. „Það sem
er ofsalega ánægjulegt
fyrir okkur Íslendinga
er að það er ótrú-
lega mikill áhugi.
Konur og þjóð-
þing og fulltrúar
ótrúlega margra
ríkja vilja koma
og heyra hvað
við höfum að
segja. Yfir-
skrift fund-
arins í ár er
„We can do
it“ sem er tilvísun í að það er hægt að
gera þetta,“ segir Hanna Birna.
Samhliða fundinum verður
haldinn ársfundur Council of
Women World Leaders, sem
eru samtök kvenna sem eru
eða hafa verið þjóðarleiðtog-
ar. „Það eru fimmtán konur
sem eru fyrrverandi eða
núverandi forsetar að koma
saman og það hefur aldrei
áður gerst að svona margar
konur sem hafa gegnt þeim
embættum komi saman
á einum á sama
tímanum,“ segir
H a n n a B i r n a .
V i g d í s i F i n n -
bogadóttur, fyrr-
verandi forseta
Íslands, verða
f æ r ð s é r s t ö k
heiðursverðlaun
á ráðstefnu WPL
í ár fyrir þátttöku
hennar í stjórn-
málum og störf í þágu kvenna í
gegnum tíðina.
Formleg setning fundarins verður
í Veröld – húsi Vigdísar, þar sem Vig-
dís mun setja fundinn og flytja erindi
um það hvernig kvenleiðtogar geti
breytt heiminum.
Fundurinn er haldinn í Hörpu í
samstarfi við Alþingi og ríkisstjórn
Íslands. Aðrir stuðningsaðilar eru til
dæmis Reykjavíkurborg, Efnahags-
og framfarastofnunin (OECD), Har-
vard-háskóli og Sameinuðu þjóðirn-
ar. Fundurinn var fyrst haldinn árið
2013 og hefur verið haldinn í Jórd-
aníu, Mexíkó og Rúanda. Fundurinn
er einstök samkoma kvenna í áhrifa-
stöðum víðs vegar um heiminn.
Samtökin eru óháð og starfa ekki
í gróðaskyni. Um er að ræða alþjóð-
leg samtök þjóðkjörinna kvenna
og pólitískra leiðtoga þar sem lögð
er áhersla á að auka fjölda og áhrif
stjórnmálakvenna um allan heim.
Samtökin leggja sig fram í öllum
sínum störfum um að sýna fram á
mikilvægi þátttöku kvenna í forystu
stjórnmála. Til þess að ná árangri
sé mikilvægt fyrir konur að hafa
aðgengi að þremur hlutum, það er
tengslaneti, samfélagi og opnum
samskiptum. lovisaa@365.is
Einstök samkoma
þjóðkjörinna kvenna
Ársfundir samtakanna The Women Political Leaders Global Forum og Council
of Women World Leaders verða haldnir í fyrsta skipti hér á landi frá 28. til 30.
nóvember í Hörpu. Mikill áhugi er á Íslandi og því sem verið er að vinna að hér.
Hingað eru að koma
3-400 konur frá 100
löndum til að ræða jafnréttis-
mál í breiðu samhengi.
Hanna Birna
Kristjánsdóttir,
stjórnarformaður
framkvæmda-
stjórnar WPL.
IndóneSíA Agung-fjall á indónesísku
eynni Balí er á barmi stórgoss eftir
tvö minni öskugos undanfarna daga.
Um hundrað þúsund manns hefur
verið gert að rýma svæðið umhverfis
fjallið og yfirvöld hafa hækkað við-
búnaðarstig upp í hæsta stig.
Flugvöllum á eynni var lokað í
gær. Eru því þúsundir ferðamanna
strandaglópar á Balí. Eldfjallið hefur
verið að minna á sig frá því í septem-
ber en aur og grjót streymir nú niður
fjallshlíðarnar.
Agung gaus síðast 1963 og kostaði
það gos rúmlega þúsund eyjarskeggja
lífið. Í viðtali við The Guardian sagði
breski jarðfræðingurinn David Roth-
ery að ef af gosi yrði nú myndu fleiri
deyja þar sem mun fleiri búa nú í
nágrenni við fjallið.
„Rýmingarsvæðið myndi gjör-
eyðileggjast. Þetta er ungt og virkt
eldfjall sem á langa sögu um endur-
tekin sprengigos,“ sagði David Pyle,
jarðfræðingur við Oxford-háskóla,
við sama miðil.
Mesta hættan yrði af svokölluðum
gusthlaupum. Þá svífur heit gjóskan
niður fjallshlíðarnar en rýkur ekki
upp í loftið. – þea
Hundruð þúsunda flýja
Stórgos er yfirvofandi í Agung-fjalli á eynni Balí í Indónesíu. NordIcPHotoS/AFP
Vegna bilunar hjá fyrri hýsingaraðila um
sóknarvefs er auglýst aftur eftir umsóknum
um styrki til þýðinga á íslensku og þurfa
allir að sækja um að nýju.
Frestur til 5. desember 2017.
Allar nánari upplýsingar
eru á islit.is.
Umsækjendur um
þýðingastyrki með fresti
15. nóvember, athugið!
30
Kletthálsi 13 · hnb.is · 590 5040
Mitsubishi Pajero
Instyle 3.2 DID
6.490.0002016
65
VW Golf Variant
Highline 1.4 TSI
3.220.000 2015
40 VW Golf e-Golf
Premium rafbíll
3.980.000 2016
VW Polo Comfortline
1.4
1.790.000 2014
59
1.540.000 TILBOÐ
Skoda Yeti Outdoor
2.0 TDI 4X4
3.850.000 2016
41
Nissan Leaf Acenta
Rafmagn 24kW
1.990.000 2013
54
1.680.000 TILBOÐ
VW Passat Highline
1.6 TDI
3.490.000 2015
88
Skoda Octavia Combi
Ambition 1.6
2.850.000 2014
55
2.550.000 TILBOÐ
Audi A4 Allroad
Quattro 2.0 TDI
4.450.0002013
88
Fleiri tilboðsbílar og myndir
á netinu: hnb.is
Góðir notaðir
með reynslu.
7 manna, leðuráklæði,
hiti í framsætum,
rafdrifin sæti,
loftkæling, aksturstölva,
bakkmyndavél,
Bluetooth, fjarlægðar-
skynjarar, glertopplúga,
hraðastillir,ISOFIX
festingar, leiðsögukerfi,
litað gler, nálægðar-
skynjarar, rafdrifnar
rúður, þakbogar.
Dráttarbeisli, hiti í sætum,
rafdrifin opunun/lokun á
afturhlera, viðarinnrétting í
mælaborði, nálgunarvarar
í fram og afturstuðara,
bakkmyndavél, hraðastillir,
Bang & Olufsen hljómtæki,
milano leðurinnrétting, 18“
álfelgur, sportsæti, xenon/
led aðalljós, leiðsögukerfi
o.fl.
3
2 8 . n ó v e M b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U d A G U r8 F r É t t I r ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð