Fréttablaðið - 28.11.2017, Page 13

Fréttablaðið - 28.11.2017, Page 13
Órói í Öræfajökli? Þú hefðir ekki frétt af því. Óveðrið? Hefðir ekki lesið um það. Hvað þýddi jarðskjálftahrinan? Þú vissir ekkert um það. Án náttúru- fræðinga. Náttúrufræðingar eru kannski ekki eitthvað sem flestir hugsa um daglega og margir átta sig ekki á þeim mikilvægu störfum sem þessir sérfræðingar gegna né hvaða menntun þeir hafa sótt sér. Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) var stofnað árið 1955 og voru félagsmenn til að byrja með um 15 talsins. Í dag eru 1906 greiðandi félagsmenn í FÍN og það kemur lík- lega mörgum á óvart hversu margir náttúrufræðingar snerta líf lands- manna oft og víða. Við lestur frétta koma náttúrufræðingar gjarnan við sögu. Náttúrufræðingar eru háskóla- menntaðir og sinna hinum ýmsu ómissandi störfum s.s. að vakta náttúruvá. Á Veðurstofu Íslands (VÍ) starfa 75 náttúrufræðingar sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Þeir vakta veðrið, eldgos og aðra aðsteðjandi náttúruvá. Náttúru- fræðingar á VÍ bera hin ýmsu starfsheiti s.s. veðurathugunar- menn, veðurfræðingar, náttúru- vársérfræðingar og ofanflóðasér- fræðingar. Þessir sérfræðingar sinna öryggishlutverki, þeir vakta náttúruna fyrir okkur og vara við aðsteðjandi hættu. Eru náttúru- fræðingar mikilvægir? Gegna nátt- úrufræðingar mikilvægu hlutverki? Raunverulegur launamunur Já, störf náttúrufræðinga eru sam- félaginu mikilvæg, það mikil- væg að VÍ hefur farið þess á leit við félagið að þessi ofangreindu störf séu undanþegin verkföllum. Mikilvægi starfa/starfsstétta og góð launakjör haldast því miður ekki alltaf í hendur en FÍN hefur átt í samningaviðræðum við ríkið, sem vinnuveitanda, frá því í ágúst. Kröfur félagsins eru að félagsmenn FÍN fái almennar launahækkanir eins og aðrir sem starfa á almenn- um vinnumarkaði og að fyrstu skrefin verði tekin við að leiðrétta skekkjur í launasetningu opin- berra starfsmanna. Launamunur á milli almenna markaðarins og hins opinbera er raunverulegur, laun á almennum markaði hafa undan- Hvað er að frétta? Ungt fólk verður að sjá kosti þess að afla sér menntunar á sviði náttúruvísinda og þegar það kemur út á at- vinnumarkaðinn hafi það löngun til að sinna mikilvæg- um störfum hjá hinu opin- bera, okkur landsmönnum öllum til heilla. Maríanna Hugrún Helgadóttir formaður Félags ís- lenskra nátt- úrufræðinga farin ár verið 25%-30% hærri en á opinberum markaði og því brýnt að launakjör félagsmanna FÍN á hinum opinbera markaði verði leiðrétt. Ungt fólk verður að sjá kosti þess að afla sér menntunar á sviði náttúruvísinda og þegar það kemur út á atvinnumarkaðinn hafi það löngun til að sinna mikil- vægum störfum hjá hinu opin- bera, okkur landsmönnum öllum til heilla. VÍ vill halda í starfsmenn sem hafa hæfni og vilja til að leysa þau verk- efni sem þeim er falið að sinna. Lág- markslaun á Veðurstofu Íslands eru 374.795 kr. en lágmarkslaun í félag- inu eru 304.743 kr. FÍN gerir kröfu til ríkisins sem vinnuveitanda um að það semji án tafar við félagið og leiðrétti laun náttúrufræðinga. Krafa félagsins er að lágmarkslaun verði 400.000 kr. fyrir félagsmenn FÍN sem hafa lokið fyrstu háskólagráðu. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is al.is Öflug þjónusta við leigjendur Langtímaleiga Sveigjanleiki 24/7 Þjónusta Samstarf Almenna leigufélagsins og Securitas tekur til allra íbúa félagsins. Almenna leigufélagið býður viðskiptavinum sínum upp á hátt þjónustustig, langtímaleigu og sveigjanleika. Þannig tökum við þátt í að byggja upp faglegan og traustan leigumarkað. S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 2 8 . n ó v e m B e R 2 0 1 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.