Fréttablaðið - 28.11.2017, Side 14
2 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D A G U r14 S p o r t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
sport
KörFUboLtI Ísland tapaði fyrir Búlg-
aríu, 77-74, í undankeppni HM 2019
í Laugardalshöllinni í gærkvöldi.
Liðið var lengi vel með fín tök á
leiknum en henti honum frá sér í
fjórða leikhlutanum.
Martin Hermannsson var
atkvæðamestur í liði Íslands með
21 stig en Jakob Örn Sigurðarson
skoraði 18 stig í leiknum.
Það var hrein unun að fylgjast
með íslenska landsliðinu í byrjun
leiks og þá sérstaklega þeim Martin
Hermannssyni og Tryggva Snæ
Hlinasyni. Martin stjórnaði leik
íslenska liðsins eins og herforingi
og Tryggvi Snær varði þrjú skot í
fyrsta leikhlutanum og var frábær
í vörninni.
Búlgararnir þurftu að hafa mikið
fyrir hverju einasta stigi og gekk
sóknarleikur íslenska liðsins tölu-
vert betur til að byrja með. Staðan
var því 21-17 eftir fyrsta leikhlut-
ann og hefði íslenska liðið getað
verið með stærra forskot, með smá
heppni.
Í öðrum leikhluta hélt baráttan og
harkan í íslenska liðinu áfram og var
það einfaldlega líkamlega sterkara
en búlgörsku landsliðsmennirnir.
Þegar leikhlutinn var hálfnaður var
staðan 35-23 fyrir Ísland og útlitið
nokkuð bjart.
Búlgarar komu til baka undir lok
fyrri hálfleiksins og létu íslensku
strákana hafa vel fyrir sér með því
að keyra alltaf inn í teiginn. Það
hafði það í för með sér að menn fóru
að sanka að sér villum.
Tryggvi var kominn með þrjár
villur í hálfleik og þurfti að hafa sig
hægan í upphafi síðari hálfleiksins
Klaufalegt tap fyrir
Búlgörum í Höllinni
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik gegn Búlgaríu í
undankeppni HM í gær. Strákarnir spiluðu vel lengst af en sóknin hrökk í bak-
lás undir lokin. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni.
Kristófer Acox sækir að körfu Búlgara. Íslenska liðið spilaði vel á löngum köflum en gaf eftir undir lokin. FréttABlAðið/Anton
olís-deild karla
Valur - Haukar 26-30
Markahæstir: Anton Rúnarsson 5/2, Árni
Þór Sigtryggsson 4, Alexander Örn Júlíus-
son 3, Vignir Stefánsson 3, Ryuto Inage
3, Ólafur Ægir Ólafsson 3 - Hákon Daði
Styrmisson 8/6, Atli Már Báruson 6, Adam
Haukur Baumruk 5, Leonharð Harðarson 4.
Ír - Afturelding 29-33
Markahæstir: Bergvin Þór Gíslason 11,
Daníel Ingi Guðmundsson 9/4, Kristján Orri
Jóhannsson 4 - Árni Bragi Eyjólfsson 13,
Ernir Hrafn Arnarson 7, Elvar Ásgeirsson
7, Mikk Pinnonen 2, Gunnar Malmquist
Þórsson 2.
Nýjast
Efri
FH 18
Haukar 17
Valur 17
ÍBV 16
Selfoss 14
Stjarnan 11
neðri
Afturelding 9
ÍR 8
Fram 8
Fjölnir 5
Grótta 4
Víkingur 3
Í dag
19.50 Watford - Man. Utd Sport 2
Vináttulandsleikur kvenna
Slóvakía - Ísland 26-28
Mörk Íslands: Þórey Rósa Stefánsdóttir
7, Birna Berg Haraldsdóttir 7, Helena Rut
Örvarsdóttir 6, Thea Imani Sturludóttir
3, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Perla Ruth
Albertsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 1.
Undankeppni HM 2019
Ísland - Búlgaría 74-77
Stig Íslands: Martin Hermannsson 21, Jakob
Örn Sigurðarson 18, Hlynur Bæringsson 9,
Haukur Helgi Pálsson 9, Kristófer Acox 6,
Tryggvi Snær Hlinason 6, Kári Jónsson 5.
og það sama má segja um Martin
Hermannsson. Staðan í hálfleik var
45-35.
Búlgarar mættu grimmir út í
síðari hálfleikinn og fóru strax að
minnka muninn og það mjög mark-
visst. Þegar lítið var eftir af þriðja
leikhlutanum var staðan 52-51
fyrir Ísland og Búlgararnir að hóta
þeim hvítklæddu að komast yfir í
leiknum.
Sem betur fer héldu íslensku
landsliðsmennirnir út og hleyptu
þeim ekki fram úr sér. Staðan fyrir
lokafjórðunginn var 61-53.
Íslenska liðið var með frum-
kvæðið í byrjun fjórða leikhluta en
gestirnir ætluðu sér að ná í sigur í
Laugardalshöllinni í gær.
Þegar tvær og hálf mínúta var eftir
af leiknum komust Búlgarar yfir,
67-66, og var mikil spenna í leiknum
út leiktímann. Svo fór að lokum að
Búlgaría vann leikinn, 77-74.
Það skrifast á algjört kæruleysi
hjá íslenska liðinu þar sem liðið
hafði stóran hluta af leiknum fín
tök á honum. Það þurfti bara að
sigla sigrinum í hús en það gekk því
miður ekki.
Búlgarska liðið sýndi aftur á móti
gríðarlegan karakter, gafst aldrei
upp og það sem var mikilvægast, að
þeir hleyptu íslenska liðinu aldrei of
langt frá sér. stefanarni@365.isH E I L S U R Ú M
A
R
G
H
!!!
0
11
11
7
30 gerðir af ólíkum
skermum í boði.
Verð 1.745 kr.
The Petit
Lampinn
Verð frá
7.650 kr.
Snilldar lampi, fáguð
hönnun með þremur
birtustillingum og
endist í allt að
24 tíma án hleðslu.
Næstu leikir Íslands í
undankeppninni eru í
febrúar á næsta ári. Ísland
mætir Finnlandi og tékk-
landi á heimavelli.
„Við leiddum nánast allan leikinn
og stjórnuðum honum vel,“
segir Jakob Örn Sigurðarson,
leikmaður Íslands, svekktur eftir
tapið fyrir Búlgörum í undan-
keppni HM í gær.
„Við missum þá framúr okkur
undir lokin og það verður að segj-
ast alveg eins og er að sóknar-
leikur okkar var alls ekki nægilega
góður síðustu mínúturnar. Við
vorum staðir og töpuðum bolt-
anum á meðan þeir voru að spila
sína sókn og setja niður mikilvæg
skot.“
Jakob segir að það sem varð
til þess að íslenska liðið tapaði
leiknum hafi verið að það hefði
átt að klára hann miklum mun
fyrr. „Við bara gáfum þeim séns á
að komast inn í leikinn í lokin.“