Morgunblaðið - 06.09.2019, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
✝ Hjördís Magn-úsdóttir fædd-
ist í Vestmannaeyj-
um 10. maí 1931.
Hún andaðist á
hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni
27. ágúst 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Ragnheið-
ur Halldórsdóttir,
húsfreyja, f. 5. maí
1892, d. 9. janúar
1979, og Magnús Valtýsson, sjó-
maður, f. 6. október 1894, d. 15.
febrúar 1972. Systur Hjördísar
eru Aðalheiður Dóra Magn-
dómara. 2) Kristján Matthías-
son, fiðluleikari í Reykjavík, f.
10. júní 1961, kvæntur Guðrúnu
Bryndísi Guðmundsdóttur,
lækni. 3) Magnús Matthíasson,
háskólanemi í Þýskalandi, f.
23.júní 1971, kvæntur Ninu
Brakmann lyfjafræðingi. Fyrir
átti Matthías þau Sigurjón Matt-
híasson, f. 9. október 1951, og
Ólöfu Matthíasdóttur, f. 7. nóv-
ember 1953. Barnabörn Hjördís-
ar eru átta talsins og barna-
barnabörnin fimm.
Hjördís gegndi ýmsum störf-
um á lífsleiðinni og starfaði m.a.
í Holtsapóteki og Ingólfsapó-
teki, vann um árabil á Hótel
Sögu en starfsævinni lauk hún
sem matráður starfsfólks í
Rimaskóla í Reykjavík.
Útför Hjördísar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 6. sept-
ember 2019, klukkan 13.
úsdóttir, f. 18. jan-
úar 1923, d. 15. apr-
íl 2018, og Guð-
björg Vallý Magn-
úsdóttir, f. 4.
október 1928, bú-
sett í Reykjavík.
Hjördís giftist
Matthíasi Krist-
jánssyni rafvirkja
þann 22. apríl 2000,
f. 13. febrúar 1931,
d. 2. júní 2017.
Börn þeirra eru: 1) Ragnheiður
Matthíasdóttir, kennari á Sauð-
árkróki, f. 28. janúar 1960, gift
Halldóri Halldórssyni héraðs-
Elsku mamma. Ég vil minn-
ast þín með undurfallegu ljóði,
Móðir, sem varð á vegi mínum
fyrir skömmu. Ég tileinka þér
það.
Hvernig hún strýkur þér,
svo ljúft,
eins og hlý golan.
Hvernig hún ilmar,
svo tær,
eins og ilmur af mold og mosa.
Hvernig hún skilur þig
og gefur þér ráð.
Jafnvel án þess að segja
eitt einasta orð.
(Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir)
Þín
Ragnheiður.
Í dag kveð ég tengdamóður
mína og vinkonu, Hjördísi
Magnúsdóttur og langar að
minnast hennar í örfáum orð-
um.
Fljótlega eftir að ég kynntist
henni fyrir 35 árum varð mér
ljóst að þar fór kona með afar
sterkan persónuleika. Hún var
Vestmannaeyingur í húð og hár
og var afar stolt af því. Föl-
skylduvinur sem kvæntur var
æskuvinkonu hennar sagði eitt
sinn, þegar honum fannst nóg
um pilsaþytinn í þeim vinkon-
um: „Það er ekki laust við að
Vestmannaeyjakonur hrópi
leyndarmálin.“ Þetta var sagt
meira í gamni en alvöru á góðri
stundu. Þær hrópuðu ekki
leyndarmálin og ég hefði treyst
Hjördísi fyrir fjöregginu mínu
ef því væri að skipta. En hún
var ákaflega hreinskilin og
hispurslaus og fór ekki í laun-
kofa með skoðanir sínar. Hún
spurði mig spurninga sem eng-
um öðrum hefðu dottið í hug og
lagði mér lífsreglurnar á óborg-
anlegan hátt. Mikils virði er að
ylja sér við þær minningar nú,
þegar hún er fallin frá.
Það var ekki í eðli hennar að
viðhafa fagurgala eða væmni en
þó hafði hún sitt lag á að sýna
væntumþykju. Hún umvafði
fólkið sitt og fjölskylduna sem
átti hug hennar allan. Hún var
líka óspör á hrós og fáa ef
nokkurn þekki ég hjálpsamari
eða gjafmildari.
Heimili hennar og Matthías-
ar var gestkvæmt með eindæm-
um og það var sannarlega gott
að koma í Hjallalandið, Safa-
mýrina og seinna í Hrísrimann.
Okkur norðanfólkinu var jafnan
tekið þar opnum örmum, hvort
sem við komum til lengri eða
skemmri dvalar. Best fannst
Hjördísi að við hringdum þegar
við nálguðumst Hvalfjarðar-
göngin svo við þyrftum ekki að
lenda í þeim ósköpum að bíða
eftir dúkuðu borði með kræs-
ingum þegar við birtumst.
Sonum okkar var hún mikill
vinur og einstök amma. Með
glettnisblik í auga, segja þeir
sögur úr æsku sinni af ömmu
Dísu. Ef til vill hefur það ein-
hverja merkingu að lítill lang-
ömmusnáði fæddist aðeins örfá-
um klukkustundum áður en
Hjördís féll frá.
Nú þegar komið er að leið-
arlokum er mér efst í huga
þakklæti fyrir samfylgdina og
tryggðina sem hún sýndi mér
alla tíð.
Blessuð sé minning Hjördís-
ar Magnúsdóttur.
Halldór Halldórsson.
Helgarnar hjá ömmu og afa í
Hrísrima 4 eru mínar kærustu
æskuminningar. Þær byrjuðu
alltaf á baði, hreinum náttfötum,
banana og kókómjólk. Á laug-
ardagsmorgnum tók barnatím-
inn við ásamt skál af Cocoa
Puffs áður en farið var út á leik-
völl. Seinna vék barnatíminn
fyrir sápuþáttum sem við amma
horfðum á saman og ræddum
söguþræðina fram og til baka,
þá var amma yfirleitt með kaffi-
bolla í hönd en ég kókómjólk.
Þegar unglingsárin gengu í
garð og helgarnar hjá ömmu og
afa urðu færri fór símtölum
fjölgandi, við hringdum reglu-
lega hvor í aðra til að tala um
daginn og veginn og þegar við
loksins hittumst var hefðinni
haldið við, kókómjólk og nota-
legheit með spjalli um lífið og
tilveruna. Amma Dísa var ekki
bara amma mín heldur ein besta
vinkona, hún var alltaf til staðar,
skilyrðislaust. Hún hafði einlæg-
an áhuga á fólki og átti auðvelt
með að setja sig í spor annarra.
Hún var forvitin og tókst ein-
hvern veginn alltaf að spyrja
réttra spurninga sem gerði það
að verkum að fólk treysti henni
fyrir því sem lá því á hjarta.
Þrátt fyrir að síðustu árin hafi
verið henni erfið voru húmorinn
og gleðin aldrei langt undan og
áttum við yndislegar samræður
þar sem við töluðum um liðnar
stundir og vonir um framtíðina.
Elsku amma, þú sagðir mér
einu sinni að þú gætir ekki grát-
ið þegar aldrað fólk fer því ekk-
ert væri eðlilegra, ég velti því
fyrir mér hvað þú myndir segja
ef þú sæir mig núna. Minningin
um þig mun ætíð lifa í hjarta
mínu.
Hver getur siglt, þó að blási ei byr,
bát sínum róið án ára?
Hver getur kvatt sinn kærasta vin,
kvatt hann án sárustu tára?
Ég get siglt, þó að blási ei byr,
bát mínum róið án ára.
En ekki kvatt minn kærasta vin,
kvatt hann án sárustu tára.
(Þýð. Hulda Runólfsdóttir frá Hlíð)
Ingunn Erla Kristjánsdóttir.
Mig langar til að minnast hér
fáum orðum móðursystur minn-
ar, Hjördísar Magnúsdóttur,
sem nú er látin.
Hjördís, eða Dísa eins og hún
var jafnan kölluð, var ein
þriggja dætra hjónanna Ragn-
heiðar Halldórsdóttur og Magn-
úsar Valtýssonar frá Lambhaga
í Vestmannaeyjum. Elst þeirra
systra var Aðalheiður Dóra, síð-
an kom Guðbjörg Vallý og þá
Hjördís. Aðalheiður Dóra lést
fyrir nokkrum árum en Guð-
björg Vallý býr í Reykjavík.
Milli þeirra systra allra var
ávallt mikil og góð vinátta og
þær nutu þess svo sannarlega
að vera saman. Móðir mín bar
mikið traust til Dísu og leitaði
oft ráða hjá henni við hinar
ýmsu aðstæður. Dísa var enda
ráðagóð og ákveðin í öllu því
sem hún tók sér fyrir hendur.
Hún var hreinskiptin og sagði
sínar skoðanir án þess að hika.
Þar komu hennar góðu kostir
fram og meðal annars þess
vegna naut hún trausts og virð-
ingar alls þess fólks sem hún
umgengst.
Það var alltaf tilhlökkunar-
efni heima í Lambhaga þegar
Dísa frænka kom í heimsókn til
Eyja. Móðir mín gladdist við
það að fá systur sína í heimsókn
og amma og afi að fá dóttur
sína til sín. Ég sem barn fylgd-
ist með þessu öllu og fann að
þegar Dísa var með okkur var
kátt í Lambhaga.
Seinna á mínum unglingsár-
um kynntist ég síðan Dísu og
Matthíasi eiginmanni hennar
betur og þá fann ég best hve
heilsteypt og góð þau hjónin
voru. Þegar foreldrar mínir og
við bræður fluttum til Reykja-
víkur haustið 1964 fékk ég að
búa hjá Dísu og Matta í Sól-
heimunum frá því skólinn byrj-
aði í Reykjavík þar til mamma
og pabbi voru búin að koma sér
fyrir þar. Dvölin hjá þeim Dísu
var mér afar góð og ánægjuleg
og þar leið mér vel. Í minning-
unni finnst mér þess utan að
alltaf hafi verið sunnudagsmat-
ur í Sólheimunum. Þau hjónin
vildu allt fyrir mig gera og ég
fann væntumþykju þeirra alls
staðar. Dísa sýndi þá hve traust
og trú hún var sínu fólki. Auk
þess var Matti víðlesinn og vel
heima um svo fjölmargt. Hann
fræddi mig um ýmislegt sem
mér sem unglingi þótti heldur
en ekki fróðlegt að heyra. Fyrir
allt þetta var ég þeim hjónum
alltaf þakklátur.
Samband systranna frá
Lambhaga var einstakt. Þær
báru alltaf virðingu hver fyrir
annarri og voru alltaf bestu vin-
ir. Í mínum huga einkenndist
samband þeirra af sönnum
systrakærleik. Þannig vona ég
einnig að sem flestir minnist
þeirra systra.
Með Dísu frænku er góð
kona fallin frá. Við minnumst
hennar með hlýju og söknuði.
Við hjónin vottum börnum
hennar og afkomendum öllum
innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Hjördís-
ar Magnúsdóttur.
Ragnar Óskarsson.
Fyrstu minningar mínar um
Dísu frænku eru frá því þegar
ég lítil stelpa hékk í handklæð-
inu inn á baði í Nökkvavogi op-
inmynnt yfir því hvað Dísa
frænka væri óendanlega flink
að mála sig og hafa sig til áður
en hún hélt út á lífið. Bræður
mínir töluðu um að hún væri
eins og kerlingin, alltaf úti, en
sú átti heima í „veðurhúsi“ sem
sýndi hvenær var von á lægðum
og hæðum. Ekki veit ég hvort
þessi samlíking stafaði af því að
þeir vöknuðu einn morgun með
rauðlakkaða nögl á stóru tá –
aldeilis ekki mjög hressir með
það. Þeim fannst greinilega
stórlega vegið að karlmennsku
sinni með þessu athæfi. Þarna
hafði Dísa læðst inn til þeirra
og lakkað rauðar á þeim tánegl-
urnar eftir að þeir voru sofn-
aðir.
Svo kom að því að Matti fór
að sjást inn í Nökkvavogi, sem
ég var fyrst ekkert hress með,
nema svo kom hann með stóran
bréfpoka fullan af grænum vín-
berjum sem ég fékk að bragða í
fyrsta skipti. Ég man enn eftir
sæta góða bragðinu af þeim.
Dísa bjó hjá okkur um tíma
þar sem hún var systir hennar
Dóru mömmu minnar en þar
kom að hún og Matti fluttu upp
í 12 hæða blokk í Sólheimum
27. Þar var ég síðan tíður gest-
ur og var alltaf velkomin.
Það var aldrei lognmolla í
kringum Dísu mína. Hún hafði
mikla og sterka réttlætiskennd
og var óhrædd að segja skoð-
anir sínar.
Mamma og Dísa voru ekki
bara systur heldur líka miklar
vinkonur. Þær voru mjög sam-
rýndar en samt ólíkar og áttu
ólíka styrkleika sem gerði þær
báðar enn sterkari. Dísa frænka
var ætíð framsækin og nútíma-
leg á margan hátt í orðum og
gerðum.
Ein minning sem ég á um
hana er frá því þegar ég var 10
eða 12 ára, þá gaf hún mér silf-
urskeið og gaffal í afmælisgjöf.
Á þeim tíma skildi ég ekki hvað
ég ætti að gera við þetta silfur.
En ég kann að meta það í dag.
Ég á marga fallega hluti sem
Dísa mín hefur gefið mér í
gegnum tíðina og kem ég til
með hugsa til hennar þegar ég
nota þá.
Vafalaust hafa verið fagnað-
arfundir hjá þeim systrum þeg-
ar þær hittust handan við móð-
una miklu. Elsku Dísa mín.
Bestu þakkir fyrir allar góðu
minningarnar sem ég á frá sam-
verustundum okkar.
Knús til ykkar Ragnheiður,
Kristján, Magnús og fjölskyld-
ur.
Ólöf Ragnheiður frænka.
Dugnaður, jákvæðni og gest-
risni lýsa Hjördísi móður Ragn-
heiðar vinkonu minnar vel. Hún
var glaðvær og hnyttin. Kímni-
gáfa hennar náði mestu flugi
þegar hún gerði grín að sjálfri
sér. Heimsókn til hennar var
nær örugg ávísun á bros, hlátur
og skemmtun.
Ég var heimagangur á heim-
ili hennar sem unglingur. Alltaf
var tekið á móti okkur með
kostum og kynjum, en umfram
allt hlýju. Mér er sérlega minn-
isstætt hvað hún eldaði góðan
mat og hvað hún var fljót að
framreiða frábær veisluborð
fyrir gesti sína. Hún var fag-
urkeri sem vildi hafa fallegt í
kringum sig.
Mér er efst í huga við þessi
tímamót þakklæti til hennar
fyrir að hafa komið fram við
okkur unglingana af innsæi og
virðingu sem ekki er sjálfgefið.
Hún var tryggur vinur fram
á síðasta dag.
Nú við þáttaskil kveð ég
Hjördísi með virðingu og þökk.
Ég sendi ástvinum öllum inni-
legar samúðarkveðjur með
þeirri fullvissu að ljós vors lífs
lifir með Guði.
Ég sendi þér samúð mína
því sálin sem núna dó
svo lofsverð mun lengi sýna
ljósið sem þarna bjó.
Er lofum við ljósið bjarta
á leið sem er stundum myrk
þá þökkum við þessu hjarta
sem þráði að veita styrk.
Nú hjartað er hætt að tifa
en hlý eru okkar tár
því minningar munu lifa
í meira en þúsund ár.
(Kristján Hreinsson)
Blessuð sé minning Hjördís-
ar Magnúsdóttur.
Júlíana Sigurveig
Guðjónsdóttir.
Mín kæra vinkona Hjördís
Magnúsdóttir er látin. Okkar
góða vinátta hófst í æsku og
tengdi okkur sterkum böndum
óslitið síðan. Við vorum fæddar
og uppaldar í Vestmannaeyjum
og það var gott að búa á þeirri
yndislegu eyju. Hjördís, eða
Dísa, var traust og góð mann-
eskja, hreinskilin, skemmtileg
og vinamörg. Við gengum til
liðs við skátana í Eyjum og nut-
um þess að fara í gönguferðir
og útilegur.
Við vinkonurnar fluttum til
Reykjavíkur um tvítugsaldur-
inn. Dísa kynntist Matthíasi
Kristjánssyni, Matta, þau
gengu í hjónaband og áttu vel
saman. Ég skynjaði hvað Dísu
var annt um börnin tvö sem
Matti átti fyrir þeirra kynni.
Hún sýndi þeim sömu um-
hyggju og kærleik og sínum
börnum.
Að koma á heimili Dísu og
Matta var mjög gaman. Heim-
ilið var fallegt og alltaf opið.
Einstakur myndarskapur og
gestrisni fylgdi þeim hjónum
alla tíð. Þau voru sannarlega
samhent í því að láta fólki líða
vel í kringum sig.
Dísa var mjög músíkölsk,
hafði yndi af tónlist og fór
reglulega á tónleika hjá Sinfón-
íuhljómsveitinni.
Við fjölskyldurnar fórum oft
í sumarhús saman. Ógleyman-
legar eru góðu stundirnar í
Lækjarbotnum. Það var alltaf
gaman.
Dísa var mjög dugleg og
framtakssöm og vann lengstum
úti með húsmóðurstörfunum.
Til margra ára starfaði hún í
apótekum og víðar. Dísa sá allt-
af vel um sína stóru fjölskyldu
og heimili. Hjá henni bjuggu
bæði öldruð móðir hennar og
tengdamóðir síðustu æviárin og
leið þeim þar vel.
Ég veit að Dísa hjálpaði
mörgum sem áttu erfitt, hún
gekk í verkin og taldi ekkert
eftir sér. Hún var mjög barn-
góð og barnabörnin elskuðu
hana.
Ég votta börnum hennar og
aðstandendum einlæga samúð
og kveð með söknuði einstaka
vinkonu.
Guðlaug Kristín
Runólfsdóttir.
Hjördís
Magnúsdóttir
Nanna systir er látin. Við
vorum átta systkinin, þrír
bræður og fimm systur, systir
okkar Margot var alin upp hjá
móðursystur okkar í Dan-
mörku. Vorum átta í heimili
þegar foreldrar okkar skildu
1934. Foreldrar okkar misstu
tvö börn sem ekki náðu aldri.
Lífsbaráttan hófst þegar móðir
Nanna Lárusína
Pétursdóttir
✝ Nanna Lár-usína Péturs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 1. júní
1928. Nanna lést 6.
ágúst 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Sveinbjörg
Sigfúsdóttir og
Pétur Hoffmann
Salómonsson.
Nanna giftist
Magnúsi Bergmann
Sigurðssyni 1952 og eignuðust
þau fimm börn en fyrir hafði
Nanna eignast tvö börn.
Útförin fór fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
okkar var orðin ein
með krakkahópinn.
Elst Ásta Mar-
grét fjórtán ára,
Gunnar 12 ára. Þá
var engin vinnulög-
gjöf og oft unnið til
átta. Það urðu allir
að taka til hendinni
eftir getu og aldri.
Launin voru lág,
öll störf þegin, aur-
arnir söfnuðust
saman. Mjólkurlítri kostaði 39
aura, sem var ekki mikið, en
var mikið þegar lítið var til.
Nanna sló hvergi af ef handtak
var að fá, gekk í öll verk. Gunn-
ar fékk snemma vinnu í sænska
frystihúsinu, enda stálhraustur
og við yngri systkinin einnig,
þegar við þroskuðumst. Nanna
var snemma stæðileg á velli og
gekk í flest störf.
1948-49 réði mamma sig í
vinnu til Grindavíkur sem mat-
ráðskona fyrir dagróðrabát.
Nanna fór með til aðstoðar. Þar
kynnist Nanna ágætis manni,
Kristni Lárussyni frá Kálfham-
arsvík, eignuðust þau dóttur
árið 1950, Ástu Margréti. Ekki
var þeim auðið að ná frekar
saman. Ásta Margrét ólst að
sjálfsögðu upp hjá móður sinni.
Litla vinnu var að hafa á þess-
um tíma svo að Nanna réði sig
sem ráðskonu á heimilið,
Hjörsey á Mýrum, kom til
baka, vann við fatahreinsun, í
kexverksmiðju og fleira.
Árið 1948 lánaðist okkur að
kaupa hlut í parhúsi við Miðtún
með Möggu systur og hennar
manni.
Okkar hluti var rishæð
ásamt hálfum kjallara, leigðum
það út fyrsta árið til að hafa
fyrir greiðslum. Fluttum svo
inn. Enn vantaði upp á
greiðslur. Þá tók mamma menn
í fæði, svokallaða kostgangara.
Nanna kom heim til að aðstoða
mömmu við matseldina. Einn
þeirra var Magnús Bergmann
Sigurðsson bifvélavirki frá Pat-
reksfirði.
Eftir atvikum felldu þau hugi
saman, giftu sig og fluttust til
Patrekfjarðar í hans heima-
byggð. Hann vann við sitt fag,
Nanna sat ekki auðum höndum.
Hún vann í Kaupfélaginu og
mjólkurbúðinni og sá um fé-
lagsheimilið. Nanna var þekkt
á Patró sem Nanna Pé. Svava
kom í heiminn 1953 og 1955
fæddust þeim tvíburar, drengir
sem ekki náðu aldri, fallegur
drengur Haraldur fæddist
1958, sem náði aðeins 16 ára
aldri, lést í bifhjólaslysi 1974.
Bergmann varð fyrir heilsu-
tjóni svo þau fluttu suður og
settust að í Kópavogi. Þar eign-
uðust þau dótturina Berglindi
árið 1970. Hann nær sér eftir
atvikum og fékk vinnu á bens-
ínstöð. Nanna var ekki iðjulaus,
fór að baka skonsur heima og
fékk þær seldar á bensínstöð-
inni. Næst fluttu þau í nýja
íbúð á Reynimel 80 sem Gunn-
ar bróðir hafði byggt. Magnús
Bergmann lést án nokkurs fyr-
irvara á Reynimel 80. Eftir
þetta vann Nanna við heimilis-
hjálp þar til hún réði sig í vinnu
á Elliheimilið Grund. Þar vann
hún í mörg ár við mikla vin-
semd Guðrúnar stjórnanda
Grundar. Henni var afskaplega
hlýtt til Grundar og starfsfólks-
ins og kaus að ljúka þar sínum
lífsdögum, sem hún og gerði.
Ég vil þakka systur minni fyrir
öll ár sem við höfum átt saman
í blíðu og stríðu, ógleymanleg
ár. Dætrum og öðrum aðstand-
endum votta ég samúð mína.
Hörður Pétursson.