Morgunblaðið - 06.09.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.09.2019, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019 Myndlistar- maðurinn Jónína Björg Helgadótt- ir opnar sjöttu einkasýningu sína, Orlof, í listarýminu Kaktus á Akur- eyri í kvöld kl. 20. „Þetta er fyrsta einkasýn- ingin mín í tæp tvö ár. Ég eignaðist barn síðasta haust og í byrjun hafði ég nægan tíma til að hugsa en minni tíma til að búa til verk. Nú er drengurinn að verða eins árs og verkin streyma út. Tímabilið eftir að hann fæddist var áhugavert, þar sem öll rútína kollvarpaðist og það þurfti að venj- ast nýjum hlutum á hverjum degi. Þá urðu til myndir í kollinum sem svo eru orðnar að fullunnum verk- um núna,“ skrifar Jónína. Jónína opnar Orlof í galleríinu Kaktus Jónína Björg Helgadóttir Síðasta sýning gallerísins Lista- stofunnar verður opnuð í dag kl. 17 en að sýningu lokinni verður galleríinu lokað. We ruined every- thing nefnist lokasýningin, sem stýrt er af Martynu Daniel og Claire Paugam. Sýningin er hóp- sýning átta listamanna sem allir búa og starfa hér á landi. Allir nálg- ast listamennirnir verk sín með kímnigáfunni og taka fyrir þemað eyðileggingu. Listamennirnir eru Sean Patrick O’Brien, Serge Comte, Drengurinn fengurinn, Logi Leó Gunnarsson, Claire Paugam, Martyna Daniel, Anne Rombach og Þröstur Val- garðsson. Lokasýning Listastofunnar Sean Patrick O’Brien Rut Ingólfs- dóttir og vinir hennar leika kammerverk eftir W.A. Moz- art í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð á sunnudaginn kl. 15. Á efnis- skránni verða Óbókvartett í F-dúr KV 370, Hornkvintett í Es-dúr KV 307 og Píanókvartett í g-moll KV 478. Matthías Birgir Nardeau óbóleik- ari, Jósef Ognibene hornleikari og Richard Simm píanóleikari leika einleik með Rut og Júlíönu E. Kjartansdóttur á fiðlur, Svövu Bernharðsdóttur og Rut á víólur og Sigurði Halldórssyni á selló. Aðgangseyrir er kr. 2.000 og verður boðið upp á kaffi í hléi. Kammerverk eftir Mozart í Hlöðunni Rut Ingólfsdóttir Ljóðlínur Vilborgar Dagbjarts- dóttur skálds sem meitlaðar höfðu verið í stein voru afhjúpaðar við hátíðlega athöfn í gær. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði ljóðlínurnar, sem er nú að finna á nýju torgi við steinbryggjuna í miðbæ Reykjavíkur. Línurnar eru úr ljóðinu „Vetur“, sem fyrst birtist í bók Vilborgar Dvergliljur árið 1968. Torgið er á horni Tryggvagötu og Pósthússtrætis. Það dregur nafn sitt af bryggjunni sjálfri og heitir einfaldlega Steinbryggja. Vilborg, sem nýverið fagnaði 89 aldursárum, var viðstödd athöfn- ina ásamt tveimur öðrum skáldum, Gerði Kristnýju og Sunnu Dís Más- dóttur. Við athöfnina héldu þær erindi um skáldskap Vilborgar og fluttu ljóð eftir hana. Fleiri verkefni á döfinni Vilborg er fyrsta skáldið sem er heiðrað með þessum hætti. Á Steinbryggju geta vegfarendur, auk þess að lesa ljóðlínur Vilborg- ar, sest á skáldabekk, skannað raf- rænan kóða með snjallsíma og hlustað á Vilborgu sjálfa fara með ljóðið „Vetur“. Einnig verður hægt að hlusta á ljóðin á ensku. Fyrsta ljóðabók Vilborgar, Lauf- ið á trjánum, kom út 1960. Auk ljóðabóka hefur Vilborg skrifað barnabækur og er hún mikilvirkur þýðandi. Reykjavík bókmenntaborg UNESCO stendur fyrir verkefninu í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar. Reykjavíkurborg mun halda áfram að gera bókmenntasögu borgarinnar skil með slíkum varanlegum hætti í borgarlandinu samhliða endurnýjun torga og gatna. Ljóðlínur Vilborgar meitlaðar í stein Morgunblaðið/Hari Heiðruð Frá athöfninni í gær þar sem Dagur B. Eggertsson heiðraði Vilborgu á hinu nýja torgi, Steinbryggju. Vilborg er af mörgum talin eitt merkasta skáld þjóðarinnar en hún er einnig afkastamikill þýðandi.  Ljóðið „Vetur“ að finna á nýju torgi  Fyrsti vegsaukinn venjulegt fólk ræður við, eins og segir í tilkynningu frá RIFF, og Advocate fjallar um ísraelska lög- fræðinginn Lea Tsemel, sem dregst inn í líf skjólstæðinga sinna. For Sama er sögð einlægt og epískt ferðalag inn í reynsluheim kvenna í stríði og í henni er rakin saga sýrlenskrar konu og sonar hennar, Sama. Í Selfie er sjálfum tveggja 16 ára drengja frá Napolí breytt í heimildarmynd en dreng- irnir búa í héraði þar sem mafían ræður ríkjum. Fjórar af þeim heimildarmyndum sem tilnefndar eru í ár til Evr- ópsku kvikmyndaverðlaunanna, EFA, verða sýndar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, sem hefst 26. september og lýkur 6. október. Evrópsku kvik- myndaverðlaunin verða afhent í Berlín í desember og í Hörpu á næsta ári. Heimildarmyndirnar fjórar eru Push, Advocate, For Sama og Sel- fie. Push fjallar um hvernig leigu- verð og verð á húsnæði er alls staðar að hækka umfram það sem Fjórar tilnefndra sýndar á RIFF Sjálfa Úr ítölsku heimildarmynd- inni Selfie sem sýnd verður á RIFF. *Heppinn áskrifandi fær að velja á milli Corolla Hatchback, Corolla Touring Sports og Corolla Sedan; þriggja glæsilegra Hybrid- bíla með 1,8 lítra vél í Active-útfærslu. ÍS LE N SK A/ SI A. IS /M O R 92 31 6 08 /1 9 ÁENDANUM VELURÞÚ COROLLU HEPPINN ÁSKRIFANDI verður dreginn út 16. október. Allir áskrifendurMorgunblaðsins erumeð í leiknum. Hérmá sjá valkostina sem einn af áskrif- endum okkar fær að velja um þegar hann fær að gjöf nýja og glæsilega Toyota Corolla.* Fylgstumeð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.