Morgunblaðið - 06.09.2019, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
✝ Þórður Krist-inn Karlsson
fæddist í Seli í Ása-
hreppi 5. október
1942. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ í Reykja-
vík 26. ágúst 2019.
Hann var sonur
hjónanna Karls
Þórðarsonar frá
Hávarðarkoti í
Þykkvabæ, f. 25.
janúar 1915, d. 14. mars 1993, og
Svövu Guðmundsdóttur frá Seli í
Ásahreppi, f. 1. febrúar 1917, d.
3. ágúst 1993.
Þórður kvæntist árið 1966
Auði Þorsteins-
dóttur, f. 3. apríl
1949. Börn þeirra
eru: Karl Svavar
Þórðarson, f. 29.
október 1966, í sam-
búð með Ástu Gísla-
dóttur. Dætur Karls
eru Sigurborg
Selma, f. 9. mars
1989, og Katrín
Hildur, f. 28. júlí
1994. Sonur Ástu og
uppeldissonur Karls Svavars er
Magnús Kári, f. 8. febrúar 2007.
Halldór Magni, f. 16. maí 1970.
Börn hans eru Oddný Huld, f. 27.
febrúar 1995, og Guðni Már, f.
25. júní 2004. Uppeldisdætur
Halldórs Magna eru Kara Björk,
f. 10. júní 1993, og Aníta Mjöll, f.
21. ágúst 1997. Elísabet Linda, f.
28. desember 1971, í sambúð með
Frosta Friðrikssyni. Börn Elísa-
betar eru Auður Ýr, f. 20. febr-
úar 1990, Darri, f. 25. desember
1995, og Snorri, f. 7. janúar 2000.
Dóttir Frosta og uppeldisdóttir
Elísabetar Lindu er Vala, f. 21.
júlí 2007. Barnabarnabörn Þórð-
ar eru sex.
Þórður ólst upp í Miðkoti í
Þykkvabæ, en árið 1959 fluttist
hann með foreldrum sínum til
Reykjavíkur. Hann starfaði alla
tíð sem bílstjóri, fyrstu árin hjá
Friðriki Friðrikssyni í Þykkva-
bæ, en lengst af hjá Strætisvögn-
um Reykjavíkur og á leigubíla-
stöðinni Hreyfli.
Útför Þórðar fer fram frá
Þykkvabæjarkirkju í dag, 6.
september 2019, klukkan 15.
Ég sit og læt hugann reika.
Pabbi minn er dáinn.
Þótt við fjölskyldan höfum vit-
að hvert stefndi er sorgin níst-
andi.
Pabbi er ekki lengur til staðar
en minningin lifir.
Ó, leyf mér þig að leiða
til landsins fjalla heiða
með sælu sumrin löng.
Þar angar blóma breiða
við blíðan fuglasöng.
Þar aðeins yndi fann ég
þar aðeins við mig kann ég
þar batt mig tryggða band
því þar er allt sem ann ég,
það er mitt draumaland.
(Jón Trausti)
Góða ferð elsku pabbi minn.
Hvíl í friði.
Karl Svavar Þórðarson.
Elsku pabbi minn hefur nú
kvatt þennan heim. Pabbi ólst
upp í Þykkvabæ en flutti ásamt
foreldrum sínum til Reykjavíkur
árið 1959.
Fyrstu árin vann hann við
vöruflutninga á milli Reykjavík-
ur og Þykkvabæjar og því hélt
hann áfram tengslum við æsku-
stöðvarnar.
Pabbi og mamma giftust árið
1966 og árið 1971 festu þau
kaup á íbúð í Breiðholti, þar
sem þau bjuggu allt þar til
heilsa hans leyfði það ekki leng-
ur.
Síðustu þrjú árin bjó hann á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ,
aðeins steinsnar frá gamla heim-
ilinu, svo það var stutt fyrir
mömmu að líta til hans, sem hún
gerði daglega ef heilsan leyfði.
Elsku pabbi var hæglátur og
ljúfur maður.
Hann var ekki mikið fyrir at-
hyglina en þó var stutt í stríðn-
ina og hann elskaði að karpa um
pólitík. Hann kaus gamla Al-
þýðuflokkinn en vinur hans til
margra ára var Alþýðu-
bandalagsmaður og fannst
pabba fátt skemmtilegra en að
fá hann til að þrasa við sig um
hverjir væru nú skárri, krat-
arnir eða kommarnir.
Pabbi hafði einfaldan smekk,
hefði verið hæstánægður með að
borða saltað hrossakjöt og soðn-
ar kartöflur í hvert mál.
Hann sagði gjarnan hróðugur
frá því að á öldum áður, þegar
hart var í ári og aðrir Íslend-
ingar nöguðu skósólana sína,
hafi Þykkbæingar borðað
hrossakjöt með bestu lyst.
En hann kunni nú samt gott
að meta. Hann var skeptískur í
fyrstu þegar maður reiddi fram
rétti sem voru honum framandi,
en sagði svo alltaf jafn undrandi
að þetta væri nú „bara gott“.
Þrátt fyrir meira en hálfrar
aldar fjarveru hafði hann alla tíð
sterkar taugar til heimahag-
anna. Hann hafði unun af að tala
um æskuárin, rifja upp hve
hræddur hann var þegar Heklu-
gosið hófst árið 1947 eða segja
flissandi frá því þegar hann stal
rófum úr matjurtagarðinum hjá
Guðmundi kennara.
Hann átti þá ósk heitasta að
hvíla heima á æskuslóðunum og
því er okkur fjölskyldunni bæði
ljúft og skylt að fylgja honum
þangað síðasta spölinn.
Hvíl í friði elsku pabbi minn.
Elísabet Linda.
Elsku besti afi.
Ég og þú vorum alltaf saman
í liði. Það er svona það helsta
sem situr í hjartanu mínu þegar
ég hugsa um þig. Það voru alltaf
ég og þú og svo fullorðna fólkið.
Það besta sem ég vissi var að
kúra í kotinu hjá þér í sófanum
undir brúna teppinu.
Eða liggja í millunni uppi í
rúmi hjá þér og ömmu þar sem
þú last fyrir mig svo margar
bækur í gegnum tíðina.
Mér eru minnisstæðir bíltúr-
arnir þegar ég fór með þér í
vinnuna og við fengum fríar
pylsur og ég hélt að ég væri
fyndnust í heimi þegar ég
kveikti á hitanum í sætinu þínu í
laumi. Þú kenndir mér að
svindla í spilum, reddaðir mér
fyrstu vinnunni minni og leyfðir
mér alltaf að fá smámál í morg-
unmat.
Ég elskaði púslkvöldin okkar
og Þorláksmessur voru dýrmæt-
ar því þá fékk ég alltaf að fara
til þín og ömmu þar sem við
skreyttum jólatréð saman.
Nú ert þú farinn en minning-
arnar um þig munu hlýja mér
það sem eftir er. Afi minn, þú
varst alltaf uppáhalds mann-
eskjan mín og ég sakna þín
meira en ég get sagt.
Þín
Auður Ýr.
Þórður Kristinn
Karlsson
✝ Maj-Lis Tóm-asson, fædd
Ahlfors, fæddist í
Helsinki, Finnlandi,
24. ágúst 1920. Hún
lést 16. ágúst 2016.
Faðir: Carl Fre-
drik Ahlfors, efna-
fræðingur, f. 2. júlí
1891, d. 9. mars
1955. Móðir: Sigrid
Forsmann, hús-
freyja, f. 13. janúar
1891, d. 9. október 1966. Maki:
18. apríl 1957: Benedikt Tóm-
asson, skólayfirlæknir, f. 6. des-
ember 1909, d. 10. janúar 1990.
Dætur Benedikts og stjúpdætur
Maj-Lis eru Ragnhildur, f. 8.
maí 1943, og Þorgerður, f. 28.
febrúar 1945.
Maj-Lis tók stúdentspróf í
Lahti, Finnlandi árið 1940. Lauk
námi við hjúkrunarskóla í Hels-
inki 1944. Hún stundaði fram-
haldsnám í heilsuvernd í Hels-
inki 1947 til 1948. Hún var
hjúkrunarkona á
barnadeild borg-
arspítala í Tam-
pere, Finnlandi,
1945 til 1947,
heilsuverndar-
hjúkrunarkona í
Lahti 1948 til 1954,
kennari í barna-
hjúkrun við hjúkr-
unarskóla í Hels-
inki 1950 til 1951
og hjúkrunarkona
við barnaspítala í Glasgow,
Skotlandi, 1954. Hún var for-
stöðukona barnaspítala í Kuop-
io, Finnlandi 1954 til 1956,
hjúkrunarkona á barnadeild
Landspítalans í Reykjavík frá
1957 til 1961 og frá 1970 þar til
hún lét af störfum sökum aldurs.
Hún kenndi barnahjúkrun við
Hjúkrunarskóla Íslands 1962 til
1964.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskapellu í dag, 6. september
2019, klukkan 15.
Maja giftist afa Benedikt
löngu áður en við systur fædd-
umst. Alla tíð hefur hún verið
eins og amma okkar og við
barnabörnin hennar. Maja átti
sér annað líf áður en við kom-
um til sögunnar og kom það
fyrir að við systur fengum að
heyra sögur frá heimalandi
hennar, Finnlandi.
Maja var barnahjúkrunar-
fræðingur og vann á spítala í
Vetrarstríðinu og sagði hún
okkur frá því þegar sprengjur
féllu á spítalann. Það hlýtur að
hafa verið mikil lífsreynsla fyr-
ir unga konu.
Maja átti tvo bræður sem
hétu Rolf og Fjalar og munum
við systur eftir því hvað okkur
þótti æskan hennar ævintýra-
leg. Börnin þrjú léku sér gjarn-
an í skógi og hétu þessum fal-
legu nöfnum sem hljómuðu eins
og beint úr skáldsögu, en Maja
hét fullu nafni Maj-Lis Ahlfors
þótt hún hafi þurft að taka sér
íslenska nafnið María. Maja
kenndi okkur systrum að telja
á finnsku og að syngja nokkur
lög. Líklega hafa finnsku orðin
tapast með árunum en enn
munum við búta úr þessum lög-
um.
Við systurnar eigum yndis-
legar minningar frá góðum
stundum á Víðimel og í minn-
ingunni standa upp úr sund-
ferðir í Vesturbæjarlaugina,
göngutúrar í Björnsbakarí að
kaupa stóra snúða með súkku-
laði og hversu notalegt var að
fá sér ristað brauð og kakó við
litla eldhúsborðið.
Svo var mikið spilað og lagð-
ir kaplar og var Marías í uppá-
haldi. Það var alltaf var gott að
heimsækja afa og Maju og fá
fisk í ofni eða lambalæri á
sunnudögum.
Hildur dvaldi mikið hjá afa
og Maju sem lítið barn en Maja
passaði hana í mörg ár og má
segja að myndaðist afar sér-
stakt samband á milli þeirra
sem hélst út ævina. Hildur,
sem flutti til Bandaríkjanna um
tvítugt, bauð Maju margoft í
heimsókn og átti Maja þar góð-
ar stundir með henni og fjöl-
skyldunni í Cleveland.
Oft dvaldi hún þar í mánuð í
senn og lék við barnabarna-
börnin sín en Maja þreyttist
ekki á að leika við lítil börn
enda barngóð með eindæmum.
Afi Benedikt lést árið 1990
og hefur því Maja lifað án hans
í tæpa þrjá áratugi. Hún náði
næstum 99 ára aldri og átti
góða ævi. Alla tíð bjó hún á
Víðimelnum, allt frá því að hún
flutti til Íslands um miðja síð-
ustu öld. Alveg fram til um 97
ára aldurs bjó hún ein þar og
var heilsuhraust, enda synti
hún nær daglega í hálfa öld og
var fastagestur í Vesturbæjar-
lauginni en það voru einmitt við
systur sem komum henni á
bragðið með sundferðirnar.
Maja mætti galvösk í öll fjöl-
skylduboð og sló ekki slöku við
þegar kom að því að leika við
barnabarnabörnin.
Hún dansaði í kringum jóla-
tréð eins og unga fólkið, tók
þátt í samræðum og var æv-
inlega skapgóð. Hún skildi sjálf
ekkert í því hversu háum aldri
hún hefði náð og sagðist ekki
hafa búist við því. En síðustu
tvö árin hefur Maja verið að
hverfa smátt og smátt inn í
annan hugarheim og bjó hún
nú síðast á Grund.
Nú er komið að kveðjustund
og þökkum við systur fyrir öll
góðu árin sem við höfðum Maju
í lífi okkar. Það var gott að hún
fékk loks hvíldina eftir langa
ævi. Nú hefur hún hitt Rolf og
Fjalar og er gott að hugsa til
þess að þau þrjú séu að leik í
finnskum skógi.
Hildur, Ásdís og
Margrét Ásgeirsdætur.
Nú er Maja, elsta vinkona
mín, látin í hárri elli. Ég var
svo lánsöm að kynnast henni
sem unglingur og gekk með
henni lífsins veg alla tíð. Hún
var stjúpa Raggýjar vinkonu
minnar og bjó allt sitt líf í Vest-
urbænum. Hún tók aldrei bíl-
próf og gekk því flestra sinna
erinda.
Ég komst ekki hjá því að
rekast iðulega á Maju á förnum
vegi þegar ég bjó í Vesturbæn-
um.
Alltaf var Maja brosandi og
svo innilega glöð að sjá mig.
Maja var bjargvætturinn og
stólpinn þegar ég hóf búskap.
Alltaf var hægt að hringja í
Maju þegar unga móðirin vissi
ekki alveg hvernig hún átti að
takast á við vandamál ung-
barna.
Hvort heldur var um melt-
ingartruflanir eða útbrot að
ræða eða bara hvað sem var
sem ung móðir hefur áhyggjur
af. Alltaf kunni Maja ráð. Maja
vissi allt um börn og sjúkdóma
enda sérfræðingur í barna-
hjúkrun, hún var hjúkrunar-
fræðingur að mennt frá Finn-
landi. Maja starfaði um tíma í
Skotlandi og þar kynntist hún
manninum sínum, Benedikt
Tómassyni.
Maja var alla tíð mjög
heilsugóð enda afburðagóður
kokkur og vandlát á hráefni.
Maja lagði stund á sund hvern
dag og í Sundlaug Vesturbæjar
hitti maður hana alltaf. Hún
var eitt sinn sem oftar í pott-
inum þegar Kekkonen, forseti
Finnlands, dembir sér ofan í.
Maja býður góðan dag og
taka þau upp tal saman og þá
spyr forsetinn af hverju hún
hafi þurft að fara til Íslands til
að ná sér í mann. Ekki stóð á
svari frekar en endranær. Jú,
sagði Mæja, mennirnir í Finn-
landi eru svo ósköp ófríðir. Og
svo hló hún sínum sérstaka,
skæra og skellandi hlátri.
Mikil blessun og vellíðan
fylgir minningunni um Maju.
Brosið hennar mun fylgja mér
alla ævi.
Margrét Schram.
Maj-Lis Tómasson
Vináttan
vex eins og blómið.
Vináttan
vefur þig örmum.
Vináttan
færir þér gleði og sorg.
Vináttan
lifir í eilífðarborg.
Þegar haustið nálgast fölna
litir sumarsins og ákveðinn
tómleiki tekur yfir. Það sama
gerðist þegar ég frétti að
elskuleg vinkona til áratuga
hefði kvatt þennan heim og
horfið til annarra heimkynna.
Lífið missti lit og veröldin virt-
ist grá og guggin enda kvatt
eitt af sínum fegurstu blómum,
Lilju. Það eru forréttindi að
eiga vini eins og Lilju. Sama
hversu langt er á milli eða
hversu oft eða sjaldan við hitt-
umst, ekkert breytist. Sama
vináttan, traustið og kærleik-
urinn og eins og við hefðum
Lilja
Guðmundsdóttir
✝ Lilja Guð-mundsdóttir
fæddist 8. desem-
ber 1961. Hún lést
23. ágúst 2019.
Útförin fór fram
3. september 2019.
síðast hist í gær.
Það er langur tími
í mannsævi frá 15
ára til 50+. Á þeim
tíma breytist
margt í lífinu og
einnig við sjálf og
oftar en ekki rofna
eða þynnast þau
bönd sem tengdu í
upphafi. Í dag eru
engin orð, sam-
bland af söknuði og
þakklæti fyrir allar þær stundir
sem við höfum átt saman og
ylja um hjartarætur. Spjall um
heima og geima, fá að sjá lífið
frá sjónarhóli sem við sem er-
um heilbrigð sjáum ekki í dag-
legu lífi, þakklætið fyrir að fá
einn dag enn, þakklætið fyrir
fólkið sem okkur þykir vænt
um. Það er ekki sjálfgefið og ég
þakka þér vinkona. Þú hefur
skilið svo margt gott eftir hjá
okkur sem kveðjum þig að
sinni. Elsku Eggert og fjöl-
skylda, þið eigið dásamlegar
minningar sem ylja í sorginni
og verða einungis fegurri með
tímanum – þessi Lilja er mín
lifandi trú. Liljan ykkar verður
alltaf með ykkur.
Guðný Sigurðardóttir.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför
SIGURÐAR BOGA STEFÁNSSONAR
læknis.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar
og gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir
umönnun og hjartahlýju.
Ragna Hafdís Stefánsdóttir
Guðrún Vala Jónsdóttir
Sigurbjörn Bogi Jónsson
og fjölskylda
Okkar ástkæra
ADDA KRISTRÚN GUNNARSDÓTTIR
frá Brettingsstöðum á Flateyjardal
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 21. ágúst.
Útförin hefur farið fram. Aðstandendur
þakka starfsfólki lyflækningadeildar
sjúkrahússins fyrir afar góða umönnun.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ingveldur Gunnarsdóttir
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR HELGADÓTTUR
Sóltúni 3, Selfossi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimilinu Sólvöllum,
Eyrarbakka.
Hafdís Marvinsdóttir Valdimar Bragason
Helgi Kristinn Marvinsson Sarah Seeliger
Bergný Marvinsdóttir Steingrímur J. Sigfússon
Brynja Marvinsdóttir Magnús Baldursson
Sjöfn Marvinsdóttir Hilmar Björgvinsson
Kristrún Marvinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar