Morgunblaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2019 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Glæsilegar haust- vörur komnar Verið velkomin Íslendingar hafa lengi gengið útfrá því að vinnutími hér á landi sé lengri en geng- ur og gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þetta kann að hafa átt við áður fyrr, en samkvæmt nýjustu tölum OECD, sem Samtök atvinnulífsins hafa fjallað um, er þessi ekki lengur raunin.    Tölur OECD sýna þvert á móti aðvinnutími er einna stystur hér á landi innan OECD. Ísland er með sjötta stysta vinnutímann, 1.469 stundir á ári, en meðaltalið er 1.734 stundir.    Þegar horft er á þróunina áNorðurlöndum sl. áratug má sjá að vinnutíminn hér hefur dregist saman um 141 klukkustund á ári, margfalt meira en annars staðar á Norðurlöndum, þar sem samdrátt- urinn hefur verið frá 53 stundum nið- ur í 3 stundir. Ísland er nú í með- allagi af Norðurlöndunum en var með lengsta vinnutímann fyrir ára- tug.    Þessu hefur fylgt verulega aukinframleiðni hér á landi frá alda- mótum, eða 2,7% á ári, en um eða innan við 1% annars staðar á Norður- löndum. Meðaltalið hjá ESB hefur verið 1,2% á þessu tímabili. Þá er landsframleiðsla á unna vinnustund hér á landi nú vel yfir meðallagi OECD.    Þessi þróun og þessar nýju stað-reyndir skipta miklu því að í umræðunni hér heima, og jafnvel í lagasetningu eins og SA benda á, er jafnan gengið út frá því að Íslend- ingar séu eftirbátar annarra að þessu leyti. Mikilvægt er að umræð- an taki mið af þeirri jákvæðu breyt- ingu sem orðið hefur. Minni vinna og meiri framleiðni STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Einar Vigfússon, bóndi og útskurðarmeistari í Árborg í Manitoba í Kanada, andaðist 7. september síðastliðinn, 86 ára að aldri, eftir langa og stranga glímu við krabbamein. Einar fæddist 10. mars 1933. Hann átti rætur að rekja til Hornafjarðar í föðurætt og til Skagafjarðar í móðurætt. Móðurafi hans og -amma fluttu með föður hans ungan til Vesturheims um 1900. Útskurður Einars vakti víða at- hygli. Hann hélt sýningar bæði heima og erlendis, meðal annars nokkrar á Íslandi, og vann til fjölda verðlauna fyrir handbragðið. Hann var með nokkur námskeið í útskurði fugla á Íslandi frá 2006. Þau hjón Einar og Rósalind voru burðar- ásar í samfélagi Vest- ur-Íslendinga í Mani- toba og láta mun nærri að flestir hópar Íslend- inga sem hafa heimsótt Manitoba frá aldamót- um nokkur þúsund manns, hafi sótt hjónin Einar og Rosalind heim, þar sem hann hefur sýnt gestum gripi sína og frætt þá um listina. Öllum var boðið upp á kaffi og með því, sem er makalaust með þennan mikla fjölda gesta. Tóku þau hjónin síðast á móti hópi fólks í ágúst sem leið. Einar lætur eftir sig eiginkonuna Rósalind, tvo syni og fjögur barna- börn. Gert er ráð fyrir að útför hans verði í lok mánaðarins. Andlát Einar Vigfússon Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina karlmann sem játaði framleiðslu og vörslu fíkniefna, en neitaði að hafa stundað sölu á efn- um. Lögregla gerði húsleit í íbúð mannsins að fenginni heimild og fannst þar talsvert magn af kanna- bisefnum í sex krukkum. Einnig fundust þar kannabisefni í poka og þá var á staðnum tjald sem búið var að setja upp fyrir ræktun. Maðurinn hafði aukinheldur í fórum sínum tugi þúsunda í íslensk- um krónum og pólsku myntinni slot og var lagt hald á þá fjármuni í tengslum við rannsóknina. Þá hafði lögregla einnig afskipti af nokkrum einstaklingum sem voru með efni, sem talin eru vera fíkniefni, í fórum sínum. Játaði vörslu og framleiðslu fíkniefna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það mjög jákvætt að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) hafi ákveðið að fjalla um lands- réttarmálið, sem fjallar um það hvern- ig staðið var að skipun fjögurra dóm- ara við Landsrétt. „Mér fannst eðlilegt að óska eftir meðferð, sérstaklega í ljósi þess að dómurinn er fordæmalaus og ekki ein- róma. Mér finnst jákvætt að yfir- deildin hafi tekið þetta til meðferðar alveg óháð því hver niðurstaðan verð- ur því það skiptir máli að fá endanlega niðurstöðu í þetta mál,“ sagði Katrín í samtali við mbl.is. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í mars að íslenska ríkið hefði brotið gegn sjöttu grein Mann- réttindasáttmála Evrópu við skipan fjögurra dómara við Landsrétt sem voru ekki metnir meðal 15 hæfustu af sérstakri hæfis- nefnd. Dómararnir fjórir hafa ekki dæmt við réttinn frá því að MDE kvað upp dóm sinn í mars. Tveir óskuðu eftir launuðu leyfi til áramóta en hinir ekki. Því hefur einungis verið ráðið í stöður dómaranna tveggja sem óskuðu eftir leyfi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi lands- réttarmálið á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun. „Hún hyggst fara yfir stöð- una hjá Landsrétti þar sem 13 af 15 dómurum eru að dæma. Ég vænti þess að hún muni síðan gera tillögu til ríkisstjórnar um hvernig hún metur stöðuna hjá dómnum og hvort ástæða er til að bregðast við,“ sagði Katrín. Málsmeðferð getur tekið allt að tvö ár og hefur Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, kall- að eftir aðgerðum stjórnvalda, til dæmis með því að fjölga dómurum við Landsrétt varanlega. Katrín gat á þessum tímapunkti ekki sagt til um hvort af því yrði. „Rétturinn þarf að vera starfhæfur og þá þurfum við að hafa fyrirliggjandi hver málastaðan er miðað við þá stöðu sem er uppi núna með 13 dómara að dæma,“ sagði Katrín. erla@mbl.is Óvíst hvort dómurum verður fjölgað Katrín Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.