Morgunblaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2019
Tilboð/útboð
Útboð nr. 20306
Endurnýjun á sátri rafals í
Sultartangastöð
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í
endurnýjun á sátri rafals í Sultartangastöð,
samkvæmt útboðsgögnum nr. 20306.
Verklok eru 1.9.2021
Vettvangsskoðun verður í Sultartangastöð
þann 25. september 2019 kl. 16:00.
Skýringarfundur um tæknileg málefni verður
haldinn 26. september kl. 8:30 á
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík.
Útboðsgögn eru aðgengileg á útboðsvef
Landsvirkjunar, http://utbod.lv.is
Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir klukkan
12:00 þriðjudaginn 5. nóvember 2019 þar
sem þau verða opnuð kl. 14:00 sama dag og
lesin upp að viðstöddum þeim bjóðendum
sem þess óska.
Félagsstarf eldri borgara
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12 og léttur hádegisverður
á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13
til 16. Stólaleikfimi með Öldu Maríu, kíkjum í blöðin og spjöllum. Kaffi
og með því á eftir í boði kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir.
Árskógar Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15.
Stóladans með Þóreyju kl. 10. Brids kl. 12.15. Opið hús, t.d. vist og
brids kl. 13-16. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegis-
matur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir
velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15. Vatnsleikfimi kl. 14.30.
Leshópur kl. 15.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunleikfimi með Rás1 kl. 9.45, opin hand-
verksstofa kl. 9-16, morgunkaffi kl. 10-10.30, botsía kl. 10.40-11.20,
spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30-15.50, opið kaffihús
kl. 14.30-15.15.
Bústaðakirkja Karlakaffi hefst föstudaginn 13. september kl. 10-
11.30, allir heldri karlmenn eru hjartanlega velkomnir í morgunkaffi og
spjall. Hólmfríður djákni kynnir vetrarstarfið og sér um stundina.
Hlökkum til að sjá ykkur
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-12. Ljóðahópur Soffíu kl. 10.
Línudans kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30. Zumba kl. 13. Tálgun með
Valdóri kl. 13:30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri.
Nánari upplý.ingar í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband í smiðjunni kl. 9. Postulíns-
málun í handverksstofu kl. 9. Minigolf í setustofunni kl. 10. Tölvu- og
snjallsímakennsla í setusofunni kl. 10.30. Bókband í smiðjunni kl. 13.
Myndlist í handverksstofu kl. 13.30. Dans með Vitatorgsbandinu í
salnum kl. 14. Frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Heitt á könnunni. Verið
öll hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411-9450.
Garðabær
Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Vatnsleik-
fimi kl. 7.10/7.50/15.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 9.30. Kvennaleikfimi
Sjálandi kl. 10.30. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Leir Smiðja Kirkju-
hvoli kl. 13.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofan kl. 8.30-16 Útskurður með
leiðbeinanda kl. 9-12. Qigong kl. 10-11. Línudans kl. 11-12. Leikfimi
Helgu Ben kl. 11-11.30. Útskurður / pappamódel með leiðbeinanda kl.
13-16. Félagsvist kl. 13-16. Döff félag heyrnarlausra kl. 12.30-15.
Guðríðarkirkja Félagstarf eldri borgara miðvikudaginn 12. septem-
ber kl. 13.10. Fyrsta samvera félagsstarfsins nú í haust. Helgistund í
kirkjunni, fyrirbænir, söngur. Síðan verður kynnt starfið sem verður
fram að áramótum og spjall. Kaffiveitingar kr. 700. Hlökkum til að sjá
ykkur, sr. Leifur, Hrönn og Lovísa. Prjónakvöld kl. 20, fyrsta samvera á
þessu hausti, kaffisopi í boði.
Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun kl. 13. Kvennabrids kl. 13.
Silfursmíði kl. 13. Línudans fyrir lengra komna kl. 16.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr. dagurinn
og allir velkomnir. Botsía kl. 10–11. Hádegismatur kl. 11.30–12.30. Spil
og púsl kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
lestur á sögunni um Bör Börsson kl. 10.30 og hádegismatur kl. 11.30.
Handavinna kl. 13 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum, allir styrkleikar, kaffi á eftir. Keila
í Egilshöll kl. 10 í dag, allir velkomnir í hópinn. Korpúlfabingó hefst kl.
13 í Borgum í dag.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, opin lista-
smiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings
kl. 10.30-12, upplestur kl. 11, félagsvist kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40,
heimildarmyndasýning kl. 16. Uppl. í s. 4112760.
Samfélagshúsið Aflagranda 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Jóga
með Grétu, 60+ kl. 12.15 & 13.30. Söngstund kl. 13.45, pláss fyrir nýjar
raddir. Kaffi kl. 14.30-15. Bókaspjall með Hrafni kl. 15.
Seltjarnarnes Gler og bræðsla kl. 9 og 13 á neðri hæð Félagsheimil-
isins við Suðurströnd. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10.
Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timbur-
menn Valhússkóla kl. 13. Handavinna á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi
í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun fimmtudag verður bingó í salnum
á Skólabraut kl. 13.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur
hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir vel-
komnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4, Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4,
kl. 10, kaffi og rúnnstykki eftir göngu.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur
fyrir veturinn og
tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Smá- og raðauglýsingar
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
með
morgun-
nu
✝ Helgi Sigurðs-son fæddist í
Reykjavík 15. októ-
ber 1952. Hann lést
á gjörgæsludeild
Borgarspítalans 7.
ágúst 2019 eftir erf-
ið veikindi.
Foreldrar hans
voru hjónin Mar-
grét Eggertsdóttir
húsfreyja og Sig-
urður Sigurðsson
heildsali og verslunanarmaður,
bæði látin árið 1997, síðast bú-
sett á Kleppsvegi Reykjavík.
Systkini Helga í aldursröð
eru Edda Íris Eggertsdóttir, f.
1942, sammæðra. Sigurður
Hörður, f. 1945, d. 1986; sam-
býliskona Borghildur Thors, lát-
in; Hjördís Bára, f. 1948; maki
Jóhannes Jóhannesson; Jó-
hanna, f. 1950, d. 1978, maki
Marel Einarsson; Grétar, f.
1954, maki Jóna
Björg Pálsdóttir.
Jónas, f. 5. júlí
1956, d. 2004, maki
Svanhvít Alberts-
dóttir.
Helgi var
ókvæntur og barn-
laus.
Helgi ólst að
mestu upp í
Vesturbænum á
Hávallagötunni en
flutti seinna með foreldrum sín-
um á Kambsveg og bjó síðast á
Kleppsvegi í Reykjavík. Hann
gekk í Melaskóla og Hagaskóla
ásamt Verslunarskóla Íslands.
Um nokkurra ára skeið starfaði
hann sem vaktmaður hjá
Skýrsluvélum ríkisins og seinna
hjá Bergiðjuni við Kleppsveg á
meðan hún var starfandi.
Útför Helga var gerð í kyrr-
þey 19. ágúst 2019.
Ég minnist Helga bróður sem
ungs og heilbrigðs stráks að leik
við bræður sína hoppandi, skopp-
andi og hjólandi um grundir og
móa. Man þegar hann passaði
börnin mín ásamt bræðrum sín-
um, lék við þau glaður og
áhyggjulaus ungur piltur sem líf-
ið beið eftir.
Á svipstundu rétt í þann mund
sem lífið var að byrja hjá ungum
manni var hann sviptur svo
miklu, heilsunni. Helgi bróðir
veiktist rétt um tvítugt, var þá í
Verslunarskóla Íslands.
Það var Helga mikill missir
þegar foreldrar okkar létust
bæði á sama árinu og þeirra naut
ekki lengur við enda voru þau
akkeri hans í lífinu. Eftir andlát
þeirra fluttist hann í sjálfstæða
búsetu hjá Öryrkjabandalaginu
og bjó þar í 21 ár.
Þegar við kveðjum Helga er
efst í huga sorg yfir lífsferli hans
þar sem hann veiktist í blóma
lífsins en jafnframt þakklæti yfir
að hann sjálfur kom okkur á
óvart og reis upp aftur við hverja
áskorun sem honum mætti þegar
hann hóf sjálfstæða búsetu og
fór að stunda vinnu. Vissulega
þurfti hann á stuðningi að halda
á mörgum sviðum en hann var
alltaf ákaflega þakklátur fyrir
allt sem fyrir hann var gert sama
hvað það var lítið, gleymdi aldrei
að þakka fyrir sig.
Einstakt persónueinkenni
Helga var afbragðs minni enda
vel gefinn með góðan húmor.
Honum var oft skemmt, hafði
góða sýn á sjálfan sig og tók sig
ekki of hátíðlega, fór sjálfur að
temja sér að nýta tækni nú-
tímans og notaði tæknina sér til
aðstoðar við daglegar þarfir. Sá
sjálfur um það sem þurfti að
mestu leyti. Við gerðum stund-
um grín að því að hægt var að
fletta upp í minni hans þegar
kom að því að rifja upp viðburði,
svo sem afmælisdaga, útskriftir
eða annað í fjölskyldunni. Þá var
bara að spyrja Helga, hann var
með það á hreinu. Helgi fór ekki
fram á mikið í lífinu, gerði litlar
kröfur fyrir sjálfan sig til ann-
arra, var afskaplega hógvær,
dagfarsprúður og orðvar maður.
Hann var reglumaður á vín, hann
hafði sínar skoðanir á landsins
gagni og nauðsynjum. Fylgdist
vel með því sem var að gerast.
Líf Helga var ekki dans á rós-
um og sorglegt fyrir ungan mann
að missa heilsuna svo ungur.
Samt var aldrei að heyra á hon-
um biturleika eða reiði vegna
þess hlutskiptis. Var alltaf glað-
ur og þakklátur þegar við litum
inn. Það var líka gaman að sjá
hvað hann hélt í hefðir, t.d. um
jólin passaði hann að hlutirnir
gengju fyrir sig eins og hann var
vanur í foreldrahúsum, skreytti
jólatréð, setti ljós í gluggana og
passaði upp á að haldið yrði upp
á afmælið sitt með köku og
brauðtertum.
Ég minnist bróður míns sem
hugljúfs manns sem var fjöl-
skyldu sinni trúr og tryggur,
þótti vænt um hana og fylgdist
vel með fjölskyldumeðlimum.
Reyndi að taka þátt í fjölskyldu-
samkomum á meðan hann var
fær um það.
Það er ekki hægt að minnast
Helga án þess að þakka Grétari
fyrir alla hans umhyggju við
bróður sinn, hjálpina og þoli-
mæðina. Hugsum við með hlýju
og þakklæti til Sigurðar Einars
Marelssonar fyrir elskusemi og
tryggð við Helga. Við þökkum
starfsfólki á gjörgæsludeild
Borgarspítalans fyrir einstaka
umönnun, það var ómetanlegur
styrkur.
Með söknuði kveð ég minn
minnsta bróður.
Hvíl í friði.
Hjördís Bára (Bíbí)
Sigurðar.
Helgi Sigurðsson
Hinsta kveðja til vinar.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höfundur ókunnur)
Gréta Jónsdóttir.
Sigurður
Vilhjálmsson
✝ Sigurður Stefán Vilhjálms-son fæddist 15. október
1939. Hann lést 12. ágúst 2019.
Útför Sigurðar fór fram 21.
ágúst 2019.
Á sama tíma og
ég kveð mömmu
mína kveð ég minn
besta vin.
Ég og mamma áttum ávallt
mikla samleið og eftir að ég varð
fullorðinn vorum við miklir fé-
lagar.
Við bjuggum lengst af saman
og unnum meira að segja saman
á fleiri en einum vinnustað.
Mamma kenndi mér svo margt
og eitt það mikilvægasta var að
gefast aldrei upp.
Það kenndi hún mér í gegnum
stríðið við sjúkdóm sinn og ótrú-
lega frammistöðu hennar í bar-
áttunni fyrir barnabörnum
sínum.
Hún vildi öllum vel, var partur
af lífi vina minna og fylgdist vel
með þegar fjölskyldur stækkuðu.
Mamma brosti framan í heim-
inn og bar höfuðið hátt þrátt fyrir
að standa oft frammi fyrir erf-
iðum aðstæðum, hún vissi að það
dugði ekki að leggjast í kör held-
ur þurfti að bretta upp ermar og
klífa áfram.
Ég erfði frá henni áhugann á
Aðalheiður
Hauksdóttir
✝ AðalheiðurHauksdóttir
fæddist 21. október
1952. Hún lést 19.
ágúst 2019.
Útför Aðalheiðar
fór fram 28. ágúst
2019 í kyrrþey.
tísku. Hún hafði
næmt auga fyrir fal-
legum hlutum og því
sem var aðeins frá-
brugðið.
Ég tel að hún hafi
verið á undan sinni
samtíð hvað það
varðaði.
Eitt það
skemmtilegasta
sem við mamma
gerðum var að fara
saman í búðir og fram á hennar
síðasta dag keypti ég mér ekki
nýja flík án þess að bera það und-
ir hana, við vorum samt alltaf
sammála.
Ég vissi að ég myndi þurfa að
kveðja mömmu mína alltof fljótt
en það er sennilega ekkert sem
undirbýr mann fyrir þessa miklu
sorg. Ég leita þó huggunar í því
að ég veit að henni líður betur
núna.
Mér finnst ég varla heill né hálfur
maður
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin;
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Þinn einkasonur,
Stefán Svan.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum.
Minningargreinar