Morgunblaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2019
Steinn til minningar um Guðmund góða Arason,
biskup á Hólum (f. 1161, d. 1237), var vígður á
dögunum við hátíðlega afhöfn á hlaðinu á kirkju-
staðnum Völlum í Svarfaðardal. Þar var Guð-
mundur prestur á árunum 1190-1197. Jón Aðal-
steinn Baldvinsson, fyrrverandi vígslubiskup á
Hólum, annaðist vígsluna en viðstaddir voru með-
al annarra séra Magnús H. Gunnarsson, sóknar-
prestur í Dalvíkurprestakalli, og Jürgen Janin,
prestur kaþólskra á Akureyri.
Þrettán tonna steinn
Minningarsteinninn var upprunalega 13 tonna
bjarg úr grjótnámu norðan við bæinn Fagraskóg
á Galmaströnd í Eyjafirði sem Helgi Gíslason
myndhöggvari breytti í vatnsskúlptúrverk á
Vallahlaði. Nú rennur þar vatn sem fólki er vel-
komið að drekka af sér til heilsubótar eða einfald-
lega til að svala þorstanum.
Bjarni Óskarsson, athafnamaður á Völlum,
hafði frumkvæði að því að koma steininum fyrir.
Hann óskaði eftir því að gestir í fimmtugsafmæli
sínu létu það vera að gefa sér gjafir en styrktu í
staðinn minningarsjóð Guðmundar góða sem
Bjarni hafði þá stofnað.
Þurfandi fjölskyldur í Dalvíkurbyggð hafa
fengið styrki úr sjóðnum fyrir hver jól fyrir milli-
göngu séra Magnúsar. Við steininn er nú kominn
söfnunarbaukur sem þeir geta gefið í sem fá sér
vatnssopa í minningu Hólabiskupsins góða. Fram-
lögin verða notuð til stuðnings þeim sem á stuðn-
ingi þurfa að halda í byggðarlaginu.
Þorstanum svalað í Svarfaðardal
Minningarsteinn Guðmundar góða á Völlum vígður Þurfandi fá styrk
Athöfn Frá vinstri: Jón Aðalsteinn Baldursson,
fv. Hólabiskup, Magnús H. Gunnarsson, prestur á
Dalvík, Jürgen Janin, prestur kaþólskra á Akur-
eyri, og Bjarni Óskarsson á Völlum.
Eiríkur Elís Þor-
láksson hefur
verið ráðinn for-
seti lagadeildar
Háskólans í
Reykjavík. Eirík-
ur lauk fulln-
aðarprófi í lög-
fræði árið 2001
og meistaranámi
frá King’s Col-
lege í London
2008. Eiríkur Elís hefur starfað hjá
HR síðan 2012, fyrst sem lektor og
sem dósent frá árinu 2017.
Eiríkur Elís hefur gegnt starfi
deildarforseta við háskólann tíma-
bundið frá 1. mars síðastliðnum, að
því er fram kemur í tilkynningu.
Eiríkur Elís nýr for-
seti lagadeildar HR
Eiríkur Elís
Þorláksson
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Vegna takmarkaðs magns af birkiplöntum
hafa færri komist að en hafa viljað til að
gróðursetja plöntur í Þorláksskógi á Hafn-
arsandi í grennd við Þorlákshöfn. Hrönn
Guðmundsdóttir er formaður verkefna-
stjórnar Þorláksskóga og segir hún að mikill
áhugi sé á verkefninu, en því miður hafi þurft
að hafna áhugasömum sem hafi viljað gróð-
ursetja til að kolefnisjafna sig eða stíga nokk-
ur græn skref.
„Ef ég hefði skráð hópa á biðlista væri
hann trúlega býsna langur,“ segir Hrönn.
Fimm milljón plöntur.
Í ár hafði verkefnið 40 þúsund birkiplöntur
til gróðursetningar, 20 þúsund í vor og annað
eins í haust, auk víðis- og aspargræðlinga. Á
næsta ári gæti plöntufjöldinn nálgast 100
þúsund og tegundum fjölgað. Það er þó að-
eins sýnishorn af því sem á eftir að gerast á
sandinum á næstu tveimur áratugum. Þá er
áætlað að um fimm milljónir plantna verði
komnar í jörð á tæplega fimm þúsund hekt-
ara svæði. Stór hluti svæðisins verður birki-
skógur, en einnig fleiri tegundir.
Verkefnið um Þorláksskóga á Hafnarsandi
er samstarfsverkefni sveitarfélagsins Ölfuss,
Skógræktarinnar og Landgræðslu ríkisins.
Fjármagn vegna plöntu- og áburðarkaupa
kemur frá ríkinu, öll fagleg ráðgjöf og áætl-
unargerð vegna uppgræðslu og gróðursetn-
ingar er í höndum Skógræktarinnar og Land-
græðslunnar og sveitarfélagið sér um
skipulagsmál á svæðinu svo sem stíga og án-
ingarstaði.
Svæðið „tilbúið undir tréverk“
Á undanförnum árum hefur svæðið verið
undirbúið með lúpínu og melgresi og
áburðardreifingu til að
styrkja þann gróður sem
fyrir er. „Í raun er búið að
gera svæðið tilbúið undir
tréverk með þessum
undirbúningi og við
plöntum ekki beint í
svartan sandinn. Með
ræktuninni fellur síðan til
mikið af lífrænu efni sem
hraðar undirbúningi svæð-
isins enn frekar,“ segir
Hrönn.
Hún segir að loftslagsmál séu mikið í um-
ræðunni og hún segist finna fyrir miklum og
vaxandi áhuga fólks á að leggja sitt af mörk-
um til að bæta sótspor sitt með því að gróður-
setja tré til að binda kolefni. Þetta eigi bæði
við um Þorláksskóga og ekki síður um Heklu-
skóga þar sem hún er framkvæmdastjóri.
Fræðsla um skógrækt
og skógarmenningu
Öll vinnan síðasta vor var unnin af sjálf-
boðaliðum og komu m.a. hópar frá Endur-
vinnslunni, Íslandsbanka, Viðreisn og um-
hverfissráðuneytinu að verkinu, auk hátt í
1.500 þátttakenda í alþjóðlegri hárgreiðslu-
ráðstefnu í Reykjavík.
Í haust er hluti verkefnisins unninn í verk-
töku hópa eins og 10. bekkinga og íþrótta-
hópa, sem eru í fjáröflun, en ekki er hægt að
verða við öllum óskum um þátttöku, að sögn
Hrannar. Hún segir að unga fólkið fái
fræðslu um skógrækt og skógarmenningu.
Gengið var frá samningum um verkefnið
2016, en gróðursetning hófst í raun á þessu
ári. Fjárveitingar eiga að aukast ár frá ári og
gert er ráð fyrir að það verði góð stígandi í
árlegri gróðursetningu.
Biðlistinn væri býsna langur
Yfir 40 þúsund
trjám plantað í Þor-
láksskógi Sjálf-
boðaliðar sýna áhuga
Ljósmynd/HG
Græn skref Sjálfboðaliðahópur meistaranema í Háskólanum í Reykjavík og erlendra nema sem voru hér í sumarskóla. Færri komast að en vilja.
Skógrækt Græðlingur alaskaaspar.
Hrönn
Guðmundsdóttir
BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR
SÉRBAKAÐfyrir þig
SALATBAR
ferskur allan
daginn
Sunnumörk 2, Hveragerði, og Larsenstræti 5, Selfossi • Sími 483 1919,
Almar bakari • Opið alla daga kl. 7-18