Morgunblaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2019 Notalegt í skammdeginu Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Gamaldags 14“‘ lampi, verð 18.980 Fjósalukt, svört, grá eða rauð, verð 3.980 Glóðarnet og aðrir varahlutir fyrir Aladdin lampa fyrir- liggjandi Comet 11“‘ lampi, verð 8.900 Glerkúplar verð frá 7.570 Lampaglös í úrvali, verð frá 2.980 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Kveikir í úrvali, verð frá 1.190 Vefverslun brynja.is á síðustu leiktíð þar sem hann stóð sig mjög vel og vonandi heldur hann bara uppteknum hætti með okkur á kom- andi tímabili. Siggi er svo að fá í fyrsta skiptið tækifæri sem mark- maður númer eitt og heilt yfir líst mér mjög vel á þessa nýju leikmenn okkar þótt það sé vissulega ákveðinn söknuður að þeim sem eru farnir.“ ÍR féll úr efstu deild vorið 2016 en komst aftur upp í efstu deild ári síðar. Björgvin telur að liðið sé á réttri leið og það sé ákveðinn uppgangur í Austurbergi. „Uppgangurinn á undanförnum ár- um hefði kannski mátt vera aðeins meiri að okkar eigin mati. Við förum í undanúrslit í Íslandsmótinu, 2015, þar sem við töpum fyrir Aftureldingu. Við föllum svo úr deildinni, ári síðar, en komum okkur aftur upp í fyrstu tilraun. Við lendum í áttunda sæti tímabilið 2017-18 og svo í sjöunda sæti tímabilið 2018-19 þannig að það hefur verið ákveðin stígandi í þessu hjá okkur á síðustu tveimur árum. Við höfum aðeins verið að reyna að finna réttu blöndina í þessu og hvað hentar okkur best og í ár ætlum við fyrst og fremst að reyna að læra af mistökum síðustu ára.“ ÍR-ingar ætla sér að taka einn leik fyrir í einu á komandi tímabili í stað þess að einblína á einhvern ákveðinn stað í töflunni. „Í grunninn erum við með sálfræð- ing að þjálfa okkur í Bjarna Fritzsyni en við höfum ekki sett okkur nein sér- stök markmið varðandi einhver sæti og annað. Við horfum mikið í alla töl- fræðiþætti leiksins og eitt af því sem við viljum minnka sem dæmi eru tæknileg mistök inni á vellinum og það eitt og sér er markmið fyrir ný- hafið tímabil. Við mætum í hvern ein- asta leik til þess að vinna og ég tel það vera raunhæft markmið. Við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild á góðum degi en á móti kemur að við getum líka tapað fyrir hvaða liði sem er þegar við erum ekki á deginum okkar,“ sagði Björgvin Þór í samtali við Morgunblaðið. Ekkert nema bjartsýni í Breiðholtinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Reynsla Björgvin Þór Hólmgeirsson er uppalinn í Breiðholtinu en hann var næstmarkahæsti leikmaður ÍR á síðustu leiktíð með 98 mörk í 20 leikjum.  Björgvin segir Breiðhyltinga geta unnið hvaða lið sem er á góðum degi ÍR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Björgvin Þór Hólmgeirsson, leik- maður ÍR í handknattleik, er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímabil í úrvalsdeild karla en ÍR fór vel af stað í deildinni á mánudaginn síðasta þeg- ar liðið vann sjö marka sigur gegn ný- liðum Fjölnis í Grafarvogi í fyrstu umferð deildarinnar, 33:26. ÍR er spáð áttunda sæti deildarinnar af fyrirliðum og þjálfurum liða í deild- inni. „Stemningin er alltaf góð í Breið- holtinu og við erum virkilega bjart- sýnir fyrir komandi tímabili. Við er- um reynslunni ríkari frá síðustu leiktíð þar sem við vorum loksins komnir á fínt skrið undir restina. Við vorum gríðarlega svekktir að detta út með naumindum í átta liða úrslitum Íslandsmótsins gegn Selfossi síðasta vor. Við ætlum okkur hins vegar að halda áfram að byggja ofan á þann grunn sem við lögðum á síðustu leik- tíð og við erum allir tilbúnir í slaginn. Okkar markmið er fyrst og fremst að fara í alla leiki til þess að vinna þá og við erum ekki að hugsa mikið um það hvar okkur er spáð. Það getur svo mikið gerst á einu tímabili og mér finnst við geta sett markið mun hærra en áttunda sæti. Að sama skapi eru mörg góð lið í deildinni í ár og hún er mjög sterk þannig að þetta verður bara skemmtilegt tímabil reikna ég með.“ Uppgangur í Austurbergi Það hafa ekki orðið miklar manna- breytingar í sumar í Breiðholtinu og segir Björgvin að nú sé tækifæri fyrir yngri leikmenn til þess að stíga upp. „Við missum mjög góða leikmenn í þeim Sveini, Pétri Árna og Stephen. Þetta er hins vegar fínt tækifæri fyrir leikmenn eins og til dæmis Úlf Gunn- ar Kjartansson til þess að stíga upp eftir að Svenni fór til Danmerkur. Hafþór fékk sína eldskírn á Akureyri MARKVERÐIR: Óðinn Sigurðsson Sigurður Ingiberg Ólafsson Viktor Bjarki Ómarsson HORNAMENN: Eggert Sveinn Jóhannsson Kristján Orri Jóhannsson Ólafur Haukur Matthíasson Sturla Ásgeirsson Sveinn Brynjar Agnarsson LÍNUMENN: Halldór Logi Árnason Úlfur Gunnar Kjartansson Þrándur Gíslason ÚTISPILARAR: Arnar Freyr Guðmundsson Bergvin Þór Gíslason Björgvin Þór Hólmgeirsson Dagur Kristjánsson Elías Bóasson Eyþór Ari Waage Hafþór Már Vignisson Hrannar Ingi Jóhannson Kjartan Fannberg Sveinn Andri Sveinsson Viktor Sigurðsson Þjálfari: Bjarni Fritzson Aðstoðarþjálfari: Sturla Ásgeirs- son Árangur 2018-19: 7. sæti og 8-liða úrslit. Íslandsmeistari: Aldrei Bikarmeistari: 2005, 2013  ÍR vann 33:26-sigur gegn Fjölni í fyrstu umferð deildarinnar í Grafarvoginum á mánudaginn síðasta. Lið ÍR 2019-20 KOMNIR Hafþór Már Vignisson frá Akureyri Sigurður Ingiberg Ólafsson frá Stjörnunni FARNIR Sveinn Jóhannsson í SönderjyskE (Danmörku) Stephen Nielsen í Stjörnuna Pétur Árni Hauksson, hættur Breytingar á liði ÍR-inga  ÍR er lið sem gæti komið á óvart í vetur.  Leikmannakjarninn er sá sami og nýir leikmenn gætu gert gæfumuninn.  Verður markvarslan betri en í fyrra?  Áhugavert: Ná þeir að virða smáatriðin þannig að þau falli með þeim? Sebastian Alexandersson um ÍR Það hefur verið algjör unum að fylgjast með U21 árs landsliði karla í fótbolta í síðustu tveimur leikjum. Liðið er búið að skora níu mörk og aðeins fá á sig eitt. Sóknarlínan er sérstaklega stór- skemmtileg. Mikael Anderson, Willum Þór Willumsson og Jón Dagur Þorsteinsson hafa heillað mig. Þeir eru virkilega skemmtilegir og vann Mikael sér inn sæti í byrjunarliðinu gegn Armeníu á mánudagskvöldið með flottri innkomu í seinni hálfleik gegn Lúxemborg á föstudag. Mikael og Jón Dagur eru mjög teknískir og snöggir og er gaman að sjá Mikael bruna upp kantinn og leika sér að varnar- mönnunum. Stoðsendingin hans á Willum Þór í fyrsta markinu á mánudag gegn Armeníu var glæsileg. Lúxemborg og Armenía eru kannski ekki sterkustu andstæð- ingarnir, en yfirburðir íslenska liðsins voru miklir og það var gaman að sjá. Liðið var í stór- sókn nánast frá upphafi til enda í báðum leikjum og er ekki slakað á eftir mörk, liðið vill alltaf meira. Íslenska liðið mætir Svíþjóð eftir rúman mánuð á útivelli. Það verður töluvert erfiðara verkefni, en það verður spennandi að sjá hversu langt liðið er komið. Íslenskt U21 árs landslið hefur einu sinni komist á stór- mót og það var á EM 2011 í Dan- mörku. Liðið var þá hársbreidd frá sæti í undanúrslitum eftir 3:1-sigur á Dönum í lokaleiknum. Að eiga gott U21 árs landslið get- ur verið byrjunin á einhverju stórkostlegu. Margir úr hópnum frá Danmörku eru í dag lykil- menn í A-landsliðinu og hafa komist á lokamót EM og HM. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.