Morgunblaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2019
✝ GuðmundurJónsson fædd-
ist í Reykjavík 10.
febrúar 1925. Hann
lést 29. ágúst 2019.
Foreldrar hans
voru Jón Þorsteins-
son, íþróttakennari,
f. 1898 í Örnólfsdal í
Borgarfirði, d.
1985, og Eyrún
Guðmundsdóttir,
húsfreyja, f. 1898 á
Stokkseyri, d. 1996.
Guðmundur kvæntist 9. októ-
ber 1953 Fríðu Halldórsdóttur, f.
1930 í Reykjavík. Foreldrar
hennar voru Halldór Guðmunds-
son, skipstjóri, f. 1901 á Akra-
nesi, d. 1962, og Elísabet Þor-
grímsdóttir, húsfreyja, f. 1901 í
Bolungarvík, d. 1995.
Börn þeirra eru: 1) Jón, f.
1954, kvæntur Kristínu Björk
Gunnarsdóttur, f. 1955. Börn
þeirra eru a) Þóra Elísabet, í
sambúð með Róberti Antoni Haf-
þórssyni. b) Guðmundur Ingvi, í
sambúð með Örnu Óttarsdóttur,
dætur þeirra eru Sóley Halla og
Lilja Björk. c) Gunnar Kristinn, í
sambúð með Maríönnu Björk Ás-
mundsdóttur. 2) Halldór, f. 1955,
kvæntur Valrós Sigurbjörns-
dóttur, f. 1958. Börn þeirra eru
a) Egill, í sambúð með Guðrúnu
Ástu Bergsteinsdóttur. b) Edda,
gift Kára Sigurðssyni, sonur
þeirra er Hallur. c) Fríða. 3)
Árni, f. 1963, kvæntur Guðrúnu
Þorbjörgu Hannesardóttur, f.
1965. Börn þeirra eru a) Eyrún
Fríða, gift Jóhannesi Óðinssyni,
dóttir þeirra er Auður Lukka. b)
Hannes Kristinn. 4) Einar Rún-
ar, f. 1967, kvæntur Hildi Elínu
Vignir, f. 1967. Sonur þeirra er
Einar Vignir. Dóttir
Hildar frá fyrra
hjónabandi er Jó-
hanna María, gift
Stefáni Birni Karls-
syni, dóttir þeirra
er Arnhildur Elín.
Guðmundur lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1944 og
embættisprófi í lög-
fræði frá lagadeild
Háskóla Íslands 1952.
Hann var fulltrúi hjá borgar-
dómaranum í Reykjavík 1954-
1961 og borgardómari um tutt-
ugu ára skeið frá 1962-1982.
Guðmundur var settur hæsta-
réttardómari frá 15. september
1982 og skipaður í það embætti
frá 1. janúar 1983. Hann var
varaforseti Hæstaréttar 1987-
1988 og forseti Hæstaréttar
1989-1990. Hann lét af störfum
31. ágúst 1991.
Auk þess var Guðmundur for-
seti Félagsdóms 1974-1980, í
stjórn Lögfræðingafélags Ís-
lands 1965-1968 og í stjórn Dóm-
arafélags Íslands 1976-1979.
Hann var í skattsektanefnd
1976-1979 og formaður yfir-
matsnefndar samkvæmt lögum
um lax- og silungsveiði 1990-
1994.
Guðmundur var alla tíð mikill
miðbæjarmaður og bjó þar sín
uppvaxtarár, lengst af á Lindar-
götu 7. Hann var áhugamaður
um tónlist og náttúruunnandi.
Ferðuðust þau Fríða mikið, bæði
hér innanlands og einnig til fjar-
lægari heimshluta.
Útförin fer fram frá Háteigs-
kirkju í dag, 11. september 2019,
klukkan 13.
Fyrir margt löngu hafði ég
augastað á pilti úr Hlíðunum
sem átti eftir að verða eigin-
maður minn. Það var mín gæfa
því við Jón erum heppin með
hvort annað og það sem við eig-
um saman. En ég öðlaðist samt
meira því með honum fékk ég
dásamlega tengdaforeldra sem
hafa kennt mér margt og gefið
mér mikið.
Í dag þegar við kveðjum
Guðmund Jónsson, minn elsku-
lega tengdaföður, leita minn-
ingar á hugann og við söknum
hans. Þegar fundum okkar
Guðmundar bar fyrst saman á
8. áratugi síðustu aldar kynnist
ég vel gerðum manni sem var
dagfarsprúður, traustur og
vandur að virðingu sinni en átti
einnig gott með að slá á létta
strengi. Sé hann fyrir mér með
glettnisglampa í augum segja
fimmaurabrandara á góðri
stundu. Honum þótti vænt um
fólkið sitt og það skein í gegn
þegar hann hvíslaði að manni
„þú þarft að klæða þig betur“
eða „sofðu með trefil“ þegar
kvef herjaði á. Mikil umhyggja
lá þar að baki. Þegar barna-
börnin komu til sögunnar
reyndist hann þeim frábær afi.
Hann var alltaf til staðar fyr-
ir þau og sýndi mikinn áhuga á
því sem þau tóku sér fyrir
hendur. Studdi þau með ráðum
og dáð og naut með þeim
hverrar samverustundar.
Tvennt þótti mér einkenna
tengdaföður minn umfram ann-
að, það var nægjusemi og ama-
leysi gagnvart flestu sem kom
inn á borð til hans. Hann leit-
aðist við á sinn hátt að gera
gott úr öllum málum. Ég dáðist
líka að því hvað hann var
ánægður með allt sem var borið
á borð fyrir hann, gekk ávallt
glaður frá matarborði og hrós-
aði matnum óspart. Þóra El-
ísabet, sonardóttir hans, hefur
sagt sögur af afa sínum og af-
göngum þessu til sönnunar. Ef
amma Fríða bar nýtt brauð á
borð kláraði afi Guðmundur
oftar en ekki „gamla, þurra
brauðið svo það færi ekki til
spillis“ (orðalag ÞE) þó allir
aðrir nytu góðs af nýbökuðu
brauði. Hann undi glaður við
sitt og auðvelt að gera honum
til hæfis. En á góðum stundum
kunni hann líka að gera vel við
sig og sína.
Guðmundur var frár á fæti,
gekk dag hvern meðan hann
hafði heilsu og fór á fjöll með
fjölskyldunni. Ég lærði að meta
fjallgöngur með þeim hjónum.
Þau Fríða voru dugleg að
ferðast og Guðmundur taldi
það aldrei eftir sér að aka
þvert yfir landið. Við hugsum
með hlýju til heimsókna þeirra
á Hallormsstað þar sem við
bjuggum í nær tvo áratugi.
Fallegar minningar er tengj-
ast skógargöngu, bíltúrum um
Héraðið, matartilbúningi og
hrútaberjamó standa upp úr en
samveran skipti þó öllu máli.
Tengdafaðir minn var orðinn
aldraður maður þegar hann lést
og líklega verið hvíldinni feg-
inn. Hugurinn var skýr en lík-
aminn hrumur og það átti illa
við hann. Það gladdi okkur að
sex dögum fyrir andlátið var
hann við skírn langafabarns
síns, Lilju Bjarkar Guðmunds-
dóttur, á heimili okkar Jóns.
Ég sé hann fyrir mér þar sem
hann situr að spjalli við veislu-
gesti í stofunni, bætir um betur
því hann mundi löngu liðna at-
burði og biður svo um sneið af
prinsessukökunni með sér
heim. Þessa stund mun ég
ávallt geyma með mér.
Ég er þakklátari en orð fá
lýst að hafa fengið að vera sam-
ferða Guðmundi á lífsleiðinni.
Blessuð sé minning tengda-
föður míns.
Kristín Björk
Gunnarsdóttir.
Í dag kveðjum við góðan afa,
húmorista og gleðigjafa.
Þegar afi var ungur maður á
stríðsárunum fór hann á vit
Guðmundur
Jónsson
Í kurteisis-
legri yfirlýsingu
forseta Íslands,
Guðna Th. Jó-
hannessonar,
frá 6. september
sl. kemur fram
að hann hafi tek-
ið við rúmlega
sjö þúsundum
undirskrifta um
synjun staðfest-
ingar á lögum sem fela í sér af-
sal á náttúruauðlindum þjóðar-
innar, m.ö.o. nýjum raforku-
lögum sem tengjast samþykkt
þriðja orkupakkans á Alþingi.
Forsetinn nefnir ekki allar þær
undirskriftir, að minnsta kosti
17.000 talsins, þegar skorað var
á þingmenn að samþykkja ekki
orkupakka 3 og þaðan af síður
rúmlega 6.000 undirskriftir
Orkunnar okkar sem aldrei var
skilað inn, enda þeirri söfnun
ekki lokið.
Þá minnist forseti Íslands
hvergi á skoðanakannanir sem
sýndu ótvíræða andstöðu meiri-
hluta þjóðarinnar við OP3.
Það er mín skoðun að hér
geri forseti Íslands fremur lítið
úr vilja þjóðar sinnar í einu
stærsta hagsmunamáli Íslend-
inga fyrr og síðar – margfalt
stærra en Icesave-málinu forð-
um.
Um tíu prósent heimta
þjóðaratkvæðagreiðslu
Jafnvel þótt deila megi um
fjölda undirskrifta (ekki bara
þær rúmlega sjö þúsund sem
forsetinn tók á móti og telur ca.
3 prósent kjósenda), finnst mér
óheiðarlegt af hálfu forsetans
að nefna ekki stærstu undir-
skriftasöfnunina,
sem taldi rúmlega
17.000 manns, þó
henni hefði verið
beint til þingsins.
Ásamt meðaltali
úr hinum söfn-
ununum (en ef-
laust hafa ein-
hverjir kosið
mörgum sinnum)
má áætla að um
það bil 10 prósent
allra kosninga-
bærra manna hafi
kosið gegn OP3 sem ætti að
vera nægjanlegur fjöldi til að
knýja á um þjóðaratkvæða-
greiðslu í sérhverju lýðræðis-
ríki.
Jafnvel þótt forsetinn hefði
engu að síður hafnað þjóðar-
atkvæðagreiðslu hefði hann
mátt gera grein fyrir ákvörðun
sinni á sérstökum blaðamanna-
fundi. Í virku lýðræðisþjóð-
félagi hefði það ekki aðeins ver-
ið smart heldur beinlínis rök-
rétt og rétt gagnvart
almenningi.
Spilling og aðhaldsleysi
En það var ekki bara forset-
inn sem brást þjóðinni, hið háa
Alþingi tók einnig afstöðu gegn
henni sem og eigin flokks-
félögum. Ríkisstjórnin hafði þá
þegar brugðist þjóðinni í þrí-
gang þegar hún hunsaði sam-
þykktir flokkanna og virti að
vettugi lýðræðislegar reglur
þeirra.
Fjölmiðlar spiluðu og spila
enn með VG sem hefur RÚV í
vasanum. Á þeim bæ er ekki
aðeins hlutleysið fótum troðið
heldur hið nauðsynlega aðhald
sem alvöru fréttamenn eiga að
sýna stjórnvöldum í hvívetna.
Andspænis gegndarlausum
falsfréttaflutningi, sem er
annaðhvort miðaður að því að
ýkja fjölda mótmælenda rétt-
um megin í pólitík eða draga úr
vægi almennings sem er svo
dofinn orðinn eftir hrun og lof-
orð sem stjórnvöld sviku í kjöl-
farið.
Orkan okkar og mótmæl-
endur ósamstiga
Orkan okkar vann þrekvirki
að koma upplýsingum á fram-
færi á mettíma. En jafnvel á
þeim bæ vantaði ýmis rök sem
hefðu mögulega nýst betur í
baráttunni fyrir fullveldinu.
Tímamótaskýrslufundur sem
enginn vissi um og límmiðar
sem þröngvað var upp á bíla-
eigendur voru heldur ekki til
þess fallnir að bæta ímynd
orkupakkaandstæðinga.
Endurtekið hik, þegar að mót-
mælum kom, hógværð og sam-
stöðuleysi smitaði starf þeirra
er tóku málin í sínar hendur og
lamaði þrótt þeirra.
Á meðan dvaldi almenningur
heillum horfinn og fjarlægur í
sumarbústöðum sínum og
glímdi við andstæðing af ann-
arri stærðargráðu, nefnilega
lúsmýið. Helstu gáfumenn
þjóðarinnar fylgdu sannfær-
ingu sinni heldur ekki eftir sem
skyldi og skrópuðu á mótmæl-
unum og loks brugðust verka-
lýðsforystan, sósíalistar og aðr-
ir sem létu sig vanta á Austur-
völl, trúlega útúrkeyrðir eftir
mikinn átakavetur.
Og hvar voru umhverfis-
samtökin í þetta skiptið? Var
Andri Snær heillum horfinn eða
bráðnaður eins og jöklarnir
hans? Að minnsta kosti heyrðis
ekki tíst frá honum. Samt var í
deiglunni stærsta afsal orku-
auðlindar í sögu þjóðarinnar,
miklu stærra en einhvern tíma
afsalið í formi Kárahnjúkavirkj-
unar sem þó varð að virðisauka
í landinu okkar. Afsalið var vel
undirbúið af lævísum ráðherr-
um – einráðum í sínum flokkum
– sem höfðu undirbúið sig mun
betur en almenningur og
þekktu betur en nokkrir aðrir
öll tímatrix þings og ályktana –
enda næstum einir um að
leggja fram frumvörp til laga
yfirhöfuð ólíkt því sem tíðkast í
flestum lýðræðisríkjum heims.
Framtíðin ótrygg – EES-
samstarfið í uppnámi
Niðurstaða. Með því að
veikja samningsstöðu Íslands
til muna innan EES, þar sem
Íslandi verður héðan í frá fyrir-
munað að sækja þar nokkurn
tíma um undanþágu orkupakk-
anna, munu óánægjuraddirnar
með samstarfið aukast örugg-
lega til muna. Þetta leiðir til
þess að þeir sem hafa haft ein-
hverjar efasemdir um ágæti
EES, hvað þá ESB, munu
krefjast þess að Ísland segi sig
úr samstarfinu á hinu Evrópska
efnahagsssvæði.
Hið eina lýðræðislega í stöð-
unni verður þá að bera þessi
álitaefni undir almenning í
þjóðaratkvæðagreiðslu og fá
botn í þau þar í eitt skipti fyrir
öll.
Þjóðin sem brást
Eftir Bene-
dikt Lafleur »Hið eina lýð-
ræðislega í
stöðunni verður þá
að bera þessi álita-
efni undir almenn-
ing í þjóðarat-
kvæðagreiðslu og fá
niðurstöðu þar.
Benedikt Lafleur
Höfundur er formaður Lýð-
ræðisflokksins.
lafleur@simnet.is
Það er ein
helsta goðsögn
andstæðinga
Evrópusam-
bandsins á Ís-
landi að Evrópu-
sambandið muni
taka yfir auðlind-
ir Íslendinga við
inngöngu í Evr-
ópusambandið.
Þetta hefur einn-
ig verið notað gegn EES-
samningum í umræðum um
orkupakka þrjú og væntan-
legan orkupakka fjögur. Stað-
reyndin er að orkupakki fjögur
fjallar um endurnýjanlega orku
og tengingar smávirkjana inn á
stór raforkukerfi.
Evrópusambandið hefur
aldrei skipt sér af eignarhaldi
auðlinda aðildarríkja sinna í 67
ára sögu sambandsins. Það eru
lög og reglur um sölu á afurðum
þessara auðlinda á samkeppn-
ismarkaði eins og eðlilegt þykir
og það þurfa að vera reglur á
samkeppnismarkaði. Fiskur
telst ekki til auðlinda heldur til
veiða á villtum dýrum og lýtur
öðrum reglum þar sem fiskur
syndir yfir lögsögur ríkja og
stofnar eru takmarkaðir. Ís-
lensku sjávarútvegsfyrirtækin
hafa starfað innan Evrópusam-
bandsins undir ýmsum nöfnum
síðan Ísland gekk í EES og
örugglega fyrir þann tíma. Að-
gangur íslensku sjávarútvegs-
fyrirtækjanna að innri markaði
Evrópusambandsins í gegnum
EES-samninginn hefur tryggt
þeim milljarða hagnað undan-
farna áratugi. Íslenskur fiskur
er einnig ekki mikilvægur á hin-
um evrópska markaði enda eru
Spánn og Portúgal með gífur-
lega stórar efna-
hagslögsögur og
stunda miklar
veiðar á fiski-
stofnum sem þar
er að finna.
Það breytir
ekki þeirri stað-
reynd að íslensku
fiskvinnslufyr-
irtækin ásamt
samtökum bænda
á Íslandi eru
hörðustu and-
stæðingar þess að
Ísland gangi í Evrópusam-
bandið. Þetta er eitt besta
dæmið sem ég veit um þar sem
fyrirtæki eru kerfisbundið að
vinna gegn sínum eigin hags-
munum með skipulögðum
hætti.
Í Norðursjó milli Noregs,
Svíþjóðar, Danmerkur og fleiri
ríkja er nóg pláss og vindur til
þess að sjá öllum ríkjum Evr-
ópusambandsins fyrir allri raf-
orkuþörf þeirra um alla fram-
tíð. Evrópusambandið þarf
ekki á Íslendingum að halda
fyrir sína raforkuþörf eins og
haldið hefur verið fram af and-
stæðingum Evrópusambands-
ins á Íslandi.
Sú hugmynd að Íslendingar
séu færir um að sinna allri þörf
meginlands Evrópu er fáránleg
og heimskuleg. Á meginlandi
Evrópu eru rúmlega 741,4
milljónir manna (tölur frá árinu
2016) á því svæði sem telst vera
Evrópa menningarlega. Íslend-
ingar eru aðeins 345.000 manns
rúmlega. Það er svo lítið í pró-
sentum að það borgar sig ekki
að skrifa niður öll núllin sem
fylgja þeirri prósentutölu. Ég
veit ekki hvaðan þessi fullyrð-
ing er komin en ég hef séð
þessa fullyrðingu notaða sem
rökfærslu gegn því að ganga í
Evrópusambandið. Þessi full-
yrðing er ekki rökfærsla, þetta
er lygi eins og svo margar aðr-
ar sem koma frá andstæðingum
Evrópusambandsins á Íslandi.
Því er einnig stöðugt haldið
fram að útlendingar séu að
ásælast hitt og þetta á Íslandi.
Yfirleitt eru þetta auðlindir eða
landsvæði. Eitthvað hefur verið
um jarðarkaup útlendinga á Ís-
landi á grundvelli tvíhliða rétt-
ar um slíkt í EES-samn-
ingnum. Íslendingar geta með
sama rétti keypt land og fast-
eignir innan annarra EES-
ríkja og innan ríkja Evrópu-
sambandsins og margir nota
þennan rétt til þess að kaupa
fasteign á Spáni eða annars
staðar í Evrópu án þess að
þurfa að sækja um möppu fulla
af leyfum fyrir slíkum kaupum
eins og gera þurfti áður en Ís-
land gekk í EES-samninginn.
Það er engin ásækni í auðlindir
Íslendinga enda eru þær fáar
og litlar.
Ísland hefur engar sérstakar
auðlindir. Tækniþróun hefur
hinsvegar breytt því að Íslend-
ingar geta í dag notað jarðhita
sem finnst um allt land til hús-
hitunar og tækniframfarir hafa
einnig gert Íslendingum fært
að virkja ár sem áður var ekki
hægt að virkja og nota þá fall-
orku til framleiðslu rafmagns.
Það hefur alltaf verið á valdi
Íslendinga hverjir fá að nota og
selja raforku, fisk og landbún-
aðarvörur á Íslandi og frá Ís-
landi. Evrópusambandið hefur
aldrei skipt sér af slíkum mál-
um á Íslandi eða annars staðar.
Íslendingar hafa hins vegar
farið illa með þetta vald sem
þeir hafa sem fullvalda þjóð og
fært mikinn peningalegan auð
og völd á hendur mjög fáum ís-
lendingum. Slíkt hefur veikt
fullveldi og sjálfstæði Íslend-
inga mjög mikið og skaðinn af
þeirri stefnu er ekki ennþá
kominn fram.
Þó sést alveg að almenningur
á Íslandi fær að borga fyrir þá
styrki og skattalækkanir sem
hinir ríku njóta á Íslandi. Lé-
legir innviðir, léleg þjónusta og
lélegir vegir á Íslandi eru af-
leiðingar þessara skattalækk-
ana og það sér ekki fyrir end-
ann á þeim í dag. Þessu hefur
verið mætt með því að skatt-
leggja fátæktina á Íslandi
meira með bæði beinum og
óbeinum sköttum (gjöldum).
Önnur afleiðing af þessari
stefnu er að almenningi, ör-
yrkjum og öðrum er haldið í
vítahring fátæktar. Þjóðfélag
sem byggir á misrétti getur
aldrei þrifist og eru dæmin um
slíkt í sögunni mjög mörg. Allir
Íslendingar eiga að fá að njóta
þess sem hægt er að framleiða
á Íslandi. Hvort sem það er raf-
magn eða fiskur sem er veiddur
úr sjó. Jöfnunartækið í því er
skattlagning og hefur alltaf
verið. Síðan geta Íslendingar
bætt stöðu sína ennþá með inn-
göngu í Evrópusambandið og
tryggt stöðugleika í fjármálum
með upptöku evrunnar sem
tryggir langtímastöðugleika og
viðskipti Íslendinga.
Goðsögnin um auðlindir Íslendinga
Eftir Jón Frí-
mann Jónsson » Íslenskar auð-
lindir eru ekki í
hættu innan EES-
samningsins eða
með inngöngu Ís-
lands í Evrópusam-
bandið.
Jón Frímann Jónsson
Höfundur er rithöfundur.
jonfr500@gmail.com